Hinn fullkomni fjallabíll 25. október 2004 00:01 Nú þegar vetur er opinberlega genginn í garð er komin tíð jeppafólks á fjöllum. Þessi fallega mynd er af Toyota Land Cruiser 120 VX túrbó dísil árgerð 2003. Þessi jeppi er sérstaklega útbúinn til aksturs í miklum snjó, svo sem á jöklum og hálendi Íslands að vetrarlagi. Meðal búnaðar má nefna GPS-staðsetningartæki sem er sítengt við gervihnetti. Þessi búnaður skráir niður með mikilli nákvæmni þá leið sem ekin hefur verið og er hægt að vista þær leiðir og nota aftur. Í bílnum er einnig skriðgír sem gerir mögulegt að aka mjög hægt í vondri færð og eykur það drifgetu til mikilla muna. Leitarljós er hægt að festa á topp jeppans með segli og nota þegar við á. Meðal annars búnaðar má nefna dráttarspil, snjóakkeri og aukamiðstöð sem gengur fyrir dísilolíu sem gerir fólki kleift að sofa í jeppanum uppi á miðjum jökli í kulda og vondu veðri. Þá er miðstöðin stillt á 22 gráður, drepið á jeppanum og farið að sofa. Að sögn eigandans, sem vill láta kalla sig Benna Akureyring, er einstaklega gott að aka þessum bíl hvort sem ætlunin er að fara út í búð að kaupa í matinn eða upp á hæstu fjöll. Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nú þegar vetur er opinberlega genginn í garð er komin tíð jeppafólks á fjöllum. Þessi fallega mynd er af Toyota Land Cruiser 120 VX túrbó dísil árgerð 2003. Þessi jeppi er sérstaklega útbúinn til aksturs í miklum snjó, svo sem á jöklum og hálendi Íslands að vetrarlagi. Meðal búnaðar má nefna GPS-staðsetningartæki sem er sítengt við gervihnetti. Þessi búnaður skráir niður með mikilli nákvæmni þá leið sem ekin hefur verið og er hægt að vista þær leiðir og nota aftur. Í bílnum er einnig skriðgír sem gerir mögulegt að aka mjög hægt í vondri færð og eykur það drifgetu til mikilla muna. Leitarljós er hægt að festa á topp jeppans með segli og nota þegar við á. Meðal annars búnaðar má nefna dráttarspil, snjóakkeri og aukamiðstöð sem gengur fyrir dísilolíu sem gerir fólki kleift að sofa í jeppanum uppi á miðjum jökli í kulda og vondu veðri. Þá er miðstöðin stillt á 22 gráður, drepið á jeppanum og farið að sofa. Að sögn eigandans, sem vill láta kalla sig Benna Akureyring, er einstaklega gott að aka þessum bíl hvort sem ætlunin er að fara út í búð að kaupa í matinn eða upp á hæstu fjöll.
Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira