Getur farið í Bónus á íslensku 19. janúar 2005 00:01 Mig hefur langað að koma til Íslands lengi og það hefur verið eins konar þráhyggja. Ég hef líka lært talsverða sænsku og hélt að ég gæti tengt íslenskuna við það. En aðallega var það áhuginn sem koma mér hingað og leit ég á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum með landið. Það er alls ekki ólíkt Finnlandi en ég læri samt eitthvað nýtt á hverjum degi. Til dæmis skil ég ekki af hverju fólk hendir jólatrjánum sínum út á götu," segir Anne og hlær dátt en bætir við að henni finnist gott að búa í miðbænum en Anne býr á gistiheimili með nemendum af ýmsum þjóðernum. Anne er í fullu námi við Háskólann en meðfram íslenskunáminu tekur hún einnig áfanga í ensku og sænsku. "Ég ætlaði bara að vera eina önn fyrst en síðan var ég svo hrifin af landi, þjóð og tungu að ég ákvað að vera líka vorönnina. Ég er líka ekki búin að læra málið almennilega. Ég get farið í Bónus á íslensku en það eru viss takmörk þegar maður lærir annað tungumál. Ef ég myndi þora að tala meira þá væri ég örugglega búin að læra meira, en ég dett oft í að tala ensku því það er auðveldara. Ég veit samt ekki enn hvort ég vil halda áfram í íslenskunámi eftir næsta sumar en það væri gaman að fá gráðu." Námið á Íslandi er aðeins öðruvísi en í Finnlandi að sögn Anne "Hér eru miklu meiri heimaverkefni og nemendur þurfa að vinna meira sjálfstætt. Síðan verð ég að mæta í tíma ef ég vil læra eitthvað því maður missir talsvert úr ef maður mætir ekki í tíma. Einingakerfið er líka öðruvísi og fæ ég fleiri einingar hér en í Finnlandi. En það er ekkert líkt með íslensku og finnsku. Gjörsamlega ekki neitt," segir Anne en flestir tímarnir hennar eru á íslensku. "Á síðustu önn töluðu kennararnir sambland af íslensku og ensku. En þeir töluðu íslensku mjög hægt þannig að það var auðvelt að skilja. Stundum sat ég reyndar og skildi ekki baun og þurfti að spyrja fólk við hliðina á mér hvað var að gerast. Þessi önn virðist vera miklu erfiðari. Við þurfum að lesa heila bók á íslensku. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég fer að því. Ég held ég velji mér bara barnabók," segir Anne og glottir. Nám Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Mig hefur langað að koma til Íslands lengi og það hefur verið eins konar þráhyggja. Ég hef líka lært talsverða sænsku og hélt að ég gæti tengt íslenskuna við það. En aðallega var það áhuginn sem koma mér hingað og leit ég á þetta sem skemmtilega áskorun. Ég hef alls ekki orðið fyrir vonbrigðum með landið. Það er alls ekki ólíkt Finnlandi en ég læri samt eitthvað nýtt á hverjum degi. Til dæmis skil ég ekki af hverju fólk hendir jólatrjánum sínum út á götu," segir Anne og hlær dátt en bætir við að henni finnist gott að búa í miðbænum en Anne býr á gistiheimili með nemendum af ýmsum þjóðernum. Anne er í fullu námi við Háskólann en meðfram íslenskunáminu tekur hún einnig áfanga í ensku og sænsku. "Ég ætlaði bara að vera eina önn fyrst en síðan var ég svo hrifin af landi, þjóð og tungu að ég ákvað að vera líka vorönnina. Ég er líka ekki búin að læra málið almennilega. Ég get farið í Bónus á íslensku en það eru viss takmörk þegar maður lærir annað tungumál. Ef ég myndi þora að tala meira þá væri ég örugglega búin að læra meira, en ég dett oft í að tala ensku því það er auðveldara. Ég veit samt ekki enn hvort ég vil halda áfram í íslenskunámi eftir næsta sumar en það væri gaman að fá gráðu." Námið á Íslandi er aðeins öðruvísi en í Finnlandi að sögn Anne "Hér eru miklu meiri heimaverkefni og nemendur þurfa að vinna meira sjálfstætt. Síðan verð ég að mæta í tíma ef ég vil læra eitthvað því maður missir talsvert úr ef maður mætir ekki í tíma. Einingakerfið er líka öðruvísi og fæ ég fleiri einingar hér en í Finnlandi. En það er ekkert líkt með íslensku og finnsku. Gjörsamlega ekki neitt," segir Anne en flestir tímarnir hennar eru á íslensku. "Á síðustu önn töluðu kennararnir sambland af íslensku og ensku. En þeir töluðu íslensku mjög hægt þannig að það var auðvelt að skilja. Stundum sat ég reyndar og skildi ekki baun og þurfti að spyrja fólk við hliðina á mér hvað var að gerast. Þessi önn virðist vera miklu erfiðari. Við þurfum að lesa heila bók á íslensku. Ég hef ekki hugmynd hvernig ég fer að því. Ég held ég velji mér bara barnabók," segir Anne og glottir.
Nám Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira