Fyrir stórfjölskylduna 12. nóvember 2004 00:01 Fyrir ekki svo mörgum árum þótti ekki tiltökumál að hrúga 4-5 börnum í aftursæti bíla, halda svo jafnvel á einu, og bílbelti - þau voru ekki fyrir venjulegt fólk. Í dag hafa tímarnir svo sannarlega breyst. Hinn almenni neytandi gerir miklar kröfur um að öryggi farþega í bílum sé sem mest, og það hefur að sjálfsögðu kallað á stærri bíla, þar sem hver og einn farþegi hefur gott pláss og er tryggilega festur í bílbelti. Svokallaðir fjölnotabílar eru hluti af þessari þróun. Stórir bílar með örugg sæti fyrir marga farþega. Það er örugglega markaður fyrir þessa bíla hér á landi því þó að fólk eignist færri börn en áður hefur samsettum fjölskyldum fjölgað. Samanlagður fjöldi barna í fjölskyldu er kannski fjögur eða fimm og þá dugar enginn venjulegur bíll til. Mitsubishi Grandis er einn þeirra bíla sem svara þessari þróun. Hann er sjö manna, stór og mikill. Farangursrýmið er ekki upp á marga fiska þegar öll sætin eru í notkun en það stækkar til mikilla muna þegar aftasta sætaröðin hefur verið lögð niður. Mjög gott er að setjast upp í Grandisinn, sætin eru afar þægileg og bíllinn er mjög lipur þrátt fyrir stærðina. Útsýnið er líka gott úr bílnum vegna þess hversu hátt er setið. Hann er óneitanlega mjög stór, fyrst þegar litið er í baksýnisspegilinn fær maður hálfgert áfall, bíllinn er svo langur. Það venst hins vegar furðu fljótt og ýmislegt er gert til að gera manni akstur á þessu stóra farartæki þægilegri. Hliðarspeglarnir eru til dæmis mjög stórir og hjálpa ökumanni við aksturinn. Bíllinn hefur "blöðrulag" eins og algengt er með stærri fjölnota bíla. Þetta þýðir að langt er frá ökumanni og fram í rúðu en einnig að ökumaður sér ekki framenda bílsins, sem hlýtur að teljast galli. Vélin í Grandisnum er 2,4 lítra 165 hestafla bensínvél. Bíllinn er afar kraftmikill, sjálfskiptur með möguleika á beinskiptingu, mjög þægilegur í akstri innanbæjar og eins og klettur á vegi þegar lengra er ekið. Reyndar er staðsetningin á skiptistönginni nokkuð furðuleg, hægra megin í mælaborðinu, þar að auki hreyfist gírinn til vinstri og hægri, ekki bara upp og niður. Þetta venst þó fljótt. Bíllinn eyðir 13 á hundraði í innanbæjarakstri, segir á heimasíðu innflytjanda, en hann virðist þó eyða meira í hinu dæmigerða skaki á milli húsa í Reykjavík.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm Bílar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Fyrir ekki svo mörgum árum þótti ekki tiltökumál að hrúga 4-5 börnum í aftursæti bíla, halda svo jafnvel á einu, og bílbelti - þau voru ekki fyrir venjulegt fólk. Í dag hafa tímarnir svo sannarlega breyst. Hinn almenni neytandi gerir miklar kröfur um að öryggi farþega í bílum sé sem mest, og það hefur að sjálfsögðu kallað á stærri bíla, þar sem hver og einn farþegi hefur gott pláss og er tryggilega festur í bílbelti. Svokallaðir fjölnotabílar eru hluti af þessari þróun. Stórir bílar með örugg sæti fyrir marga farþega. Það er örugglega markaður fyrir þessa bíla hér á landi því þó að fólk eignist færri börn en áður hefur samsettum fjölskyldum fjölgað. Samanlagður fjöldi barna í fjölskyldu er kannski fjögur eða fimm og þá dugar enginn venjulegur bíll til. Mitsubishi Grandis er einn þeirra bíla sem svara þessari þróun. Hann er sjö manna, stór og mikill. Farangursrýmið er ekki upp á marga fiska þegar öll sætin eru í notkun en það stækkar til mikilla muna þegar aftasta sætaröðin hefur verið lögð niður. Mjög gott er að setjast upp í Grandisinn, sætin eru afar þægileg og bíllinn er mjög lipur þrátt fyrir stærðina. Útsýnið er líka gott úr bílnum vegna þess hversu hátt er setið. Hann er óneitanlega mjög stór, fyrst þegar litið er í baksýnisspegilinn fær maður hálfgert áfall, bíllinn er svo langur. Það venst hins vegar furðu fljótt og ýmislegt er gert til að gera manni akstur á þessu stóra farartæki þægilegri. Hliðarspeglarnir eru til dæmis mjög stórir og hjálpa ökumanni við aksturinn. Bíllinn hefur "blöðrulag" eins og algengt er með stærri fjölnota bíla. Þetta þýðir að langt er frá ökumanni og fram í rúðu en einnig að ökumaður sér ekki framenda bílsins, sem hlýtur að teljast galli. Vélin í Grandisnum er 2,4 lítra 165 hestafla bensínvél. Bíllinn er afar kraftmikill, sjálfskiptur með möguleika á beinskiptingu, mjög þægilegur í akstri innanbæjar og eins og klettur á vegi þegar lengra er ekið. Reyndar er staðsetningin á skiptistönginni nokkuð furðuleg, hægra megin í mælaborðinu, þar að auki hreyfist gírinn til vinstri og hægri, ekki bara upp og niður. Þetta venst þó fljótt. Bíllinn eyðir 13 á hundraði í innanbæjarakstri, segir á heimasíðu innflytjanda, en hann virðist þó eyða meira í hinu dæmigerða skaki á milli húsa í Reykjavík.Mynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/VilhelmMynd/Vilhelm
Bílar Mest lesið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni „kkk“ í klukku vekur lukku: „Hafa menn ekki meira kjöt á beinunum?“ Lífið Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hefur engan áhuga á góðlátlegum orðum Watson Lífið Play-liðar minnast góðu tímanna Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira