Hrár og öflugur jeppi 16. nóvember 2004 00:01 Nú gefst tækifæri hér á landi til að eignast Tomcat jeppa sem eru sérsmíðaðir jeppar á Land Rover grunni eftir óskum kaupandans. Tomcat jeppinn varð til þegar þeir Andrew og Mark Browler í Bretlandi voru að fikta við að útbúa jeppa fyrir akstursíþróttir og úr varð að þeir stofnuðu fyrirtæki sem framleiðir Tomcat jeppann. Um 700 slíkir bílar eru til í Bretlandi og er um helmingur þeirra nýttur sem einkabílar. Í grunninn eru þetta keppnisbílar en um leið léttir og öruggir. Innflytjendur jeppans á Íslandi segja hann henta vel til keppni hér á landi en einnig í jökla- og fjallaferðir. Hver og einn getur haft bílinn eins og hann vill því hann er settur saman og sérsmíðaður eftir pöntun, en grunnhugmyndin er hrár öflugur jeppi. Val er um ýmsar vélar og vélastærðir eða frá 2,5 - 2,8 túrbó dísil með millikæli. Einnig 3,5 - 5,2 l V8 bensín. Þá fást Tomcat jepparnir einnig án vélar og kassa fyrir þá sem hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig gera eigi hlutina. Fjölmargir valmöguleikar á uppsetningu fjöðrunar gera Tomcat jeppann fjölhæfan og hentugan til notkunar við flestar aðstæður. Þannig getur jafnvel sami Tomcat jeppinn verið jöklatryllir á veturna og ósvikinn drullumallari eða jafnvel rallíbíll á sumrin. Allmargir þessara bíla eru notaðir daglega í almennri umferð og þykja hvort tveggja sprækir og hafa framúrskarandi aksturseiginleika. Þeir séu þannig í reynd fjölhæfir sportbílar fyrir allar árstíðir. Hver einstakur Tomcat jeppi er settur upp fyrir kaupandann með tilliti til fyrirhugaðrar notkunar. Rekstraröryggi er tryggt með varahlutaþjónustu B&L en allir véla-, drif- og stýrishlutar eru upprunalegir Land Rover íhlutir. Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Nú gefst tækifæri hér á landi til að eignast Tomcat jeppa sem eru sérsmíðaðir jeppar á Land Rover grunni eftir óskum kaupandans. Tomcat jeppinn varð til þegar þeir Andrew og Mark Browler í Bretlandi voru að fikta við að útbúa jeppa fyrir akstursíþróttir og úr varð að þeir stofnuðu fyrirtæki sem framleiðir Tomcat jeppann. Um 700 slíkir bílar eru til í Bretlandi og er um helmingur þeirra nýttur sem einkabílar. Í grunninn eru þetta keppnisbílar en um leið léttir og öruggir. Innflytjendur jeppans á Íslandi segja hann henta vel til keppni hér á landi en einnig í jökla- og fjallaferðir. Hver og einn getur haft bílinn eins og hann vill því hann er settur saman og sérsmíðaður eftir pöntun, en grunnhugmyndin er hrár öflugur jeppi. Val er um ýmsar vélar og vélastærðir eða frá 2,5 - 2,8 túrbó dísil með millikæli. Einnig 3,5 - 5,2 l V8 bensín. Þá fást Tomcat jepparnir einnig án vélar og kassa fyrir þá sem hafa sínar eigin hugmyndir um hvernig gera eigi hlutina. Fjölmargir valmöguleikar á uppsetningu fjöðrunar gera Tomcat jeppann fjölhæfan og hentugan til notkunar við flestar aðstæður. Þannig getur jafnvel sami Tomcat jeppinn verið jöklatryllir á veturna og ósvikinn drullumallari eða jafnvel rallíbíll á sumrin. Allmargir þessara bíla eru notaðir daglega í almennri umferð og þykja hvort tveggja sprækir og hafa framúrskarandi aksturseiginleika. Þeir séu þannig í reynd fjölhæfir sportbílar fyrir allar árstíðir. Hver einstakur Tomcat jeppi er settur upp fyrir kaupandann með tilliti til fyrirhugaðrar notkunar. Rekstraröryggi er tryggt með varahlutaþjónustu B&L en allir véla-, drif- og stýrishlutar eru upprunalegir Land Rover íhlutir.
Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira