Afturhaldskommatittum fer fjölgandi 2. nóvember 2005 06:00 "Hvergi á byggðu bóli í heiminum fer fram önnur eins vitleysisumræða um Íraksmálið og hér á landi" sagði fyrrverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, í umræðum um skýrslu sína um utanríkismál á Alþingi fyrir tæpu ári. Þeir sem að þessari umræðu stæðu væru "afturhaldskommatittsflokkur" og "meinfýsnishlakkandi úrtölumenn". Með þessu gaf hann í skyn að þessi hvimleiði lýður stæði einn í heiminum. Það var eins og það hefði með öllu farið framhjá honum að fjölmiðlar heimsins loguðu stafnanna á milli í umræðum um Íraksmálið og að sú krafa hafði verið reist í hverju þjóðþinginu á fætur öðru að rannsókn færi fram á því með hvaða hætti bandaríska þjóðin og fylgiþjóðir bandaríkjamanna voru blekktar til fylgis við þetta stríð. Í staðinn fyrir að velta sér upp úr fortíðinni vildu hann og forsætisráðherra að menn sneru sér að því að ræða uppbyggingu Íraks og eflingu lýðræðis þar enda ríkti nú góður friður í öllum 800 lögsagnarumdæmum Íraks – nema hvað "mikill óróleiki" væri þó í fimm þeirra! Enginn veit hvaðan Davíð hafði þessa tölfræði - enda ekki venja hér á landi að krefjast rannsóknar þótt æðstu ráðamenn þjóðarinnar fari með fleipur eða staðlausa stafi. Þingheimi þykir sjálfsagt að láta ljúga að sér. En "afturhaldskommatittunum" og "meinfýsnishlakkandi úrtölumönnunum" fer nú fjölgandi um allan heim og sérstaklega í Bandaríkjunum. Fyrir réttu ári töldu 53 prósent Bandaríkjamanna að það hefði verið rétt ákvörðun af Bush að gera innrás í Írak og 39 prósent að ákvörðunin hefði verið röng samkvæmt skoðanakönnun Pew-stofnunarinnar. Nú segja 44 prósent að ákvörðunin hafi verið rétt en 50 prósent að hún hafi verið röng. Hvað hefur breyst? "Allt hugarástand þjóðarinnar hefur gerbreyst" segir Ted Koppel fréttastjóri "Nightline" þáttarins á ABC sjónvarpsstöðinni, sem sætti harðri gagnrýni þegar hann las upp nöfn 721 hermanns sem látið höfðu lífið í apríl 2004 – ári eftir að Bush hafði lýst yfir að Íraksverkefnið væri til lykta leitt – "mission accomplished". Um það leyti sem Bush hafði tryggt endurkjör sitt á landsþingi Repúblikanaflokksins – þann 7. september 2004- var tilkynnt um fall þúsundasta bandaríska hermannsins. Bush varaðist að nefna þessa staðreynd. Fjölmiðlar gerðu heldur ekki mikið úr því. "Fjöldi fjölmiðlamanna óttaðist að ef þeir gagnrýndu stríðið yrðu þeir sakaðir um athæfi sem jaðraði við landráð, rétt eins og hent hafði Nightline", hefur New York Times í fyrradag eftir Robert Thompson prófessor í fjölmiðlafræðum við háskólann í Syracuse. Í síðustu viku var tvöþúsundasta líkið sent heim frá Írak. Nú hafði fjölmiðlum vaxið svo hugur að allir nema forhertustu Bush-miðlarnir slógu þessu upp með sláandi fyrirsögnum. Fjöldi fjölskyldna víðsvegar um Bandaríkin á um sárt að binda. Og þetta fólk spyr sig nú af mikilli alvöru: Af hverju og til hvers? Hvar er sú vin í eyðimörk valdstjórna arabaheimsins, sem átti að uppfóstra lýðræðið og breiða það út og tryggja með því frið á slóðum Miðausturlanda, frið sem slökkti í kveikiþræði púðurtunnunnar, sem sífellt logar milli Ísraels og Palestínu? Var ekki sagt að leiðin til Jerúsalem lægi í gegnum Bagdad? Tvennar kosningar hafa ekki leitt annað í ljós en það, sem menn vissu fyrir, að Írak er samsett af þremur þjóðabrotum, sem skiptast eftir línum trúar og þjóðernis, sjítum, súnnítum og kúrdum. Í nýlegri skýrslu sem liggur fyrir bandaríkjaþingi er sagt að landið rambi á barmi borgarastyrjaldar og geti hvenær sem er leystst upp í þessa þrjá frumparta sína. Landamærin eru götótt eins og sigti og þangað streyma heittrúarmenn úr öllum löndum múslima og landið er orðið sams konar hreiður og þjálfunarstöð hryðjuverkamanna og Afganistan var á dögum stríðsins gegn innrásarliði Sovétmanna. Í annarri skýrslu til bandaríkjaþings er sagt að 30 milljarða dollara sjóðir, sem bandaríkjaþing veitti til uppbyggingarinnar séu uppurnir, dánartalan hækki stöðugt en uppbyggingin fari í handaskolum. Fjórðungur upphæðarinnar fer til að tryggja öryggi starfsmanna gegn árásum uppreisnarmanna. Samt hafa a.m.k. 412 verktakar og starfsmenn þeirra fallið. Þetta er ekki uppörvandi mynd fyrir ástvini fallinna hermanna, sem gjarnan vilja trúa því að þeir hafi fallið fyrir göfugan málstað. Þorra bandaríkjamanna er líka orðið ljóst, að til stríðsins var stofnað á fölskum forsendum: Engin tengsl voru milli Saddams og Al-kaída og atburðanna 11. september, hann réði ekki yfir gereyðingarvopnum af nokkru tagi, hann var engin ógn við umheiminn, aðeins sína eigin þegna. Spurningin nú er aðeins hverjir vissu hvað og hvenær? Það er á allra vitorði nú, að skrifstofur valdamesta varaforseta í sögu Bandaríkjanna fyrr og síðar, Dick Cheneys, voru höfuðáróðurshreiður fyrir innrás í Írak. Þaðan komu lygarnar, sem Bush, Condolezza Rice og að lokum Colin Powell breiddu út til þjóðar sinnar og umheimsins. En tekst að sanna það fyrir rétti? Um það munu komandi réttarhöld yfir starfsmannastjóra Cheneys, Scooter Libby væntanlega snúast. Dapurlegast af öllu fyrir íslendinga er að tveimur mönnum skyldi takast án umboðs þjóðarinnar að draga nafn Íslands og heiður inn í þennan lygavef miðjan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Hannibalsson Skoðanir Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
"Hvergi á byggðu bóli í heiminum fer fram önnur eins vitleysisumræða um Íraksmálið og hér á landi" sagði fyrrverandi utanríkisráðherra, Davíð Oddsson, í umræðum um skýrslu sína um utanríkismál á Alþingi fyrir tæpu ári. Þeir sem að þessari umræðu stæðu væru "afturhaldskommatittsflokkur" og "meinfýsnishlakkandi úrtölumenn". Með þessu gaf hann í skyn að þessi hvimleiði lýður stæði einn í heiminum. Það var eins og það hefði með öllu farið framhjá honum að fjölmiðlar heimsins loguðu stafnanna á milli í umræðum um Íraksmálið og að sú krafa hafði verið reist í hverju þjóðþinginu á fætur öðru að rannsókn færi fram á því með hvaða hætti bandaríska þjóðin og fylgiþjóðir bandaríkjamanna voru blekktar til fylgis við þetta stríð. Í staðinn fyrir að velta sér upp úr fortíðinni vildu hann og forsætisráðherra að menn sneru sér að því að ræða uppbyggingu Íraks og eflingu lýðræðis þar enda ríkti nú góður friður í öllum 800 lögsagnarumdæmum Íraks – nema hvað "mikill óróleiki" væri þó í fimm þeirra! Enginn veit hvaðan Davíð hafði þessa tölfræði - enda ekki venja hér á landi að krefjast rannsóknar þótt æðstu ráðamenn þjóðarinnar fari með fleipur eða staðlausa stafi. Þingheimi þykir sjálfsagt að láta ljúga að sér. En "afturhaldskommatittunum" og "meinfýsnishlakkandi úrtölumönnunum" fer nú fjölgandi um allan heim og sérstaklega í Bandaríkjunum. Fyrir réttu ári töldu 53 prósent Bandaríkjamanna að það hefði verið rétt ákvörðun af Bush að gera innrás í Írak og 39 prósent að ákvörðunin hefði verið röng samkvæmt skoðanakönnun Pew-stofnunarinnar. Nú segja 44 prósent að ákvörðunin hafi verið rétt en 50 prósent að hún hafi verið röng. Hvað hefur breyst? "Allt hugarástand þjóðarinnar hefur gerbreyst" segir Ted Koppel fréttastjóri "Nightline" þáttarins á ABC sjónvarpsstöðinni, sem sætti harðri gagnrýni þegar hann las upp nöfn 721 hermanns sem látið höfðu lífið í apríl 2004 – ári eftir að Bush hafði lýst yfir að Íraksverkefnið væri til lykta leitt – "mission accomplished". Um það leyti sem Bush hafði tryggt endurkjör sitt á landsþingi Repúblikanaflokksins – þann 7. september 2004- var tilkynnt um fall þúsundasta bandaríska hermannsins. Bush varaðist að nefna þessa staðreynd. Fjölmiðlar gerðu heldur ekki mikið úr því. "Fjöldi fjölmiðlamanna óttaðist að ef þeir gagnrýndu stríðið yrðu þeir sakaðir um athæfi sem jaðraði við landráð, rétt eins og hent hafði Nightline", hefur New York Times í fyrradag eftir Robert Thompson prófessor í fjölmiðlafræðum við háskólann í Syracuse. Í síðustu viku var tvöþúsundasta líkið sent heim frá Írak. Nú hafði fjölmiðlum vaxið svo hugur að allir nema forhertustu Bush-miðlarnir slógu þessu upp með sláandi fyrirsögnum. Fjöldi fjölskyldna víðsvegar um Bandaríkin á um sárt að binda. Og þetta fólk spyr sig nú af mikilli alvöru: Af hverju og til hvers? Hvar er sú vin í eyðimörk valdstjórna arabaheimsins, sem átti að uppfóstra lýðræðið og breiða það út og tryggja með því frið á slóðum Miðausturlanda, frið sem slökkti í kveikiþræði púðurtunnunnar, sem sífellt logar milli Ísraels og Palestínu? Var ekki sagt að leiðin til Jerúsalem lægi í gegnum Bagdad? Tvennar kosningar hafa ekki leitt annað í ljós en það, sem menn vissu fyrir, að Írak er samsett af þremur þjóðabrotum, sem skiptast eftir línum trúar og þjóðernis, sjítum, súnnítum og kúrdum. Í nýlegri skýrslu sem liggur fyrir bandaríkjaþingi er sagt að landið rambi á barmi borgarastyrjaldar og geti hvenær sem er leystst upp í þessa þrjá frumparta sína. Landamærin eru götótt eins og sigti og þangað streyma heittrúarmenn úr öllum löndum múslima og landið er orðið sams konar hreiður og þjálfunarstöð hryðjuverkamanna og Afganistan var á dögum stríðsins gegn innrásarliði Sovétmanna. Í annarri skýrslu til bandaríkjaþings er sagt að 30 milljarða dollara sjóðir, sem bandaríkjaþing veitti til uppbyggingarinnar séu uppurnir, dánartalan hækki stöðugt en uppbyggingin fari í handaskolum. Fjórðungur upphæðarinnar fer til að tryggja öryggi starfsmanna gegn árásum uppreisnarmanna. Samt hafa a.m.k. 412 verktakar og starfsmenn þeirra fallið. Þetta er ekki uppörvandi mynd fyrir ástvini fallinna hermanna, sem gjarnan vilja trúa því að þeir hafi fallið fyrir göfugan málstað. Þorra bandaríkjamanna er líka orðið ljóst, að til stríðsins var stofnað á fölskum forsendum: Engin tengsl voru milli Saddams og Al-kaída og atburðanna 11. september, hann réði ekki yfir gereyðingarvopnum af nokkru tagi, hann var engin ógn við umheiminn, aðeins sína eigin þegna. Spurningin nú er aðeins hverjir vissu hvað og hvenær? Það er á allra vitorði nú, að skrifstofur valdamesta varaforseta í sögu Bandaríkjanna fyrr og síðar, Dick Cheneys, voru höfuðáróðurshreiður fyrir innrás í Írak. Þaðan komu lygarnar, sem Bush, Condolezza Rice og að lokum Colin Powell breiddu út til þjóðar sinnar og umheimsins. En tekst að sanna það fyrir rétti? Um það munu komandi réttarhöld yfir starfsmannastjóra Cheneys, Scooter Libby væntanlega snúast. Dapurlegast af öllu fyrir íslendinga er að tveimur mönnum skyldi takast án umboðs þjóðarinnar að draga nafn Íslands og heiður inn í þennan lygavef miðjan.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun