Gæsabringa með kirsuberjum 25. nóvember 2004 00:01 Nú síðustu ár hefur fólk gerst frakkara við að reyna nýjungar í eldamennsku á villibráð. Matgæðingar eru sammála um að bringurnar séu besti hlutinn af gæsinni og í stað þess að heilsteikja fugla eins og áður tíðkaðist er nú æ algengara að bringurnar séu það eina af fuglinum sem nýtt er. Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Óðinsvéum, gefur hér uppskrift að steiktri heiðagæsabringu með seljurótarmauki, sultuðum kirsuberjum og brúnkáli. Heiðagæsabringurnar eru steiktar í ólífuolíu á pönnu ásamt timjani og hvítlauk. Þegar búið er að brúna bringuna á báðum hliðum er smjörinu bætt á pönnuna og því ausið yfir gæsina. Bringurnar eru svo settar inn í ofn á 150 gráðu hita í 5 mínútur. Gæsin er því næst látin standa í um 10 mínútur til að jafna sig. Þá er hún skorin í þunnar sneiðar og krydduð með sjávarsalti og svörtum pipar Brúnkálið er lagað með því að skera hvítkál í þunnar sneiðar. Sykur er því næst karamellaður í potti hægt og rólega. Hvítkálinu ásamt sérrí er hellt út í þegar karamellan er orðin gullinbrún og allt er soðið saman í 45 mínútur. Eftir það er smjörinu bætt út í og látið sjóða í 10 mínútur, smakkað til með salti, hvítum pipar og sítrónusafa. Graslaukurinn skorinn smátt og settur út í. Sultuð kirsuberin eru útbúin með því að sjóða allt soðið saman í potti í um það bil 30 mínútur og smakkað til með salti og meiri sykri ef þurfa þykir. Til þess að gera seljurótarmúsina þarf að flysja seljurótina og skera í smáa teninga. Teningarnir eru settir í pott og rjómanum hellt yfir. Suðan er látin koma rólega upp og þetta látið sjóða þar til seljurótin er orðinn mjúk í gegn. Þá er vökvanum hellt af, rótin maukuð í matvinnsluvél og smökkuð til með salti. Uppskriftir: Heiðagæsabringur: 4 stk. heiðagæsabringur um 170 g stykkið 100 g smjör 4 geirar hvítlaukur 8 greinar timjan ólífuolía Brúnkál 1/2 haus hvítkál 200 g sykur 150 g smjör 100 ml sérrí Salt og pipar Graslaukur sítrónusafi salt og pipar Sultuð kirsuber 100 g kirsuber frosin 70 g sykur 2 msk. portvín Salt Seljurótarmús seljurót 1/2 lítri rjómi salt Gæs Uppskriftir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Nú síðustu ár hefur fólk gerst frakkara við að reyna nýjungar í eldamennsku á villibráð. Matgæðingar eru sammála um að bringurnar séu besti hlutinn af gæsinni og í stað þess að heilsteikja fugla eins og áður tíðkaðist er nú æ algengara að bringurnar séu það eina af fuglinum sem nýtt er. Eyþór Rúnarsson, yfirmatreiðslumaður á Óðinsvéum, gefur hér uppskrift að steiktri heiðagæsabringu með seljurótarmauki, sultuðum kirsuberjum og brúnkáli. Heiðagæsabringurnar eru steiktar í ólífuolíu á pönnu ásamt timjani og hvítlauk. Þegar búið er að brúna bringuna á báðum hliðum er smjörinu bætt á pönnuna og því ausið yfir gæsina. Bringurnar eru svo settar inn í ofn á 150 gráðu hita í 5 mínútur. Gæsin er því næst látin standa í um 10 mínútur til að jafna sig. Þá er hún skorin í þunnar sneiðar og krydduð með sjávarsalti og svörtum pipar Brúnkálið er lagað með því að skera hvítkál í þunnar sneiðar. Sykur er því næst karamellaður í potti hægt og rólega. Hvítkálinu ásamt sérrí er hellt út í þegar karamellan er orðin gullinbrún og allt er soðið saman í 45 mínútur. Eftir það er smjörinu bætt út í og látið sjóða í 10 mínútur, smakkað til með salti, hvítum pipar og sítrónusafa. Graslaukurinn skorinn smátt og settur út í. Sultuð kirsuberin eru útbúin með því að sjóða allt soðið saman í potti í um það bil 30 mínútur og smakkað til með salti og meiri sykri ef þurfa þykir. Til þess að gera seljurótarmúsina þarf að flysja seljurótina og skera í smáa teninga. Teningarnir eru settir í pott og rjómanum hellt yfir. Suðan er látin koma rólega upp og þetta látið sjóða þar til seljurótin er orðinn mjúk í gegn. Þá er vökvanum hellt af, rótin maukuð í matvinnsluvél og smökkuð til með salti. Uppskriftir: Heiðagæsabringur: 4 stk. heiðagæsabringur um 170 g stykkið 100 g smjör 4 geirar hvítlaukur 8 greinar timjan ólífuolía Brúnkál 1/2 haus hvítkál 200 g sykur 150 g smjör 100 ml sérrí Salt og pipar Graslaukur sítrónusafi salt og pipar Sultuð kirsuber 100 g kirsuber frosin 70 g sykur 2 msk. portvín Salt Seljurótarmús seljurót 1/2 lítri rjómi salt
Gæs Uppskriftir Mest lesið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ Bíó og sjónvarp Höfundur Kaupalkabókanna látinn Lífið Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Lífið Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira