Einbeitir sér að náminu í vetur 13. október 2005 15:20 Björn Bragi stefnir að stúdentsprófi frá Versló í vor og kveðst ætla að taka því rólega í félagslífinu í ár. "Ég fékk minn skammt í fyrra," segir hann og spurður hvort það hafi komið niður á náminu svarar hann: "Það kom dálítið niður á mætingunni og ég gat ekki lært mikið á tímabili en náði því upp með vorinu," segir hann. Samt kveðst hann fylgjast vel með Gettu betur og að sjálfsögðu styðja sitt fólk - en bara sem áhorfandi þetta árið. Björn Bragi er á alþjóðabraut í Verslunarskólanum og er að hefja undirbúning að lokaverkefni. "Við tökum eitt land fyrir og fjöllum um viðskipti Íslands við það. Ég valdi Búlgaríu og er að byrja að setja mig inn í ýmis mál sem tengjast því. Það er mjög áhugavert. Hver veit nema ég drífi mig þangað í framhaldinu." Þó svo að Björn Bragi búist síður við að fara í viðskiptatengt nám þegar hann snýr sér að háskóla er hann ánægður með val á framhaldsskóla. "Mér leist best á Versló þegar ég var að kynna mér skólana svo ég skellti mér í hann og sé ekki eftir því. Aðstaðan er svo góð hérna, kennararnir fínir og svo hefur maður eignast frábæra vini. Þetta fer allt mjög vel í mig!" segir hann brosandi og þvertekur fyrir að hafa valið skólann til að komast inn í söngleikina enda hafi hann aldrei tekið þátt í þeim. Þegar farið er að ræða um myndatöku vegna viðtalsins kemur í ljós að Björn Bragi er að fara í aðra myndatöku nánast á sama tíma. Sú er vegna lagakeppni sem verður í skólanum eftir tvær vikur. "Já, ég laumaði inn einu lagi," segir hann rólega. Keppnisskapið er greinilega enn til staðar Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Björn Bragi stefnir að stúdentsprófi frá Versló í vor og kveðst ætla að taka því rólega í félagslífinu í ár. "Ég fékk minn skammt í fyrra," segir hann og spurður hvort það hafi komið niður á náminu svarar hann: "Það kom dálítið niður á mætingunni og ég gat ekki lært mikið á tímabili en náði því upp með vorinu," segir hann. Samt kveðst hann fylgjast vel með Gettu betur og að sjálfsögðu styðja sitt fólk - en bara sem áhorfandi þetta árið. Björn Bragi er á alþjóðabraut í Verslunarskólanum og er að hefja undirbúning að lokaverkefni. "Við tökum eitt land fyrir og fjöllum um viðskipti Íslands við það. Ég valdi Búlgaríu og er að byrja að setja mig inn í ýmis mál sem tengjast því. Það er mjög áhugavert. Hver veit nema ég drífi mig þangað í framhaldinu." Þó svo að Björn Bragi búist síður við að fara í viðskiptatengt nám þegar hann snýr sér að háskóla er hann ánægður með val á framhaldsskóla. "Mér leist best á Versló þegar ég var að kynna mér skólana svo ég skellti mér í hann og sé ekki eftir því. Aðstaðan er svo góð hérna, kennararnir fínir og svo hefur maður eignast frábæra vini. Þetta fer allt mjög vel í mig!" segir hann brosandi og þvertekur fyrir að hafa valið skólann til að komast inn í söngleikina enda hafi hann aldrei tekið þátt í þeim. Þegar farið er að ræða um myndatöku vegna viðtalsins kemur í ljós að Björn Bragi er að fara í aðra myndatöku nánast á sama tíma. Sú er vegna lagakeppni sem verður í skólanum eftir tvær vikur. "Já, ég laumaði inn einu lagi," segir hann rólega. Keppnisskapið er greinilega enn til staðar
Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira