Betra að hafa herbergið þrifalegt 29. desember 2004 00:01 Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær." Nám Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Eflaust snúast áramótaheitin hjá mörgum um að bæta árangur sinn í skólanum á nýju ári, skipuleggja sig enn betur en áður og koma sér upp hentugum vinnuaðferðum. Gísli Baldvinsson er námsráðgjafi við Síðuskóla á Akureyri og hann lumar á hollráðum um þessi efni. "Jákvæð hugsun og vilji til að bæta sig eru auðvitað lykilatriði," segir hann og heldur áfram. "Námstækni felur í sér að vinna skipulega, rifja reglulega upp, glósa aðalatriði og nota minnistækni en lífsstíll og aðstæður eru gríðarlega mikilvægir þættir. Heilsusamlegt líf svo sem nægur svefn, hollt mataræði og hreyfing hefur mikla þýðingu og svo vinnst betur ef herbergið er hlýtt og þrifalegt. Allt hefur þetta áhrif á minni, einbeitingu og árangur." Gísli hefur sett leiðbeiningar um góðar námsvenjur inn á netið á slóðinni http://www.sida.akureyri.is en segir þær ekki sína uppfinningu heldur hafi hann lært þær í Kennaraháskólanum og nefnir Önnu Sigurðardóttur sem sinn master. Við grípum niður í leiðbeiningarnar: Upprifjun er besta vörnin gegn gleymsku 1. Áætlaðu daglega tíma til upprifjunar. 2. Líttu yfir efni dagsins og rifjaðu upp aðalatriðin. Dragðu saman aðalatriðin í hverjum kafla. 3. Farðu vandlega yfir glósur, vinnubækur, teikningar, uppdrætti, kort, spurningar og svör. 4. Farðu reglulega yfir námsefnið síðustu vikna/mánaða. Þú kemst fljótlega að því að regluleg upprifjun skilar árangri. 5. Sérhver nemandi getur bætt námsárangur sinn með betri vinnutækni. 6. Leitaðu aðstoðar kennara, foreldra eða námsráðgjafa ef þú vilt bæta eða breyta námsvenjum þínum. "Kennarinn getur leitt nemandann að dyrum þekkingarinnar en nemandinn verður sjálfur að ganga í gegnum þær."
Nám Mest lesið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Lífið Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Lífið Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Bíó og sjónvarp „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Lífið Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Lífið Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“