Þrælahald hér á landi 3. desember 2005 06:00 Varla hefur liðið sú vika undanfarna mánuði að ekki birtist fréttir um slæm kjör og aðbúnað erlendra starfsmanna hér á landi. Þetta var aðallega bundið við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun fyrir nokkrum mánuðum og þá voru það einkum portúgalskir verkamenn og iðnaðarmenn sem umræðan snérist um, en nú berast þessar fréttir víða að af landinu, og eru ekki endilega bundnar við stórframkvæmdir, heldur ekki síður við allskonar húsbyggingar í því mikla þensluástandi sem hér ríkir. Í sumum tilfellum virðist sem hér sé um hálfgert þrælahald að ræða. Það er að lágmarkskrafa að þeir sem flytja þetta fólk hingað til lands, standi við gerða samninga, ekki síst vegna þess að í flestum tilfellum virðist ekki vera um há laun að ræða sem þetta fólk fær. Það stangast að vísu nokkuð á hverju vinnuveitendur þessara manna halda fram og hinir erlendu starfsmenn, en alltént virðist ljóst að það er maðkur í mysunni, sem við Íslendingar getum ekki verið þekktir fyrir. Á sama tíma og okkar er getið á alþjóðavettvangi hvað eftir annað í hópi tekjuhæstu og efnuðustu þjóða heims, að þá virðist sem við séum að nýta okkur fátækt og örbirgð verkafólks í fjarlægum löndum sem býr í mörgum tilfellum við ömurleg kjör og leitar hingað til að sjá sér og sínum farborða. Hingað er þetta fólk fengið með gylliboðum á mælikvarða heimalandanna, en svo reynast þessi gylliboð meira og minna vera svik við þetta fátæka fólk. Lágmarkslaun hér geta í mörgum tilfellum verið há miðað við það sem gengur og gerist í þeim löndum þar sem þetta fólk býr, en það er engin afsökun. Það er að lágmarkskrafa að þeir sem flytja þetta fólk hingað til lands, standi við gerða samninga, ekki síst vegna þess að í flestum tilfellum virðist ekki vera um há laun að ræða sem þetta fólk fær. Vinna þess er svo kannski seld út á mun hærri upphæð, og mismunurinn rennur þá í vasa þeirra sem flytja fólkið hingað eða þeirra sem hafa það í vinnu. Í okkar litla þjóðfélagi ætti að vera hægur vandi að fylgjast með þessum málum, þar sem allir vita allt um alla eins og sagt er. Verkalýðshreyfingin hefur tekið góðar rispur í þessum málum, og meira að segja sett á laggirnar sérstakar eftirlitssveitir til að hafa uppi á erlendum starfsmönnum sem eru hér annaðhvort án tilskilinna leyfa, eða búa við kjör og aðstæður sem ekki eru boðleg í okkar þjóðfélagi. Það ætti reyndar ekki að vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá um að þetta sé í lagi, heldur einhverra opinberra stofnana sem til þess eru bærar. Hvað með Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun eða þá sveitarfélögin og stofnanir og nefndir á vegum þeirra um land allt og lögregluna? Eru það ekki frekar þessir opinberu aðilar sem eiga að sjá til þess hver í sínu umdæmi að þar sé allt með sóma og sann eins og segir einhvers staðar? Verkalýðsfélögin gætu svo komið athugasemdum sínum á framfæri við þessar stofnanir eftir því sem tilefni gæfist á hverjum stað. Bæði stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga þurfa þá líka að vera í stakk búnar til að taka að sér þessi verkefni, en á það virðist hafa skort í ýmsum tilvikum. Miklum umsvifum fylgja gjarnan breytingar á ýmsum sviðum og þeim verða stjórnvöld að mæta. Komum í veg fyrir að við fáum á okkur þrælahaldsstimpil! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun
Varla hefur liðið sú vika undanfarna mánuði að ekki birtist fréttir um slæm kjör og aðbúnað erlendra starfsmanna hér á landi. Þetta var aðallega bundið við framkvæmdir við Kárahnjúkavirkjun fyrir nokkrum mánuðum og þá voru það einkum portúgalskir verkamenn og iðnaðarmenn sem umræðan snérist um, en nú berast þessar fréttir víða að af landinu, og eru ekki endilega bundnar við stórframkvæmdir, heldur ekki síður við allskonar húsbyggingar í því mikla þensluástandi sem hér ríkir. Í sumum tilfellum virðist sem hér sé um hálfgert þrælahald að ræða. Það er að lágmarkskrafa að þeir sem flytja þetta fólk hingað til lands, standi við gerða samninga, ekki síst vegna þess að í flestum tilfellum virðist ekki vera um há laun að ræða sem þetta fólk fær. Það stangast að vísu nokkuð á hverju vinnuveitendur þessara manna halda fram og hinir erlendu starfsmenn, en alltént virðist ljóst að það er maðkur í mysunni, sem við Íslendingar getum ekki verið þekktir fyrir. Á sama tíma og okkar er getið á alþjóðavettvangi hvað eftir annað í hópi tekjuhæstu og efnuðustu þjóða heims, að þá virðist sem við séum að nýta okkur fátækt og örbirgð verkafólks í fjarlægum löndum sem býr í mörgum tilfellum við ömurleg kjör og leitar hingað til að sjá sér og sínum farborða. Hingað er þetta fólk fengið með gylliboðum á mælikvarða heimalandanna, en svo reynast þessi gylliboð meira og minna vera svik við þetta fátæka fólk. Lágmarkslaun hér geta í mörgum tilfellum verið há miðað við það sem gengur og gerist í þeim löndum þar sem þetta fólk býr, en það er engin afsökun. Það er að lágmarkskrafa að þeir sem flytja þetta fólk hingað til lands, standi við gerða samninga, ekki síst vegna þess að í flestum tilfellum virðist ekki vera um há laun að ræða sem þetta fólk fær. Vinna þess er svo kannski seld út á mun hærri upphæð, og mismunurinn rennur þá í vasa þeirra sem flytja fólkið hingað eða þeirra sem hafa það í vinnu. Í okkar litla þjóðfélagi ætti að vera hægur vandi að fylgjast með þessum málum, þar sem allir vita allt um alla eins og sagt er. Verkalýðshreyfingin hefur tekið góðar rispur í þessum málum, og meira að segja sett á laggirnar sérstakar eftirlitssveitir til að hafa uppi á erlendum starfsmönnum sem eru hér annaðhvort án tilskilinna leyfa, eða búa við kjör og aðstæður sem ekki eru boðleg í okkar þjóðfélagi. Það ætti reyndar ekki að vera verkefni verkalýðshreyfingarinnar að sjá um að þetta sé í lagi, heldur einhverra opinberra stofnana sem til þess eru bærar. Hvað með Vinnueftirlitið, Vinnumálastofnun, Útlendingastofnun eða þá sveitarfélögin og stofnanir og nefndir á vegum þeirra um land allt og lögregluna? Eru það ekki frekar þessir opinberu aðilar sem eiga að sjá til þess hver í sínu umdæmi að þar sé allt með sóma og sann eins og segir einhvers staðar? Verkalýðsfélögin gætu svo komið athugasemdum sínum á framfæri við þessar stofnanir eftir því sem tilefni gæfist á hverjum stað. Bæði stofnanir á vegum ríkis og sveitarfélaga þurfa þá líka að vera í stakk búnar til að taka að sér þessi verkefni, en á það virðist hafa skort í ýmsum tilvikum. Miklum umsvifum fylgja gjarnan breytingar á ýmsum sviðum og þeim verða stjórnvöld að mæta. Komum í veg fyrir að við fáum á okkur þrælahaldsstimpil!
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun