Leynivopnið í eldhúsinu 28. október 2004 00:01 "Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu... Matur Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Leynivopnið mitt í eldhúsinu er soðin ýsa," segir Erla Ruth Harðardóttir leikkona. "Ég eyði gífurlegum tíma í að elda hér ofan í fjögur börn og eiginmann, en verð að viðurkenna að eldhúsið er ekki minn staður. Oftast þyrfti ég að hafa fjórréttað til að allir væru ánægðir og það er ekki fyrr en ég töfra fram ýsuna sem allir brosa í hring." Erla er steinhissa á ýsuást fjölskyldunnar og segist sjálf ekki hafa ljómað af gleði yfir þverskorinni ýsu í uppvextinum. En börn Erlu, sem eru þriggja, fimm, tíu og þrettán, vita ekkert betra. "Að ógleymdum eiginmanninum, sem er kannski jafngott," segir Erla og hlær skelmislega. Hún er nefnilega að fara að æfa nýtt leikrit eftir Auði Haralds sem verður frumsýnt í hádegisleikhúsi Iðnó í nóvember. Höfundurinn er enn að skrifa verkið, en það fjallar um konu sem hefur fengið nóg af eiginmanninum. "Ég veit að konan sú ætlar að segja skilið við eiginmanninn, en ekki á hefðbundinn hátt heldur ætlar að hún að hjálpa honum áleiðis inn í eilífðina. Auður hefur sumsé komist að því að það eru margar aðferðir til að losna við leiðinlega eiginmenn og hefur leitað fanga víða. Meðal annars hefur hún verið í sambandi við lækna og kynnt sér allskyns eituráhrif," segir Erla Ruth og hlær þannig að blaðamanni rennur kalt vatn milli skinns og hörunds og biður þess í hljóði að eiginmanni Erlu líki áfram við ýsuna. Annars gæti Erla hæglega lumað á nýju leynivopni í eldhúsinu...
Matur Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira