Skattar hækka og lækka 2. desember 2004 00:01 Varla var fjármálaráðherrann búinn að sleppa orðinu um helgina um að skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar hefðu eiginlega verið þöguð í hel, þegar hann lagði fram frumvarp á mánudagskvöld um hækkun á gjald af áfengi og tóbaki . Samkvæmt því á að hækka áfengisgjald og tóbaksgjald um 7 af hundraði og það mun hafa í för með sér að smásöluverð á sterku víni hækkar um 5,6 prósent og tóbak mun hækka um 3,7 prósent í smásölu að jafnaði. Þetta frumvarp var lagt fram um leið og Vínbúðum var lokað á mánudag og það var orðið að lögum á þriðjudagsmorgun þegar þær voru opnaðar að nýju. Geir Haarde fjármálaráðherra sagði þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði að þessar hækkanir væru í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Gjaldið á sterkt áfengi og tóbak hefur ekki hækkað frá því í nóvember 2002. Það á að skila ríkissjóði 340 milljónum króna í tekjur á næsta ári. Það er athyglisvert að áfengisgjald á létt vín og bjór hækkar ekki að þessu sinni, og er það í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að stýra neyslunni yfir í þessar tegundir áfengis. Stjórnarandstaðan á Alþingi klofnaði í afstöðu sinni til frumvarpsins við afgreiðslu þess á mánudagskvöld. Fulltrúi Vinstri grænna í efnahags- og viðskiptanefnd greiddi atkvæði með stjórnarflokkunum þótt um væri að ræða skattahækkun. Gera má ráð fyrir að þar hafi Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður verið að greiða atkvæði með þessari hækkun til þess að sporna við reykingum og neyslu sterks áfengis. Fulltrúar Samfylkingarinnar lýstu sig hins vegar mótfallna frumvarpinu, enda væri hér á ferðinni skattahækkun sem hefði í för með sér hækkun neysluvísitölunnar og þar með myndu skuldir landsmanna hækka um fast að einum milljarði króna. Þá benti Samfylkingin líka á tvö önnur skattahækkunarfrumvörp sem voru til umræðu á mánudaginn; um aukatekjur ríkissjóðs og hækkun bifreiðagjalds og aðrar hækanir sem ríkisstjórnin samþykkti á síðasta ári. Samtals má meta allar þessar hækkanir í ár og í fyrra á allt að fimm miljarða króna að mati Samfylkingarinnar. Það er hærri upphæð en sem nemur boðuðum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar á næsta ári, segir formaður Samfylkingarinnar. Ekki verður framhjá því litið að á sama tíma og stjórnarandstaðan gagnrýnir skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar standa bæði fullltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna að hækkun útsvars og fastaeignagjalda á Reykvíkinga. Þá var einnig ætlun Reykjavíkurlistans að hækka leikskólagjöld, en það mál er enn í biðstöðu. Annars vegar er því verið að lækka tekjuskatt og eignarskatt á vegum ríkisins á sumum þjóðfélagshópum en hins vegar hækka álögur á íbúa stærsta sveitarfélags landsins. Spurningin er þá hvort sumir skattgreiðendur eru ekki í nákvæmlega sömu sporum fyrir og eftir lækkun ríksins og hækkun Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Varla var fjármálaráðherrann búinn að sleppa orðinu um helgina um að skattafrumvörp ríkisstjórnarinnar hefðu eiginlega verið þöguð í hel, þegar hann lagði fram frumvarp á mánudagskvöld um hækkun á gjald af áfengi og tóbaki . Samkvæmt því á að hækka áfengisgjald og tóbaksgjald um 7 af hundraði og það mun hafa í för með sér að smásöluverð á sterku víni hækkar um 5,6 prósent og tóbak mun hækka um 3,7 prósent í smásölu að jafnaði. Þetta frumvarp var lagt fram um leið og Vínbúðum var lokað á mánudag og það var orðið að lögum á þriðjudagsmorgun þegar þær voru opnaðar að nýju. Geir Haarde fjármálaráðherra sagði þegar hann fylgdi frumvarpinu úr hlaði að þessar hækkanir væru í samræmi við forsendur fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár. Gjaldið á sterkt áfengi og tóbak hefur ekki hækkað frá því í nóvember 2002. Það á að skila ríkissjóði 340 milljónum króna í tekjur á næsta ári. Það er athyglisvert að áfengisgjald á létt vín og bjór hækkar ekki að þessu sinni, og er það í samræmi við þá stefnu stjórnvalda að stýra neyslunni yfir í þessar tegundir áfengis. Stjórnarandstaðan á Alþingi klofnaði í afstöðu sinni til frumvarpsins við afgreiðslu þess á mánudagskvöld. Fulltrúi Vinstri grænna í efnahags- og viðskiptanefnd greiddi atkvæði með stjórnarflokkunum þótt um væri að ræða skattahækkun. Gera má ráð fyrir að þar hafi Álfheiður Ingadóttir varaþingmaður verið að greiða atkvæði með þessari hækkun til þess að sporna við reykingum og neyslu sterks áfengis. Fulltrúar Samfylkingarinnar lýstu sig hins vegar mótfallna frumvarpinu, enda væri hér á ferðinni skattahækkun sem hefði í för með sér hækkun neysluvísitölunnar og þar með myndu skuldir landsmanna hækka um fast að einum milljarði króna. Þá benti Samfylkingin líka á tvö önnur skattahækkunarfrumvörp sem voru til umræðu á mánudaginn; um aukatekjur ríkissjóðs og hækkun bifreiðagjalds og aðrar hækanir sem ríkisstjórnin samþykkti á síðasta ári. Samtals má meta allar þessar hækkanir í ár og í fyrra á allt að fimm miljarða króna að mati Samfylkingarinnar. Það er hærri upphæð en sem nemur boðuðum skattalækkunum ríkisstjórnarinnar á næsta ári, segir formaður Samfylkingarinnar. Ekki verður framhjá því litið að á sama tíma og stjórnarandstaðan gagnrýnir skattalækkunartillögur ríkisstjórnarinnar standa bæði fullltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna að hækkun útsvars og fastaeignagjalda á Reykvíkinga. Þá var einnig ætlun Reykjavíkurlistans að hækka leikskólagjöld, en það mál er enn í biðstöðu. Annars vegar er því verið að lækka tekjuskatt og eignarskatt á vegum ríkisins á sumum þjóðfélagshópum en hins vegar hækka álögur á íbúa stærsta sveitarfélags landsins. Spurningin er þá hvort sumir skattgreiðendur eru ekki í nákvæmlega sömu sporum fyrir og eftir lækkun ríksins og hækkun Reykjavíkurborgar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun