Stærsta mótorhjólasýning í Evrópu 5. nóvember 2004 00:01 Fyrsta flugs félagið og Iceland Express bjóða upp á hópferð til London og Birmingham þar sem farið verður á stærstu og íburðarmestu mótorhjólasýningu Evrópu um næstu helgi, 13. til 15. nóvember. Fyrsta flugs félagið er ellefu ára gamalt fyrirtæki sem sér um tvær til þrjár hópferðir á ári sem snúast yfirleitt um stórviðburði eins og mótorhjólasýningar eða flugsýningar. "Í þessari þriggja daga ferð verður tveimur dögum varið í London og einum degi í Birmingham þar sem mótorhjólasýningin er haldin. Við sjáum um alla skipulagningu og fólk fær að sjá mjög mikið á stuttum tíma. Við gistum á hótelinu St. Giles í London sem er aðeins hundrað metra frá Oxford Street," segir Gunnar Þorsteinsson, fararstjóri hjá Fyrsta flugs félaginu. Ferðim kostar 39.900 krónur og innifalið er flug, gisting, íslensk fararstjórn, morgunmatur og ferðir til og frá flugvelli. Miðinn á sýninguna er ekki innifalinn í verðinu. "Við viljum ekki hafa miðann innifalinn því fólk þarf náttúrulega ekki að fara á sýninguna. Makar geta til dæmis skroppið til London daginn sem hún er eða skoðað sig um í Birmingham sem er afskaplega falleg borg. Það er samt ótrúlegt að fara á þessa sýningu og hún er mjög lífleg. Þetta er eins og karnival. Þar eru allar týpur og lyktin af gúmmíi umlykur allt," segir Gunnar. Bókað er í ferðina á heimasíðu Iceland Express. Nánari upplýsingar veitir Fyrsta flugs félagið í símum 561 6112 og 663 5800. Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fyrsta flugs félagið og Iceland Express bjóða upp á hópferð til London og Birmingham þar sem farið verður á stærstu og íburðarmestu mótorhjólasýningu Evrópu um næstu helgi, 13. til 15. nóvember. Fyrsta flugs félagið er ellefu ára gamalt fyrirtæki sem sér um tvær til þrjár hópferðir á ári sem snúast yfirleitt um stórviðburði eins og mótorhjólasýningar eða flugsýningar. "Í þessari þriggja daga ferð verður tveimur dögum varið í London og einum degi í Birmingham þar sem mótorhjólasýningin er haldin. Við sjáum um alla skipulagningu og fólk fær að sjá mjög mikið á stuttum tíma. Við gistum á hótelinu St. Giles í London sem er aðeins hundrað metra frá Oxford Street," segir Gunnar Þorsteinsson, fararstjóri hjá Fyrsta flugs félaginu. Ferðim kostar 39.900 krónur og innifalið er flug, gisting, íslensk fararstjórn, morgunmatur og ferðir til og frá flugvelli. Miðinn á sýninguna er ekki innifalinn í verðinu. "Við viljum ekki hafa miðann innifalinn því fólk þarf náttúrulega ekki að fara á sýninguna. Makar geta til dæmis skroppið til London daginn sem hún er eða skoðað sig um í Birmingham sem er afskaplega falleg borg. Það er samt ótrúlegt að fara á þessa sýningu og hún er mjög lífleg. Þetta er eins og karnival. Þar eru allar týpur og lyktin af gúmmíi umlykur allt," segir Gunnar. Bókað er í ferðina á heimasíðu Iceland Express. Nánari upplýsingar veitir Fyrsta flugs félagið í símum 561 6112 og 663 5800.
Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira