Grúví hárgreiðslustofa 3. nóvember 2004 00:01 Hártískan er eins og fatatískan í vetur, opin í báða enda, allt er leyfilegt. "Klassískar klippingar eru inni í bland við sterka liti og persónulegt yfirbragð er æskilegt. Fólk á að vera óhrætt við að leika sér og prófa eitthvað nýtt án þess að vera stílfært um of," segir Anna Sigríður Pálsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Gallerí Gel. Gallerí Gel sem opnaði í byrjun september er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Þetta er ekki hefðbundin hárgreiðslustofa því í húsnæðinu er líka listagallerí sem hefur að markmiði að koma ungu listafólki á framfæri með litlum tilkostnaði. Að baki hár-lista-gallerísins standa Anna Sigríður hárgreiðslumeistari og Aron Bergmann Magnússon listamaður. Nú prýða ljósmyndir Stephans Stephensen sýningarsal Gallerís Gel en listasýningar í galleríinu munu opna með tilheyrandi opnunarpartíi og standa yfir í um það bil mánuð í senn. Heimsókn í Gallerí Gel kemur skemmtilega á óvart því þar kennir margra grasa; litun og blástur samkvæmt nýjustu tískustraumum, menning beint í æð og suðræn sjóðheit sambamúsík blandast í góðan kokkteil.Listagallerí starfar einnig í hárgreiðslustofunni.Mynd/Vilhelm Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Hártískan er eins og fatatískan í vetur, opin í báða enda, allt er leyfilegt. "Klassískar klippingar eru inni í bland við sterka liti og persónulegt yfirbragð er æskilegt. Fólk á að vera óhrætt við að leika sér og prófa eitthvað nýtt án þess að vera stílfært um of," segir Anna Sigríður Pálsdóttir, eigandi hárgreiðslustofunnar Gallerí Gel. Gallerí Gel sem opnaði í byrjun september er á horni Klapparstígs og Hverfisgötu. Þetta er ekki hefðbundin hárgreiðslustofa því í húsnæðinu er líka listagallerí sem hefur að markmiði að koma ungu listafólki á framfæri með litlum tilkostnaði. Að baki hár-lista-gallerísins standa Anna Sigríður hárgreiðslumeistari og Aron Bergmann Magnússon listamaður. Nú prýða ljósmyndir Stephans Stephensen sýningarsal Gallerís Gel en listasýningar í galleríinu munu opna með tilheyrandi opnunarpartíi og standa yfir í um það bil mánuð í senn. Heimsókn í Gallerí Gel kemur skemmtilega á óvart því þar kennir margra grasa; litun og blástur samkvæmt nýjustu tískustraumum, menning beint í æð og suðræn sjóðheit sambamúsík blandast í góðan kokkteil.Listagallerí starfar einnig í hárgreiðslustofunni.Mynd/Vilhelm
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Lífið samstarf Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira