Heitar súpur 21. október 2004 00:01 Gúllassúpa Margrétar Pálu°: 200-500 g nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt eða folaldakjöt -- eftir smekk 2-3 lítrar af grænmetissafa (t.d. Granini) –- eftir magnóskum 2-3 dósir af niðursoðnum tómötum –- skornir tómatar eru ljómandi 2-4 kartöflur, nokkrar gulrætur, vænn laukur og 1-2 paprikur Ferskt eða þurrkað chili –- magn eftir bragðlaukakjarki Mikið af paprikudufti (hvítlaukur, piparmix, tómatsósa) Kjötið skorið í bita og léttbrúnað í talsvert miklu paprikudufti og smá chili. Grænmetissafa og tómötum er síðan hellt yfir og smá vatn þarf til að skola og hella öllum krafti úr flöskum og dósum í pottinn. Soðið meðan kartöflur, gulrætur, laukur og paprika er brytjað í smekklega bita og bætt í pottinn, paprikunni þó nokkru síðar en harða grænmetinu. Soðið vel og lengi og bragðbætt með meira paprikudufti og chilli –- ef þannig liggur á fólki má nota ferskan hvítlauk, piparmix og/eða tómatsósuskvettu til að föndra við bragðið. Súpuna má bera fram með þeyttum eða sýrðum rjóma eða þá hreinni jógúrt –- og vitaskuld hvaða brauði sem er. Kjúklingasúpa Lilju: 4 skinnlausar kjúklingabringur skornar í bita 2 stórar kartöflur (bökunarstærð) skornar í litla teninga 1 laukur smátt saxaður 1/2 dl smátt saxað ferskt engifer gulrótin sem er einmana í grænmetisskúffunni eða eitthvert annað grænmeti sem er til 2 teningar af kjúklingakrafti 1 lítri vatn 1 msk. milt karrý 1 msk. góð sojasósa 1 msk. Worcestershire-sósa 2 msk. sæt taílensk chili-sósa (má líka nota ferskt chili eða chili-duft) 1 msk. sólblómaolía eða olíuúði Kjúklingabitarnir eru steiktir í pottbotninum í olíunni og þegar þeir hafa lokast er karrýinu bætt út í og þeim velt vel upp úr því. Helmingnum af engiferinu og helmingnum af lauknum er bætt út í þetta þar til það ilmar vel. Kjúklingakrafturinn er leystur upp í sjóðandi vatninu og þessu bætt út í ásamt kartöflum, grænmeti og afgangnum af engifer og lauk. Sósunum er slett út í þetta, lok sett á pottinn og látið sjóða í um hálftíma. Borið fram með góðu brauði eða haft vel af hrísgrjónanúðlum úti í. Báðar uppskriftirnar eru fyrir fjóra. Matur Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Gúllassúpa Margrétar Pálu°: 200-500 g nautakjöt, lambakjöt, svínakjöt eða folaldakjöt -- eftir smekk 2-3 lítrar af grænmetissafa (t.d. Granini) –- eftir magnóskum 2-3 dósir af niðursoðnum tómötum –- skornir tómatar eru ljómandi 2-4 kartöflur, nokkrar gulrætur, vænn laukur og 1-2 paprikur Ferskt eða þurrkað chili –- magn eftir bragðlaukakjarki Mikið af paprikudufti (hvítlaukur, piparmix, tómatsósa) Kjötið skorið í bita og léttbrúnað í talsvert miklu paprikudufti og smá chili. Grænmetissafa og tómötum er síðan hellt yfir og smá vatn þarf til að skola og hella öllum krafti úr flöskum og dósum í pottinn. Soðið meðan kartöflur, gulrætur, laukur og paprika er brytjað í smekklega bita og bætt í pottinn, paprikunni þó nokkru síðar en harða grænmetinu. Soðið vel og lengi og bragðbætt með meira paprikudufti og chilli –- ef þannig liggur á fólki má nota ferskan hvítlauk, piparmix og/eða tómatsósuskvettu til að föndra við bragðið. Súpuna má bera fram með þeyttum eða sýrðum rjóma eða þá hreinni jógúrt –- og vitaskuld hvaða brauði sem er. Kjúklingasúpa Lilju: 4 skinnlausar kjúklingabringur skornar í bita 2 stórar kartöflur (bökunarstærð) skornar í litla teninga 1 laukur smátt saxaður 1/2 dl smátt saxað ferskt engifer gulrótin sem er einmana í grænmetisskúffunni eða eitthvert annað grænmeti sem er til 2 teningar af kjúklingakrafti 1 lítri vatn 1 msk. milt karrý 1 msk. góð sojasósa 1 msk. Worcestershire-sósa 2 msk. sæt taílensk chili-sósa (má líka nota ferskt chili eða chili-duft) 1 msk. sólblómaolía eða olíuúði Kjúklingabitarnir eru steiktir í pottbotninum í olíunni og þegar þeir hafa lokast er karrýinu bætt út í og þeim velt vel upp úr því. Helmingnum af engiferinu og helmingnum af lauknum er bætt út í þetta þar til það ilmar vel. Kjúklingakrafturinn er leystur upp í sjóðandi vatninu og þessu bætt út í ásamt kartöflum, grænmeti og afgangnum af engifer og lauk. Sósunum er slett út í þetta, lok sett á pottinn og látið sjóða í um hálftíma. Borið fram með góðu brauði eða haft vel af hrísgrjónanúðlum úti í. Báðar uppskriftirnar eru fyrir fjóra.
Matur Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira