Rokk fyrir alla 20. október 2004 00:01 "Rokkskólinn er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á tónlist og þar er boðið upp á skemmtileg 4-6 vikna námskeið," segir Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona, sem er í forsvari fyrir skólann. Þegar forvitnast er um fögin kemur í ljós að ásamt söng er kennt á gítar, trommur og bassa og að sögn Evu Ásrúnar er bæði um hóptíma að ræða og einkatíma. "Þetta er einstaklingsmiðað nám sem er sniðið að þörfum hvers og eins en það hentar sumum krökkum betur að vera í hóp heldur en einir," segir hún og getur þess að yngsti nemandinn í trommutímunum sé aðeins sjö ára. Í söngtímunum er nemendum skipt í hópa eftir aldri og reynslu og Eva Ásrún segir þar sé farið í helstu atriðin eins og túlkun og texta, framkomu, upphitun, öndun og míkrófóntækni. Eva Ásrún stofnaði Rokkskólann á síðasta vori og er að byggja hann upp með sonum sínum Albert og Magnúsi, sem kenna báðir á hljóðfæri. "Við erum með fullt af góðu fólki með okkur," segir hún og nefnir nöfn Guðrúnar Gunnarsdóttur, Ernu Þórarinsdóttur, Ruthar Reginalds, Guðlaugs Falk, Jóhanns Hjörleifssonar og Bærings Logasonar. "Svo má ekki gleyma Hödda í Brain Police, hann kennir á bassa," segir Eva Ásrún og við rengjum hana ekki þegar hún lætur þess getið í lokin að í Rokkskólanum sé líf og fjör. Skráning er á rokkskolinn.is og í síma 898 9955. Nám Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
"Rokkskólinn er fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á tónlist og þar er boðið upp á skemmtileg 4-6 vikna námskeið," segir Eva Ásrún Albertsdóttir söngkona, sem er í forsvari fyrir skólann. Þegar forvitnast er um fögin kemur í ljós að ásamt söng er kennt á gítar, trommur og bassa og að sögn Evu Ásrúnar er bæði um hóptíma að ræða og einkatíma. "Þetta er einstaklingsmiðað nám sem er sniðið að þörfum hvers og eins en það hentar sumum krökkum betur að vera í hóp heldur en einir," segir hún og getur þess að yngsti nemandinn í trommutímunum sé aðeins sjö ára. Í söngtímunum er nemendum skipt í hópa eftir aldri og reynslu og Eva Ásrún segir þar sé farið í helstu atriðin eins og túlkun og texta, framkomu, upphitun, öndun og míkrófóntækni. Eva Ásrún stofnaði Rokkskólann á síðasta vori og er að byggja hann upp með sonum sínum Albert og Magnúsi, sem kenna báðir á hljóðfæri. "Við erum með fullt af góðu fólki með okkur," segir hún og nefnir nöfn Guðrúnar Gunnarsdóttur, Ernu Þórarinsdóttur, Ruthar Reginalds, Guðlaugs Falk, Jóhanns Hjörleifssonar og Bærings Logasonar. "Svo má ekki gleyma Hödda í Brain Police, hann kennir á bassa," segir Eva Ásrún og við rengjum hana ekki þegar hún lætur þess getið í lokin að í Rokkskólanum sé líf og fjör. Skráning er á rokkskolinn.is og í síma 898 9955.
Nám Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Fleiri fréttir Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira