Tekur framhaldsskólann á 2 árum 5. janúar 2005 00:01 "Það er frekar erfitt að vakna snemma svona fyrst eftir jólafríið," segir Þykkvabæingurinn Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, sem þó var mætt galvösk í skólann í gærmorgun. Enda dugar ekkert slór þar sem skólinn heitir Hraðbraut og hóf göngu sína í ágúst 2003. Ragnhildur var með frá upphafi og verður því meðal fyrstu stúdentanna sem útskrifast þaðan eftir tveggja ára nám ef allt fer eftir áætlun. Henni finnst þetta ekki mikið mál og kveðst alveg eiga líf fyrir utan skólann. "Maður verður bara að skipuleggja sig vel," segir hún og útskýrir fyrirkomulagið í skólanum. "Hér er sambland af bekkjar- og áfangakerfi og kennt á náttúrufræði- og málabraut. Skóladagurinn er frá 8.30-16.15 alla daga og við eigum ekki að þurfa að læra heima nema við séum með ritgerðir eða önnur stærri verkefni. Kennslan er þrjá daga vikunnar en hina tvo situr fólk yfir okkur þar sem við erum að læra. Við tökum þrjú fög fyrir í einu, lærum þau í fjórar vikur og í fimmtu vikunni eru lokapróf í þeim. Í sjöttu vikunni eru upptökupróf fyrir þá sem falla en hinir eru í fríi." Allt hljómar þetta vel en hvað liggur á og hvað kostar pakkinn? "Þetta eru algengar spurningar," segir Ragnhildur rólega og svarar þeim svo frá sínum bæjardyrum. "Mér finnst bara fínt að klára þetta á tveimur árum fyrst það er hægt. Sumir spyrja hvernig ég tími að missa af tveimur skemmtilegum skólaárum en ég lít ekki svo á að ég sé að missa af neinu og þó svo að 190 þúsund fari í skólagjöld á ári fyrir utan skólabækur þá er það fljótt að vinnast upp ef maður kemst tveimur árum fyrr í háskóla eða út á vinnumarkaðinn. Auk þess kostar alltaf mikið fyrir fólk utan af landi að vera í framhaldsskóla." En hver skyldi svo stefnan vera að stúdentsprófi loknu hjá þessari einörðu skólastúlku? "Ég ætla að fá mér vinnu næsta haust og taka eitthvað pínulítið í háskóla með til þess að kynnast honum," svarar hún og hraðar sér í næstu kennslustund. Nám Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Það er frekar erfitt að vakna snemma svona fyrst eftir jólafríið," segir Þykkvabæingurinn Ragnhildur Sigurbjartsdóttir, sem þó var mætt galvösk í skólann í gærmorgun. Enda dugar ekkert slór þar sem skólinn heitir Hraðbraut og hóf göngu sína í ágúst 2003. Ragnhildur var með frá upphafi og verður því meðal fyrstu stúdentanna sem útskrifast þaðan eftir tveggja ára nám ef allt fer eftir áætlun. Henni finnst þetta ekki mikið mál og kveðst alveg eiga líf fyrir utan skólann. "Maður verður bara að skipuleggja sig vel," segir hún og útskýrir fyrirkomulagið í skólanum. "Hér er sambland af bekkjar- og áfangakerfi og kennt á náttúrufræði- og málabraut. Skóladagurinn er frá 8.30-16.15 alla daga og við eigum ekki að þurfa að læra heima nema við séum með ritgerðir eða önnur stærri verkefni. Kennslan er þrjá daga vikunnar en hina tvo situr fólk yfir okkur þar sem við erum að læra. Við tökum þrjú fög fyrir í einu, lærum þau í fjórar vikur og í fimmtu vikunni eru lokapróf í þeim. Í sjöttu vikunni eru upptökupróf fyrir þá sem falla en hinir eru í fríi." Allt hljómar þetta vel en hvað liggur á og hvað kostar pakkinn? "Þetta eru algengar spurningar," segir Ragnhildur rólega og svarar þeim svo frá sínum bæjardyrum. "Mér finnst bara fínt að klára þetta á tveimur árum fyrst það er hægt. Sumir spyrja hvernig ég tími að missa af tveimur skemmtilegum skólaárum en ég lít ekki svo á að ég sé að missa af neinu og þó svo að 190 þúsund fari í skólagjöld á ári fyrir utan skólabækur þá er það fljótt að vinnast upp ef maður kemst tveimur árum fyrr í háskóla eða út á vinnumarkaðinn. Auk þess kostar alltaf mikið fyrir fólk utan af landi að vera í framhaldsskóla." En hver skyldi svo stefnan vera að stúdentsprófi loknu hjá þessari einörðu skólastúlku? "Ég ætla að fá mér vinnu næsta haust og taka eitthvað pínulítið í háskóla með til þess að kynnast honum," svarar hún og hraðar sér í næstu kennslustund.
Nám Mest lesið Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Segir tímann ekki lækna sorgina Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira