Súpusumarið mikla í Hlaðvarpanum 21. október 2004 00:01 Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl." Matur Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira
Haustið er tími heitrar og matarmikillar súpu, gjarnan súpu sem hefur fengið að sjóða lengi þannig að bragðið er orðið kynngimagnað. Þegar minnst er á ljúffengar súpur verða sumir, eða kannski frekar sumar konur, dreymnar í augum og minnast mikils súpusumars í Hlaðvarpanum fyrir liðlega tíu árum. Þá voru bornar þar fram magnaðar súpur öll kvöld í mikilli kvennastemningu. Konurnar bak við þetta súpusumar eru þær Margrét Pála Ólafsdóttir og Lilja Sigurðardóttir ásamt vinkonu þeirra kvennaskólagenginni. "Eitt vorið flaug konu minni í hug að þörf væri á kvenlegum, kvenvinsamlegum og kvennapólítískum veitingastað í Reykjavík," segir Margrét Pála um aðdragandann að þessu súpuævintýri. "Á sama tíma vildi einmitt þannig til að einhvern vantaði í eldhúsið í Hlaðvarpanum." Margrét segir að þær Lilja kona hennar og vinkona þeirra hafi rætt þetta mál yfir súpu og ákveðið að dengja sér í slaginn. Þær tóku verkefnið að sér til reynslu í þrjá mánuði yfir sumarið og veitingarekstur þeirra stóð einmitt þá þrjá mánuði. "Við lögðum metnað í hvíta stífaða borðdúka og tauservíettur og fleira sem okkur þótti í anda kvenlegra dyggða. Maturinn var seldur á verði sem hentaði konum, hráefnið var ávallt ferskt og fyrsta flokks eins og konum sæmir og við unnum þarna af sannri kvenmennsku. Og eins og þessar forsendur sýna gekk dæmið ekki upp," segir Margrét og hlær. "Hins vegar skemmtum við okkur drottningarlega og bárum fram kraftmiklar og öflugar súpur til viðbótar við miklar kvenpólitískar umræður, gítar á vegg og tarotspil á borðum og stundum sleppti ég súpusleifinni og greip gítarinn eða tarotspilin." Gúllassúpa Margrétar Pálu er stolin og staðfærð að hennar sögn og: "Þróuð vegna skorts á hugmyndaauðgi. Konan mín er hins vegar afar skapandi í eldhúsi og hennar uppskrift er að kjúklingasúpu sem er samkvæmt öllum kröfum dagsins í dag, bragðgóð, fitusnauð og gífurlega holl."
Matur Mest lesið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Fleiri fréttir Sígildar myndir og heimsfræg leikkona á franskri kvikmyndahátíð Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Blint stefnumót heppnaðist vel Halla T meðal sofandi risa Líkamsumhirða sem þróast í þráhyggju Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Sjá meira