Guðrún, Ólína, Dagur og Siggi 12. nóvember 2004 00:01 Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur og hinn sögufrægi barnakennari Herdís Egilsdóttir. Einhverjir fleiri eiga sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp, en þess má geta að bæði Ólína og Guðrún Helgadóttir voru borgarfulltrúar í Reykjavík á sínum tíma. Það er nóg til að tala um í þættinum. Vitaskuld kreppuna í borgarstjórninni í Reykjavík og ráðningu Steinunnar Valdísar, olíumálin, forsögu þeirra og afleiðingar, lögin á kennaraverkfallið, beiðni Bobby Fischers um hæli á Íslandi, skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, tillögu um að skipta um þjóðsöng á Íslandi og væntanlega eitthvað fleira. *Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endurtekin undir miðnætti sama kvöld, en einnig má skoða hann hér á vefTívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun
Meðal gesta í Silfri Egils á Stöð 2 á sunnudaginn eru Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður, Ólína Þorvarðardóttir, skólameistari Menntaskólans á Ísafirði, Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi, Sigurður Kári Kristjánsson alþingismaður, Árni Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, Ólafur Hannibalsson blaðamaður, Ágúst Borgþór Sverrisson rithöfundur og hinn sögufrægi barnakennari Herdís Egilsdóttir. Einhverjir fleiri eiga sjálfsagt eftir að bætast í þennan hóp, en þess má geta að bæði Ólína og Guðrún Helgadóttir voru borgarfulltrúar í Reykjavík á sínum tíma. Það er nóg til að tala um í þættinum. Vitaskuld kreppuna í borgarstjórninni í Reykjavík og ráðningu Steinunnar Valdísar, olíumálin, forsögu þeirra og afleiðingar, lögin á kennaraverkfallið, beiðni Bobby Fischers um hæli á Íslandi, skoðanakannanir um fylgi stjórnmálaflokkanna, tillögu um að skipta um þjóðsöng á Íslandi og væntanlega eitthvað fleira. *Þátturinn er í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan 12 á hádegi á sunnudag. Hann er svo endurtekin undir miðnætti sama kvöld, en einnig má skoða hann hér á vefTívíinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun