Förðunarkeppni No Name 27. október 2004 00:01 Förðunarskóli No Name hélt förðunarkeppni í annað sinn um síðustu helgi. Keppt var í fimm flokkum; þrem flokkum meistara, Smoky-förðun, tískuförðun og tímabilaförðun, einum flokki nemenda í frjálsri förðun og einum flokki unglinga þrettán til sextán ára þar sem þemað var framtíðin. Keppnin fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind en auk sýningarinnar stóð No Name fyrir ýsmum uppákomum. Til dæmis sýndi Sif Guðmundsdóttir, förðunarmeistari og kennari hjá förðunarskóla No Name leikhúsförðun í átjándu aldar stíl og Dísa í Hárný sýndi fantasíuhárgreiðslu. Sigurvegarar voru valdir í hverjum flokki fyrir sig. Magnea Lára Elínardóttir varð fyrir valinu í tímabilaförðun, Anna Sigfríður Reynisdóttir í tískuförðun, Alda Harðardóttir í Smoky-förðun, Ragnheiður Bjarnadóttir í Nemendaflokki og Rósa Sigurðardóttir í unglingaflokki. Sigurvegarar í flokkum meistara og nemenda hlutu utanlandsferð að launum með Iceland Express en sigurvegari í unglingaflokki hlaut að launum fullt förðunarnámskeið hjá Förðunarskóla No Name. Allir sigurvegarar fengu að auki glæsilegan gjafapakka frá snyrtistofunni Helenu fögru. Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Förðunarskóli No Name hélt förðunarkeppni í annað sinn um síðustu helgi. Keppt var í fimm flokkum; þrem flokkum meistara, Smoky-förðun, tískuförðun og tímabilaförðun, einum flokki nemenda í frjálsri förðun og einum flokki unglinga þrettán til sextán ára þar sem þemað var framtíðin. Keppnin fór fram í Vetrargarðinum í Smáralind en auk sýningarinnar stóð No Name fyrir ýsmum uppákomum. Til dæmis sýndi Sif Guðmundsdóttir, förðunarmeistari og kennari hjá förðunarskóla No Name leikhúsförðun í átjándu aldar stíl og Dísa í Hárný sýndi fantasíuhárgreiðslu. Sigurvegarar voru valdir í hverjum flokki fyrir sig. Magnea Lára Elínardóttir varð fyrir valinu í tímabilaförðun, Anna Sigfríður Reynisdóttir í tískuförðun, Alda Harðardóttir í Smoky-förðun, Ragnheiður Bjarnadóttir í Nemendaflokki og Rósa Sigurðardóttir í unglingaflokki. Sigurvegarar í flokkum meistara og nemenda hlutu utanlandsferð að launum með Iceland Express en sigurvegari í unglingaflokki hlaut að launum fullt förðunarnámskeið hjá Förðunarskóla No Name. Allir sigurvegarar fengu að auki glæsilegan gjafapakka frá snyrtistofunni Helenu fögru.
Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira