Hörkulið í Silfrinu á sunnudag 15. október 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Mikael Torfason ritstjóri DV. Eitthvað fleira fólk á sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp. Að auki kemur í þáttinn Kristinn R. Ólafsson, hinn nafntogaði fréttaritari Útvarpsins á Spáni. Kristinn mun ræða stórtíðindi í spænskum stjórnmálum sem orðið hafa eftir að Sósíalistar tóku við stjórnartaumunum. Þeir vilja nú leyfa hjónabönd samkynhneigðra og ættleiðingar þeirra, frjálsar fóstureyðingar og sitthvað fleira sem er mjög í óþökk íhaldsmanna og kaþólskrar kirkju. Er talað um sannkallaða þjóðfélagsbyltingu í þessu sambandi. Kristinn mun líka segja frá hinni nýju stjörnu á festingu jafnaðarmanna í Evrópu - Zapatero forsætisráðherra Spánar. Ennfremur verður í þættinum beint sjónum að Karl Rove, kosningasmala frá Texas, sem sagður er vera heilinn á bak við Bush Bandaríkjaforseta. Enginn frýr Rove þessum vits, bak við tjöldin er hann einn valdamesti maður í heimi, en hins vegar þykir hann ekki ýkja vandur að meðulum sínum. Fylgist með á Stöð 2 á sunnudaginn klukkan 12, í opinni dagskrá. Þátturinn er svo endursýndur síðla á sunnudagskvöldið, en einnig má skoða hann hér á vísi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á sunnudaginn verða Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, varaformaður Samfylkingarinnar, Gísli Marteinn Baldursson, varaborgarfulltrúi og sjónvarpsmaður, Siv Friðleifsdóttir alþingismaður, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og Mikael Torfason ritstjóri DV. Eitthvað fleira fólk á sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp. Að auki kemur í þáttinn Kristinn R. Ólafsson, hinn nafntogaði fréttaritari Útvarpsins á Spáni. Kristinn mun ræða stórtíðindi í spænskum stjórnmálum sem orðið hafa eftir að Sósíalistar tóku við stjórnartaumunum. Þeir vilja nú leyfa hjónabönd samkynhneigðra og ættleiðingar þeirra, frjálsar fóstureyðingar og sitthvað fleira sem er mjög í óþökk íhaldsmanna og kaþólskrar kirkju. Er talað um sannkallaða þjóðfélagsbyltingu í þessu sambandi. Kristinn mun líka segja frá hinni nýju stjörnu á festingu jafnaðarmanna í Evrópu - Zapatero forsætisráðherra Spánar. Ennfremur verður í þættinum beint sjónum að Karl Rove, kosningasmala frá Texas, sem sagður er vera heilinn á bak við Bush Bandaríkjaforseta. Enginn frýr Rove þessum vits, bak við tjöldin er hann einn valdamesti maður í heimi, en hins vegar þykir hann ekki ýkja vandur að meðulum sínum. Fylgist með á Stöð 2 á sunnudaginn klukkan 12, í opinni dagskrá. Þátturinn er svo endursýndur síðla á sunnudagskvöldið, en einnig má skoða hann hér á vísi.is.