Menning

Myndrænt yfirgripsmikið bílablað

"Blaðið fæst í öllum bókavöruverslunum og bensínstöðvum þannig að sem flestir ættu að geta nálgast það. Satt best að segja er ég mjög hissa yfir þeim góðu viðtökum sem blaðið hefur fengið því oft er erfitt að koma tímaritum á laggirnar. Bílar & Sport hefur selst vel og margir hafa hringt inn og beðið um áskrift. Það eru líka geysilega margir sem hafa stöðvað mig úti á götu og lýst yfir ánægju sinni því svona blað hafi vantað í tímaritaflóruna," segir Haukur að vonum stoltur með fyrsta tölublað tímaritsins. "Þetta er mánaðarrit og eiginlega eina íslenska bílablaðið. Við tökum á öllu því sem flokkast sem mótorsport. Við fjöllum um nýja og breytta bíla, kíkjum á fornbíla, mótorhjól, jeppa, flugvélar og jafnvel fjarstýrða bíla og flugvélar sem er orðið mjög vinsælt sport. Þetta er afskaplega yfirgripsmikið blað og við leggjum mikla áherslu á myndræna þáttinn. Góðar myndir eru mjög mikilvægar og við viljum sýna lesendum öll smáatriði þegar við erum að kynna bíla og tækninýjungar. Það hefur einmitt oft vantað góðar myndir í sams konar bílablöð en hjá okkur fá lesendur allan pakkann," segir Haukur sem er mjög metnaðarfullur í því sem hann gerir. "Þórður Freyr Sigurðsson, eigandi Alurt, hafði samband við mig og bað mig um að ritstýra blaðinu. Að vonum var ég mjög ánægður þar sem ég hafði látið mig dreyma um að gera svona tímarit því það vantaði tvímælalaust á Íslandi. Ég hef líka rosalega gaman að bílum og mjög sterkar skoðanir á því sem ég vil sjá í blaðinu. Eitt af því sem ég er að leggja lokahönd á og mun eflaust verða fastur liður í framtíðarblöðum er kennsla um ýmislegt. Allt frá því að skipta um kerti í bílnum og upp í flóknari hluti. Ég vil kenna fólki á öllum stigum, hvort sem það eru byrjendur eða lengra komnir." En er blaðið ekki bara fyrir harða bílaáhugamenn? "Nei, ég held ekki. Það er rosalega fjölbreytt og ég held að allir gætu haft gagn og gaman að. Ég á meira að segja nokkra félaga sem hafa ekki gaman að bílum en finnst blaðið gott og skemmtilegt. Ég er að minnsta kosti mjög bjartsýnn á framhaldið," segir Haukur. Bílar & Sport kostar 895 krónur í lausasölu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×