Flensu- og pestarjól 27. desember 2004 00:01 Þessara jóla verður minnst sem flensu- og pestarjólanna miklu. Ég var orðinn lasinn á Þorláksmessu, passaði mig auðvitað ekki nógu vel á kuldanum, og hefur verið að hraka síðan. Hélt að þetta yrði kannski afstaðið í dag - en það er eitthvað annað. Allt í kringum mig er fólk að leggjast í rúmið. Ég þarf samt að standa klár á áramótaþættinum - verð með upptökur fyrir hann á miðvikudaginn og á eftir að boða fólk í þær. Mér leiðist ofboðslega. Hef nákvæmlega ekkert gert skemmtilegt um hátíðarnarl, misst af fjölskylduboðum, ekki getað einbeitt mér að bóklestri né áti. Né hef ég getað notað dagana til grískunáms eins og ég ætlaði mér. Náði að horfa á lengdu útgáfuna af The Return of the King, þriðja hluta Lord of the Rings. Einn gallinn við myndina er hvað hersveitir óvinarins eru álappalegar - það er engin von að manni finnist þetta lið óttalegt. Hetjurnar eiga ekki í neinum vandræðum með að lumbra á orkunum svokölluðu - þeir eru eins og fyrirbæri úr þriðja flokks fríksjóvi, kjaga um skakklappaðir, klaufskir og afskræmdir. Svo er ótrúlega fyndið að í myndinni talar enginn saman - allir halda ræður. Myndin er öll í ávarpsfalli. --- ---- --- Svo eigrar maður milli stöðva á fjarstýringunni og finnur ekki neitt. Staðnæmdist aðeins við þátt á Fox News þar sem spyrillinn segir eitthvað á þessa leið: "Við vitum öll að við búum í frábæru kerfi og við frábært stjórnarfar, en hvers vegna er það svona frábærlega gott?" Ég er hræddur um að kæmi upplit á liðið ef maður færi að spyrja svona. --- --- --- Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður skrifar athyglisverða grein á vef Frjálslynda flokksins. Hann fjallar um sjúkdóminn ginklofa sem eitt sinn var landlægur í Vestmannaeyjum, sem og á eyjum við norðanvert Atlantshaf. Fæstir kannast núorðið við þennan sjúkdóm, en hann varð meðal annars valdur þess að byggðin á eyjunni Sánkti Kildu undan ströndum Skotlands lagðist af. Í Vestmannaeyjum var hann svo skæður að af 330 börnum sem fæddust á árunum 1817-1842 dóu 244 á fyrsta ári. Magnús rekur síðan söguna af danska lækninum Peter A. Schleisner sem kom til Vestmannaeyja 1847, staldraði þar stutt við, en gerði umbætur sem léttu þessari bölvun af Eyjunum. Magnús veltir fyrir sér hvort Schleisner hafi með þessu bjargað byggðinni í Vestmannaeyjum - það kann vel að vera. Ástæða sjúkdómsins var lélegt hreinlæti fyrst og fremst. Ginklofabakteríuna er að finna í fuglafiðri og sest svo að í jarðvegi og vatni og var því landlæg á stöðum sem þessum þar sem fuglatekja var mikil atvinnugrein. Fyrir mörgum árum las ég bók um endalok Sánkti Kildu. Eftir höfund sem heitir Tom Steel. Hef eignast nokkur eintök af henni en gefið þau öll. Eyjaskeggjar höfðu afurðir fugla í öll mál - drýgðu kornmeti sem þurfti að flytja af meginlandinu með fitu af sjófuglum. Ofan af Skotlandi komu trúboðar sem bönnuðu fólkinu að vinna á sunnudögum. Það var heldur bagalegt - lífsbaráttan var svo hörð að það mátti helst ekki missa úr einn einasta dag. Síðustu eyjaskeggjarnir voru fluttir burt 1930 og settir í að vinna við skógrækt. Flestir þeirra höfðu aldrei séð tré og vesluðust smátt og smátt upp. --- --- --- Á eftir þætti mínum á gamlársdag er hin hefðbundna Kryddsíld Stöðvar 2 á dagskrá. Davíð Oddsson hafði þann sið sem forsætisráðherra að mæta alltaf dálítið of seint í Kryddsíldina - kom inn þegar hinir stjórnmálaforingjarnir voru sestir og byrjaðir að tala. Davíð bar því við að sér seinkaði vegna upptöku á áramótaávarpi hjá Ríkisútvarpinu. Nú segja heimildir að Halldór Ásgrímsson ætli að koma á réttum tíma. Einn framsóknarmaður sem ég hitti í bænum sagði við mig: "Það er ástæðulaust að taka upp ósiði." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Þessara jóla verður minnst sem flensu- og pestarjólanna miklu. Ég var orðinn lasinn á Þorláksmessu, passaði mig auðvitað ekki nógu vel á kuldanum, og hefur verið að hraka síðan. Hélt að þetta yrði kannski afstaðið í dag - en það er eitthvað annað. Allt í kringum mig er fólk að leggjast í rúmið. Ég þarf samt að standa klár á áramótaþættinum - verð með upptökur fyrir hann á miðvikudaginn og á eftir að boða fólk í þær. Mér leiðist ofboðslega. Hef nákvæmlega ekkert gert skemmtilegt um hátíðarnarl, misst af fjölskylduboðum, ekki getað einbeitt mér að bóklestri né áti. Né hef ég getað notað dagana til grískunáms eins og ég ætlaði mér. Náði að horfa á lengdu útgáfuna af The Return of the King, þriðja hluta Lord of the Rings. Einn gallinn við myndina er hvað hersveitir óvinarins eru álappalegar - það er engin von að manni finnist þetta lið óttalegt. Hetjurnar eiga ekki í neinum vandræðum með að lumbra á orkunum svokölluðu - þeir eru eins og fyrirbæri úr þriðja flokks fríksjóvi, kjaga um skakklappaðir, klaufskir og afskræmdir. Svo er ótrúlega fyndið að í myndinni talar enginn saman - allir halda ræður. Myndin er öll í ávarpsfalli. --- ---- --- Svo eigrar maður milli stöðva á fjarstýringunni og finnur ekki neitt. Staðnæmdist aðeins við þátt á Fox News þar sem spyrillinn segir eitthvað á þessa leið: "Við vitum öll að við búum í frábæru kerfi og við frábært stjórnarfar, en hvers vegna er það svona frábærlega gott?" Ég er hræddur um að kæmi upplit á liðið ef maður færi að spyrja svona. --- --- --- Magnús Þór Hafsteinsson alþingismaður skrifar athyglisverða grein á vef Frjálslynda flokksins. Hann fjallar um sjúkdóminn ginklofa sem eitt sinn var landlægur í Vestmannaeyjum, sem og á eyjum við norðanvert Atlantshaf. Fæstir kannast núorðið við þennan sjúkdóm, en hann varð meðal annars valdur þess að byggðin á eyjunni Sánkti Kildu undan ströndum Skotlands lagðist af. Í Vestmannaeyjum var hann svo skæður að af 330 börnum sem fæddust á árunum 1817-1842 dóu 244 á fyrsta ári. Magnús rekur síðan söguna af danska lækninum Peter A. Schleisner sem kom til Vestmannaeyja 1847, staldraði þar stutt við, en gerði umbætur sem léttu þessari bölvun af Eyjunum. Magnús veltir fyrir sér hvort Schleisner hafi með þessu bjargað byggðinni í Vestmannaeyjum - það kann vel að vera. Ástæða sjúkdómsins var lélegt hreinlæti fyrst og fremst. Ginklofabakteríuna er að finna í fuglafiðri og sest svo að í jarðvegi og vatni og var því landlæg á stöðum sem þessum þar sem fuglatekja var mikil atvinnugrein. Fyrir mörgum árum las ég bók um endalok Sánkti Kildu. Eftir höfund sem heitir Tom Steel. Hef eignast nokkur eintök af henni en gefið þau öll. Eyjaskeggjar höfðu afurðir fugla í öll mál - drýgðu kornmeti sem þurfti að flytja af meginlandinu með fitu af sjófuglum. Ofan af Skotlandi komu trúboðar sem bönnuðu fólkinu að vinna á sunnudögum. Það var heldur bagalegt - lífsbaráttan var svo hörð að það mátti helst ekki missa úr einn einasta dag. Síðustu eyjaskeggjarnir voru fluttir burt 1930 og settir í að vinna við skógrækt. Flestir þeirra höfðu aldrei séð tré og vesluðust smátt og smátt upp. --- --- --- Á eftir þætti mínum á gamlársdag er hin hefðbundna Kryddsíld Stöðvar 2 á dagskrá. Davíð Oddsson hafði þann sið sem forsætisráðherra að mæta alltaf dálítið of seint í Kryddsíldina - kom inn þegar hinir stjórnmálaforingjarnir voru sestir og byrjaðir að tala. Davíð bar því við að sér seinkaði vegna upptöku á áramótaávarpi hjá Ríkisútvarpinu. Nú segja heimildir að Halldór Ásgrímsson ætli að koma á réttum tíma. Einn framsóknarmaður sem ég hitti í bænum sagði við mig: "Það er ástæðulaust að taka upp ósiði."
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun