Hrafnhildur og hárfetisminn 11. nóvember 2004 00:01 Hrafnhildur Arnardóttir hefur undafarin ár búið í New York þar sem hún starfar sem myndlistarkona. Hún setur upp verk á Kjarvalstöðum en svo heldur hún út þar sem fjöldi verkefna bíður. Hrafnhildur hefur m.a. verið að fást við fatahönnun og nú síðast sá hún um allt útlit Bjarkar fyrir gerð koversins á Medúllu-plötunni. Í Fókus, sem fylgir DV í dag, er viðtal við Hrafnhildi. "Ég sýndi fyrst útgáfu af þessu verki á einkasýningu sem ég hélt í AMT Gallery í New York í fyrra. Öll verkin á þeirri sýningu voru innblásin af þráhyggju minni í sambandi við hár og ég er hægt og rólega að gera mér grein fyrir því að hár sé einhver pervertismi hjá mér." "Ég hef ótrúlegan áhuga á því sem vex á fólki, þetta er mjög áhugavert en á sama tíma svolítið creepy. Mér finnst mjög gaman að vinna með hár út frá þessum tveimur elementum, verkið er bæði mjög skrautkennt en líka svolítið eins og martröð," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona um verk sitt á nýrri sýningu sem opnuð verður á Kjarvalstöðum á morgun. Alls eiga 19 listmenn verk á sýnginunni, þrettán innlendir og sex erlendir, en verkin fjalla á fjölbreyttan hátt um textíl um leið og þau varpa ljósi á nýjar og spennandi hliðar hugtaksins. Í Fókus, sem fylgir DV í dag, má lesa viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni, auk fjölda annarra greina og skemmtilegheita. Fyrir þá sem vilja kynna sér verk Hrafnhildar enn nánar er bara um að gera að mæta á sýninguna á Kjarvalstöðum og svo má skoða heimasíðu hennar á slóðinni www.shoplifter.us. Menning Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hrafnhildur Arnardóttir hefur undafarin ár búið í New York þar sem hún starfar sem myndlistarkona. Hún setur upp verk á Kjarvalstöðum en svo heldur hún út þar sem fjöldi verkefna bíður. Hrafnhildur hefur m.a. verið að fást við fatahönnun og nú síðast sá hún um allt útlit Bjarkar fyrir gerð koversins á Medúllu-plötunni. Í Fókus, sem fylgir DV í dag, er viðtal við Hrafnhildi. "Ég sýndi fyrst útgáfu af þessu verki á einkasýningu sem ég hélt í AMT Gallery í New York í fyrra. Öll verkin á þeirri sýningu voru innblásin af þráhyggju minni í sambandi við hár og ég er hægt og rólega að gera mér grein fyrir því að hár sé einhver pervertismi hjá mér." "Ég hef ótrúlegan áhuga á því sem vex á fólki, þetta er mjög áhugavert en á sama tíma svolítið creepy. Mér finnst mjög gaman að vinna með hár út frá þessum tveimur elementum, verkið er bæði mjög skrautkennt en líka svolítið eins og martröð," segir Hrafnhildur Arnardóttir myndlistarkona um verk sitt á nýrri sýningu sem opnuð verður á Kjarvalstöðum á morgun. Alls eiga 19 listmenn verk á sýnginunni, þrettán innlendir og sex erlendir, en verkin fjalla á fjölbreyttan hátt um textíl um leið og þau varpa ljósi á nýjar og spennandi hliðar hugtaksins. Í Fókus, sem fylgir DV í dag, má lesa viðtalið við Hrafnhildi í heild sinni, auk fjölda annarra greina og skemmtilegheita. Fyrir þá sem vilja kynna sér verk Hrafnhildar enn nánar er bara um að gera að mæta á sýninguna á Kjarvalstöðum og svo má skoða heimasíðu hennar á slóðinni www.shoplifter.us.
Menning Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp