Sverðfiskur og karríkássur 18. nóvember 2004 00:01 Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli. Matur Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Ég hef frekar svona "low life"-smekk þegar kemur að mat," segir Erling Klingenberg listamaður, "og er heldur ekkert sérstakur kokkur. Ég er hins vegar fínn hjálparkokkur, duglegur að handlanga og skera grænmeti að ég tali ekki um uppvaskið. Þar er ég á heimavelli."Erling eldar oft baunabrauð þó honum hafi verið strítt á því á námsárunum. Erling var í námi í Kanada og Þýskalandi og þar var hlegið að honum fyrir fábreytt mataræði. "Ég eldaði gjarnan hið stórgóða baunabrauð, sem dóttir mín kallar kúrekabrauð, þetta sem er bakað eða grillað í ofni með bökuðum baunum, osti og svörtum pipar. Þetta finnst mér reyndar prýðismatur. Annað sem ég féll fyrir í Frankfurt var réttur sem vinir mínir kölluðu "Goethes favorite" og var einhverskonar jógúrtgrautur með kryddjurtum, alveg frábær. Ég kann bara ekki uppskriftina og auglýsi hér með eftir henni ef einhver býr svo vel." Erling segist hafa forframast heilmikið meðan hann var í námi í útlöndum og lærði til dæmis að borða mosarellaost með tómötum sem honum finnst unaðslegur réttur. "Í Kanada bjó ég í Halifax og þar var ég í látlausri humarveislu. Þar lærði ég líka að borða framandi rétti eins og steiktan sverðfisk sem er með því betra sem ég hef smakkað og skelfisk sem mér finnst núna ofboðslega góður. Annars er ég oftast sáttur við Spaghetti Bolognese sem ég er nokkuð góður í að elda sjálfur, og karrýkássur." Erling er nú með sýningu í Listasafni ASÍ sem hefur vakið mikla athygli.
Matur Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp