Breiðhyltingar fá sinn fisk 18. nóvember 2004 00:01 "Þetta er sama fiskbúð og er á Seltjarnarnesi. Það hefur gengið vel þar og því ákváðum við að færa út kvíarnar. Við ætlum að gefa okkur tíma í þessa nýju fiskbúð og auðvitað erum við með sama góða hráefnið á boðstólum og úti á Seltjarnarnesi," segir Þorkell Diego, starfsmaður fiskbúðarinnar Vegamóta sem var opnuð þann 25. október að Arnarbakka 4 til 6 í Breiðholti. "Rekstur fiskbúðar hér í Arnarbakkanum hefur aðeins dottið niður og fólk hefur næstum því afvanist fisknum. Síðan við opnuðum hefur fólk verið að láta sjá sig og þetta lítur ágætlega út þó við þurfum að sjálfsögðu að sýna þolinmæði," segir Þorkell en hann og sonur hans bjóða upp á eitthvað fyrir alla. "Það er ágætis blanda hér í hverfinu þar sem mikið af ungu fólki hefur flutt hingað á síðustu árum og margt fólk sem komið er til vits og ára hefur líka aðsetur hér og hefur sumt hvert búið hér alla ævi. Fiskréttirnir eru vinsælastir hjá okkur eins og til dæmis ýsa í karrí, sinnepssósu eða hvítlaukssósu, en tilbúnir réttir höfða frekar til yngra fólks. Fullorðið fólk er meira fyrir hefðbundna rétti og fær sér frekar heila ýsu eða stórlúðu." Í fiskbúðinni eru alltaf einhver tilboð í gangi og vill Þorkell minna fólk á að grípa gæsina þegar skötutíðin hefst. "Það verður heljarinnar veisla hér í kringum Þorláksmessu og bjóðum við upp á úrvalsskötu sem við fengum til dæmis verðlaun fyrir í fyrra. Við í fjölskyldunni erum líka Vestfirðingar og því ætti fólk að vita að við kunnum handbragðið." Matur Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þetta er sama fiskbúð og er á Seltjarnarnesi. Það hefur gengið vel þar og því ákváðum við að færa út kvíarnar. Við ætlum að gefa okkur tíma í þessa nýju fiskbúð og auðvitað erum við með sama góða hráefnið á boðstólum og úti á Seltjarnarnesi," segir Þorkell Diego, starfsmaður fiskbúðarinnar Vegamóta sem var opnuð þann 25. október að Arnarbakka 4 til 6 í Breiðholti. "Rekstur fiskbúðar hér í Arnarbakkanum hefur aðeins dottið niður og fólk hefur næstum því afvanist fisknum. Síðan við opnuðum hefur fólk verið að láta sjá sig og þetta lítur ágætlega út þó við þurfum að sjálfsögðu að sýna þolinmæði," segir Þorkell en hann og sonur hans bjóða upp á eitthvað fyrir alla. "Það er ágætis blanda hér í hverfinu þar sem mikið af ungu fólki hefur flutt hingað á síðustu árum og margt fólk sem komið er til vits og ára hefur líka aðsetur hér og hefur sumt hvert búið hér alla ævi. Fiskréttirnir eru vinsælastir hjá okkur eins og til dæmis ýsa í karrí, sinnepssósu eða hvítlaukssósu, en tilbúnir réttir höfða frekar til yngra fólks. Fullorðið fólk er meira fyrir hefðbundna rétti og fær sér frekar heila ýsu eða stórlúðu." Í fiskbúðinni eru alltaf einhver tilboð í gangi og vill Þorkell minna fólk á að grípa gæsina þegar skötutíðin hefst. "Það verður heljarinnar veisla hér í kringum Þorláksmessu og bjóðum við upp á úrvalsskötu sem við fengum til dæmis verðlaun fyrir í fyrra. Við í fjölskyldunni erum líka Vestfirðingar og því ætti fólk að vita að við kunnum handbragðið."
Matur Mest lesið Anora óvæntur sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af heimili Laufeyjar Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Hlýleg stemming og einstök matarupplifun Lífið samstarf Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Bíó og sjónvarp