Skemmtilegast á uppboðum 19. nóvember 2004 00:01 Jeppapartasala Þórðar á Tangarhöfða 2 er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson hefur starfað þar í átta ár og eignaðist fyrirtækið fyrir tveimur árum. Hann er mest einn að bardúsa en nýtur þó góðrar aðstoðar konu og sona. "Frúin er vakin og sofin yfir þessu og leysir mig af þegar með þarf og svo erum við að ala upp efnilega partasala," segir Björgvin hlæjandi. Björgvin sérhæfir sig í starfinu og kveðst aðallega versla með varahluti í japanska jeppa. "Ég er mest með í Nissan- og Suzuki- jeppana. Þetta hefur þróast út í það." En hvar fær hann þessa varahluti? "Ég kaupi bíla sem lenda í tjónum, ríf þá niður og sel úr þeim stykkin hvert og eitt," segir hann og kveðst ekki rétta boddýin en reyna að koma öðru í verð. Hann vill ekki gefa upp hvaða varahlutir séu vinsælastir! "Allt getur bilað en það er ekkert eitt stykki öðrum fremur," segir hann yfirvegaður. Hvað skyldi honum svo þykja skemmtilegast við þetta starf. "Ja, þetta er auðvitað eins og hver önnur vinna. Kannski er einna mest spennandi að fylgjast með uppboðunum, pæla í því sem þar er að finna og bjóða svo í, í kapp við aðra partasala. Því þótt við þekkjumst og bendum hver á annan ef við eigum ekki sjálfir það sem viðskiptavininn vantar þá yfirbjóðum við hvern annan óspart á uppboðunum." Samráð? "Nei," segir hann hlæjandi. "Hjá okkur er ekki um neitt ólöglegt samráð að ræða." Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Jeppapartasala Þórðar á Tangarhöfða 2 er rúmlega tuttugu ára gamalt fyrirtæki. Björgvin Guðmundsson hefur starfað þar í átta ár og eignaðist fyrirtækið fyrir tveimur árum. Hann er mest einn að bardúsa en nýtur þó góðrar aðstoðar konu og sona. "Frúin er vakin og sofin yfir þessu og leysir mig af þegar með þarf og svo erum við að ala upp efnilega partasala," segir Björgvin hlæjandi. Björgvin sérhæfir sig í starfinu og kveðst aðallega versla með varahluti í japanska jeppa. "Ég er mest með í Nissan- og Suzuki- jeppana. Þetta hefur þróast út í það." En hvar fær hann þessa varahluti? "Ég kaupi bíla sem lenda í tjónum, ríf þá niður og sel úr þeim stykkin hvert og eitt," segir hann og kveðst ekki rétta boddýin en reyna að koma öðru í verð. Hann vill ekki gefa upp hvaða varahlutir séu vinsælastir! "Allt getur bilað en það er ekkert eitt stykki öðrum fremur," segir hann yfirvegaður. Hvað skyldi honum svo þykja skemmtilegast við þetta starf. "Ja, þetta er auðvitað eins og hver önnur vinna. Kannski er einna mest spennandi að fylgjast með uppboðunum, pæla í því sem þar er að finna og bjóða svo í, í kapp við aðra partasala. Því þótt við þekkjumst og bendum hver á annan ef við eigum ekki sjálfir það sem viðskiptavininn vantar þá yfirbjóðum við hvern annan óspart á uppboðunum." Samráð? "Nei," segir hann hlæjandi. "Hjá okkur er ekki um neitt ólöglegt samráð að ræða."
Bílar Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning