Kókoskjúklingur með ananas 7. janúar 2005 00:01 Þessi brakandi ferski, tælenskættaði, réttur er góður fyrir þá sem vilja losa salt og reyk jólafæðisins út úr kerfinu með vænu sparki. Tælensk matreiðsla er oft mjög einföld, það eina sem við þurfum að yfirstíga til þess að geta hrist rétti eins og þennan fram úr erminni er að verða okkur úti um nokkrar tegundir af kryddum. Í Reykjavík eru nú margar sérverslanir sem bjóða þessa vöru. 3-4 kjúklingabringur 1 dós kókósmjólk 1 msk. milt karrímauk 1 msk. fiskisósa 1 msk. tamari soyasósa 1 msk. pálmasykur 1 dós ananas (hellið soðinu af og skerðí bita) 2 kaffir lime lauf (þurrkuð lauf eru kramin, fersk skorin fínt) 1 rauður chilli ( fræhreinsaður og skorinn í fínar sneiðar) 1/2 búnt ferskur kóríander (gróft rifinn) Byrjið á því að taka þykka hluta kókosmjólkurinnar ofan af og setja á pönnu. Sjóðið þykknið á pönnunni nokkra stund og blandið karrí, fiskisósu, tamari-sósu,og pálmasykri saman við. Skerið kjúlingabringurnar í þumlungsstóra bita og setjið út í kókossoðið. Hrærið vel í á meðan kjúklingurinn eldast. Hellið afganginum af kókosmjólkinni út í, kremjið lime-laufin og sáldrið út í og látið allt sjóða um stund ( 2-3 mínútur). Þegar kjúklingurinn hefur eldast í gegn, setjið þá ananasbita út í og hitið áfram í ca 1 mínútu. Berið fram með hrísgrjónum. (Þeir sem ekki vilja hrísgrjón geta borðað réttinn á vænu beði af ísbergssalati) Hver og einn á sínum diski sáldrar blöndu af ferskum kóríander og chilli yfir réttinn, allt eftir þori og smekk. Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira
Þessi brakandi ferski, tælenskættaði, réttur er góður fyrir þá sem vilja losa salt og reyk jólafæðisins út úr kerfinu með vænu sparki. Tælensk matreiðsla er oft mjög einföld, það eina sem við þurfum að yfirstíga til þess að geta hrist rétti eins og þennan fram úr erminni er að verða okkur úti um nokkrar tegundir af kryddum. Í Reykjavík eru nú margar sérverslanir sem bjóða þessa vöru. 3-4 kjúklingabringur 1 dós kókósmjólk 1 msk. milt karrímauk 1 msk. fiskisósa 1 msk. tamari soyasósa 1 msk. pálmasykur 1 dós ananas (hellið soðinu af og skerðí bita) 2 kaffir lime lauf (þurrkuð lauf eru kramin, fersk skorin fínt) 1 rauður chilli ( fræhreinsaður og skorinn í fínar sneiðar) 1/2 búnt ferskur kóríander (gróft rifinn) Byrjið á því að taka þykka hluta kókosmjólkurinnar ofan af og setja á pönnu. Sjóðið þykknið á pönnunni nokkra stund og blandið karrí, fiskisósu, tamari-sósu,og pálmasykri saman við. Skerið kjúlingabringurnar í þumlungsstóra bita og setjið út í kókossoðið. Hrærið vel í á meðan kjúklingurinn eldast. Hellið afganginum af kókosmjólkinni út í, kremjið lime-laufin og sáldrið út í og látið allt sjóða um stund ( 2-3 mínútur). Þegar kjúklingurinn hefur eldast í gegn, setjið þá ananasbita út í og hitið áfram í ca 1 mínútu. Berið fram með hrísgrjónum. (Þeir sem ekki vilja hrísgrjón geta borðað réttinn á vænu beði af ísbergssalati) Hver og einn á sínum diski sáldrar blöndu af ferskum kóríander og chilli yfir réttinn, allt eftir þori og smekk.
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Sopranos-stjarna látin Bíó og sjónvarp Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Lífið Fleiri fréttir Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Sjá meira