Hærri laun í malbikinu 9. nóvember 2004 00:01 Kennaraverkfallið raskar ekki aðeins námi grunnskólanemenda heldur líka útskriftarnemenda Kennaraháskóla Íslands sem undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera að búa sig undir framtíðarstarfið með æfingakennslu í skólunum. Einn þeirra er Ingimar Bjarnason. "Við áttum að byrja í starfsþjálfun fyrir þremur vikum en það færist allt til og við fáum enga kennslu í staðinn," segir hann en kveðst nota tímann í verkefnavinnu eins og margir aðrir. Aðspurður hefur hann engar sérstakar áhyggjur af því að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að sækja bætt kjör með verkföllum. Hann fór í kennaranámið af áhuga fyrir starfinu en því hafði hann kynnst er hann sinnti afleysingastarfi við Setbergsskóla í Hafnarfirði í tvo vetur og að sjálfsögðu styður hann kennara í baráttunni. "Ég hef hærri laun í malbikinu á sumrin. Kennarastarfið er hins vegar skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi. Maður er alltaf að takast á við eitthvað nýtt á hverjum degi. En ég kem ekkert síður þreyttur heim eftir dag í kennslu en dag í malbiki." Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Kennaraverkfallið raskar ekki aðeins námi grunnskólanemenda heldur líka útskriftarnemenda Kennaraháskóla Íslands sem undir venjulegum kringumstæðum ættu að vera að búa sig undir framtíðarstarfið með æfingakennslu í skólunum. Einn þeirra er Ingimar Bjarnason. "Við áttum að byrja í starfsþjálfun fyrir þremur vikum en það færist allt til og við fáum enga kennslu í staðinn," segir hann en kveðst nota tímann í verkefnavinnu eins og margir aðrir. Aðspurður hefur hann engar sérstakar áhyggjur af því að ganga inn í stétt sem stöðugt þarf að sækja bætt kjör með verkföllum. Hann fór í kennaranámið af áhuga fyrir starfinu en því hafði hann kynnst er hann sinnti afleysingastarfi við Setbergsskóla í Hafnarfirði í tvo vetur og að sjálfsögðu styður hann kennara í baráttunni. "Ég hef hærri laun í malbikinu á sumrin. Kennarastarfið er hins vegar skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi. Maður er alltaf að takast á við eitthvað nýtt á hverjum degi. En ég kem ekkert síður þreyttur heim eftir dag í kennslu en dag í malbiki."
Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira