Að vera bara einnar þjóðar 24. október 2004 00:01 Að vera bara einnar þjóðar er úrelt fyrirbrigði að mati Ólafs Elíassonar listamanns en fyrsta yfirlitssýning hans í fæðingarlandinu, Danmörku, var opnuð í Aros, nýju samtímalistasafni í Árósum þann áttunda október. Nýja safnið var opnað í apríl og telur rúmlega 17 þúsund fermetra. Sýning Ólafs Elíssonar heitir Minding the World og fjallar um hvernig maðurinn upplifir og skynjar umhverfi sitt. Á meðal verkanna þrettán á sýningunni er speglasalur með steingólfi - verk sem var á sýningu Ólafs í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðasta vetur. Á síðasta ári sýndi Ólafur í Feneyjum og London. Þetta ár hóf hann á Íslandi og hefur síðustu þrjá mánuði einnig sýnt í Noregi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann segir það eignlega hafa verið of mikið. Sumarið hafi síðan verið kærkomið til að undirbúa sýninguna í Danmörku. Langþráð rólegheit eru nú fram undan og segir Ólafur það „lúxus“ að hafa tíu mánuði til að undirbúa næstu sýningu sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í september á næsta ári. Margrét Þórhildur Danadrottning, verndari Aros-listasafnsins, var meðal gesta skömmu eftir opnun sýningar Ólafs. Í Danmörku er hann sagður dansk-íslenskur; hann á íslenska foreldra og ólst upp í Danmörku. Sjálfur segir hann skrítið að fólk vilji vera út um allan heim, en vilji samt vera eins og víkingar eldgamallar þjóðar. Sýning Ólafs í Árósum stendur til 16. janúar. Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Að vera bara einnar þjóðar er úrelt fyrirbrigði að mati Ólafs Elíassonar listamanns en fyrsta yfirlitssýning hans í fæðingarlandinu, Danmörku, var opnuð í Aros, nýju samtímalistasafni í Árósum þann áttunda október. Nýja safnið var opnað í apríl og telur rúmlega 17 þúsund fermetra. Sýning Ólafs Elíssonar heitir Minding the World og fjallar um hvernig maðurinn upplifir og skynjar umhverfi sitt. Á meðal verkanna þrettán á sýningunni er speglasalur með steingólfi - verk sem var á sýningu Ólafs í Hafnarhúsinu í Reykjavík síðasta vetur. Á síðasta ári sýndi Ólafur í Feneyjum og London. Þetta ár hóf hann á Íslandi og hefur síðustu þrjá mánuði einnig sýnt í Noregi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hann segir það eignlega hafa verið of mikið. Sumarið hafi síðan verið kærkomið til að undirbúa sýninguna í Danmörku. Langþráð rólegheit eru nú fram undan og segir Ólafur það „lúxus“ að hafa tíu mánuði til að undirbúa næstu sýningu sem fram fer í Rotterdam í Hollandi í september á næsta ári. Margrét Þórhildur Danadrottning, verndari Aros-listasafnsins, var meðal gesta skömmu eftir opnun sýningar Ólafs. Í Danmörku er hann sagður dansk-íslenskur; hann á íslenska foreldra og ólst upp í Danmörku. Sjálfur segir hann skrítið að fólk vilji vera út um allan heim, en vilji samt vera eins og víkingar eldgamallar þjóðar. Sýning Ólafs í Árósum stendur til 16. janúar.
Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Die Antwoord og M.O.P. ásamt fleirum á Secret Solstice Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira