Flugvöllurinn er ekki lestarstöð 15. desember 2004 00:01 Merkilegar svona tuggur sem hver étur upp eftir öðrum þangað til þær fara að líkjast viðteknum sannindum. Eitt af því sem maður les í hverri Morgunblaðsgreininni á fætur annarri er að Reykjavíkurflugvöllur sé í raun járnbrautarstöð. Þetta hljómar meira að segja nokkuð sannfærandi - þangað til maður leggur það á sig að hugsa málið. Þær járnbrautarstöðvar sem ég hef þekkt erlendis þjóna flestar nærsveitum borga, úthverfum og útborgum. Það verður ekki sagt um Reykjavíkurflugvöll. Hér eru það bifreiðar sem aka í allar áttir frá borginni - alveg upp í mörg hundruð kílómetra radíus. Eins og stendur þjónar flugvöllurinn einungis fjórum stöðum á landinu. Hann flytur opinbera starfsmenn til og frá Akureyri; verkamenn við Kárahnjúka um Egilsstaði og hann er uppbót á samgönguleysið til Vestmannaeyja. Allt er þetta breytingum undirorpið. Löngu tímabær hálendisvegur til Akureyrar myndi örugglega fækka flugferðum þangað; Kárahnjúkaframkvæmdunum slotar eftir sirka tvö ár; nú er einmitt verið að ræða um tíðari og greiðari siglingar til Vestmannaeyja. Verðið á farmiðum í fluginu líkist heldur ekki því sem tíðkast í lestum í Evrópu. Það er ódýrara að fara til Lundúna en Egilsstaða. Þeir sem þurfa að borga miðana sína sjálfir nota helst ekki flugið. Eitt enn: Eru ekki innanlandsflugvellir í erlendum borgum? Ekki veit ég betur. Teljast þeir þá líka vera ígildi járnbrautarstöðva? --- --- --- Þegar tvöföldun Reykjanesbrautarinnar lýkur verður hægt að aka á hálftíma til Keflavíkurflugvallar. Það hlýtur að vera eðlilegt að miða við að hraðinn verði 120 kílómetrar. Annars hefur mér raunar litist vel á hugmynd Ágústs Einarssonar um lítinn og snotran flugvöll á Álftanesi. Líklega stendur hrepparígur þó gegn því - sú staðreynd að á þessu litla höfuðborgarsvæði eru sjö sveitarfélög. Það er allavega engin ástæða til að í miðri Reykjavík sé flugstöð sem hefur status millilandaflugvallar. Þekkið þið einhverja járnbrautarstöð sem tekur svona mikið pláss frá byggðinni? --- --- --- Þorleifur Hauksson, einn af hatursmönnum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Reykjavíkurakademíunni, skrifar í Kistuna og gerir að umtalsefni vangaveltur Hannesar um Atómstöðina. Þetta segir Þorleifur í niðurlagi greinar sinnar: "Sjálfsagt er að Hannes nýti sér tjáningarfrelsi sitt, en það verður ekki séð af lestri fyrri bókarinnar og því sem ég hef séð af þeirri seinni að hann hafi neitt nýtt fram að færa um viðfangsefnið, þ.e.a.s. Halldór og verk hans, fyrir utan leiðréttingar á stöku dagsetningum og staðsetningum og annan sparðatíning. "Uppgötvanir" á borð við þessa meintu tékknesku fyrirmynd Atómstöðvarinnar breyta ekki þeirri mynd." Þorleifur er semsagt ekki búinn að lesa bókina - en hann þykist skynja að Hannes hefur ekkert fram að færa um viðfangsefnið. Hann er eins og veitingahúsgagnrýnandi sem viðurkennir að hafa ekki borðað á staðnum sem hann fjallar um - heldur veit bara að maturinn þar er vondur. Svo er líka kúnstugt að þurfi að taka fram að Hannes megi "nýta sér tjáningafrelsi sitt". Var það einhvern tíma álitamál? --- --- --- Við Kári eigum agnarlitla kirkju sem við keyptum í Grikklandi, eftirlíkingu af dómkirkjunni á eyjunni Syros. Í morgun vorum við að skoða kirkjuna og þá sagði Kári: "Jesúbarnið á heima í þessari kirkju. Það er sofandi hjá mömmu sinni. Þú mátt ekki vekja það." Við pössuðum okkur á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Merkilegar svona tuggur sem hver étur upp eftir öðrum þangað til þær fara að líkjast viðteknum sannindum. Eitt af því sem maður les í hverri Morgunblaðsgreininni á fætur annarri er að Reykjavíkurflugvöllur sé í raun járnbrautarstöð. Þetta hljómar meira að segja nokkuð sannfærandi - þangað til maður leggur það á sig að hugsa málið. Þær járnbrautarstöðvar sem ég hef þekkt erlendis þjóna flestar nærsveitum borga, úthverfum og útborgum. Það verður ekki sagt um Reykjavíkurflugvöll. Hér eru það bifreiðar sem aka í allar áttir frá borginni - alveg upp í mörg hundruð kílómetra radíus. Eins og stendur þjónar flugvöllurinn einungis fjórum stöðum á landinu. Hann flytur opinbera starfsmenn til og frá Akureyri; verkamenn við Kárahnjúka um Egilsstaði og hann er uppbót á samgönguleysið til Vestmannaeyja. Allt er þetta breytingum undirorpið. Löngu tímabær hálendisvegur til Akureyrar myndi örugglega fækka flugferðum þangað; Kárahnjúkaframkvæmdunum slotar eftir sirka tvö ár; nú er einmitt verið að ræða um tíðari og greiðari siglingar til Vestmannaeyja. Verðið á farmiðum í fluginu líkist heldur ekki því sem tíðkast í lestum í Evrópu. Það er ódýrara að fara til Lundúna en Egilsstaða. Þeir sem þurfa að borga miðana sína sjálfir nota helst ekki flugið. Eitt enn: Eru ekki innanlandsflugvellir í erlendum borgum? Ekki veit ég betur. Teljast þeir þá líka vera ígildi járnbrautarstöðva? --- --- --- Þegar tvöföldun Reykjanesbrautarinnar lýkur verður hægt að aka á hálftíma til Keflavíkurflugvallar. Það hlýtur að vera eðlilegt að miða við að hraðinn verði 120 kílómetrar. Annars hefur mér raunar litist vel á hugmynd Ágústs Einarssonar um lítinn og snotran flugvöll á Álftanesi. Líklega stendur hrepparígur þó gegn því - sú staðreynd að á þessu litla höfuðborgarsvæði eru sjö sveitarfélög. Það er allavega engin ástæða til að í miðri Reykjavík sé flugstöð sem hefur status millilandaflugvallar. Þekkið þið einhverja járnbrautarstöð sem tekur svona mikið pláss frá byggðinni? --- --- --- Þorleifur Hauksson, einn af hatursmönnum Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í Reykjavíkurakademíunni, skrifar í Kistuna og gerir að umtalsefni vangaveltur Hannesar um Atómstöðina. Þetta segir Þorleifur í niðurlagi greinar sinnar: "Sjálfsagt er að Hannes nýti sér tjáningarfrelsi sitt, en það verður ekki séð af lestri fyrri bókarinnar og því sem ég hef séð af þeirri seinni að hann hafi neitt nýtt fram að færa um viðfangsefnið, þ.e.a.s. Halldór og verk hans, fyrir utan leiðréttingar á stöku dagsetningum og staðsetningum og annan sparðatíning. "Uppgötvanir" á borð við þessa meintu tékknesku fyrirmynd Atómstöðvarinnar breyta ekki þeirri mynd." Þorleifur er semsagt ekki búinn að lesa bókina - en hann þykist skynja að Hannes hefur ekkert fram að færa um viðfangsefnið. Hann er eins og veitingahúsgagnrýnandi sem viðurkennir að hafa ekki borðað á staðnum sem hann fjallar um - heldur veit bara að maturinn þar er vondur. Svo er líka kúnstugt að þurfi að taka fram að Hannes megi "nýta sér tjáningafrelsi sitt". Var það einhvern tíma álitamál? --- --- --- Við Kári eigum agnarlitla kirkju sem við keyptum í Grikklandi, eftirlíkingu af dómkirkjunni á eyjunni Syros. Í morgun vorum við að skoða kirkjuna og þá sagði Kári: "Jesúbarnið á heima í þessari kirkju. Það er sofandi hjá mömmu sinni. Þú mátt ekki vekja það." Við pössuðum okkur á því.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun