Lífið eftir stúdentspróf 26. október 2004 00:01 Þuríður Pétursdóttir lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum síðastliðið vor og vissi eiginlega ekkert hvað hana langaði að læra þegar þeim áfanga var náð. "Eiginlega langaði mig að taka mér ársfrí, en hálflangaði líka að læra eitthvað. Ég vissi að minnsta kosti að ég var ekki tilbúin í háskólann alveg strax," segir Þuríður. "Ég fór því niður í Stúdentaferðir til að athuga með einhverskonar starfsþjálfun í Evrópu eða Bandaríkjunum og endaði með helling af málaskólabæklingum í höndunum. Það sem mér fannst mest spennandi var bæklingur frá EF International, en þeir eru með skóla um allan heim. Malta talaði sterkt til mín og ég ákvað að slá til í níu mánaða prógram þar, sem felst í að búa hjá fjölskyldu á staðnum og vera í skóla í nokkra tíma á dag." Þuríður segir að þetta minni sannarlega um margt á skiptinemaprógramm en sé þó ekki það sama. "Dvölinni er skipt niður í tímabil, mér skilst að fyrra tímabilið fari mest í enskunám en seinna tímabilið í fög sem maður velji á staðnum. Ég er samt ekkert búin að skoða þetta vel, ég vil láta koma mér á óvart," segir Þuríður hlæjandi og viðurkennir að hún viti sáralítið um Möltu. "Ég veit að eyjan er 354 ferkílómetrar og að þar búa tæplega 400.000 manns. Ég veit líka að höfuðborgin heitir Valeta og bærinn sem ég mun búa í heitir St. Juliens og er rétt hjá höfuðborginni. Ég fer ein því mér finnst mikilvægt að læra að treysta á sjálfa mig og læra af reynslunni. Öll reynsla er góð, hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg." Þuríður ætlar líka að reyna að komast til botns í tungumáli Maltverja sem heitir maltí. "Það er einhvers konar arabíska með sambland af suður-evrópskum málum og ég vona að ég verði farin að skilja hrafl í því eftir níu mánuði. En fyrst og fremst held ég að þetta verði góður undirbúningur fyrir framtíðina, sem gæti allt eins orðið stjórnmálafræði í HÍ." Nám Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þuríður Pétursdóttir lauk stúdentsprófi frá Verslunarskólanum síðastliðið vor og vissi eiginlega ekkert hvað hana langaði að læra þegar þeim áfanga var náð. "Eiginlega langaði mig að taka mér ársfrí, en hálflangaði líka að læra eitthvað. Ég vissi að minnsta kosti að ég var ekki tilbúin í háskólann alveg strax," segir Þuríður. "Ég fór því niður í Stúdentaferðir til að athuga með einhverskonar starfsþjálfun í Evrópu eða Bandaríkjunum og endaði með helling af málaskólabæklingum í höndunum. Það sem mér fannst mest spennandi var bæklingur frá EF International, en þeir eru með skóla um allan heim. Malta talaði sterkt til mín og ég ákvað að slá til í níu mánaða prógram þar, sem felst í að búa hjá fjölskyldu á staðnum og vera í skóla í nokkra tíma á dag." Þuríður segir að þetta minni sannarlega um margt á skiptinemaprógramm en sé þó ekki það sama. "Dvölinni er skipt niður í tímabil, mér skilst að fyrra tímabilið fari mest í enskunám en seinna tímabilið í fög sem maður velji á staðnum. Ég er samt ekkert búin að skoða þetta vel, ég vil láta koma mér á óvart," segir Þuríður hlæjandi og viðurkennir að hún viti sáralítið um Möltu. "Ég veit að eyjan er 354 ferkílómetrar og að þar búa tæplega 400.000 manns. Ég veit líka að höfuðborgin heitir Valeta og bærinn sem ég mun búa í heitir St. Juliens og er rétt hjá höfuðborginni. Ég fer ein því mér finnst mikilvægt að læra að treysta á sjálfa mig og læra af reynslunni. Öll reynsla er góð, hvort sem hún er skemmtileg eða leiðinleg." Þuríður ætlar líka að reyna að komast til botns í tungumáli Maltverja sem heitir maltí. "Það er einhvers konar arabíska með sambland af suður-evrópskum málum og ég vona að ég verði farin að skilja hrafl í því eftir níu mánuði. En fyrst og fremst held ég að þetta verði góður undirbúningur fyrir framtíðina, sem gæti allt eins orðið stjórnmálafræði í HÍ."
Nám Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira