Steingrímur og Róbert í Silfrinu 27. janúar 2005 00:01 Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum á Stöð 2, Reyni Traustason ritstjóra, Ögmund Jónasson alþingismann, Ingibjörgu Stefánsdóttir uppeldisfræðing og Árna Snævarr fréttamann. Í þættinum verður fjallað um ýmislegt sem hæst ber í stjórnmálum, þar má nefna formannskosningu í Samfylkingunni, framboðið til Öryggisráðsins, stóriðjuframkvæmdir, hagvöxt og atvinnustefnu, kreppu Framsóknarflokksins, meinta herferð fjölmiðla gegn flokknum og uppsögn formanns Blaðamannafélagsins á Stöð 2, stuðninginn við Íraksstríðið, fréttastjórastöðu á útvarpinu, brottrekstur útlendinga úr landinu - og loks er líklegt að rætt verði um þingkosningarnar í Danmörku. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag - í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að horfa á hann hér í veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun
Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, verður sérstakur gestur í Silfri Egils á sunnudaginn. Hann mun ræða ýmislegt sem er í deiglunni um þessar mundir, meðal annars ræða Íraksmál, gróðurhúsaáhrif og annað sem ber hátt í alþjóðapólitík. Af öðrum gestum sem eru komnir á blað í þættinum má nefna Róbert Marshall fréttamann, sem sagt hefur upp störfum á Stöð 2, Reyni Traustason ritstjóra, Ögmund Jónasson alþingismann, Ingibjörgu Stefánsdóttir uppeldisfræðing og Árna Snævarr fréttamann. Í þættinum verður fjallað um ýmislegt sem hæst ber í stjórnmálum, þar má nefna formannskosningu í Samfylkingunni, framboðið til Öryggisráðsins, stóriðjuframkvæmdir, hagvöxt og atvinnustefnu, kreppu Framsóknarflokksins, meinta herferð fjölmiðla gegn flokknum og uppsögn formanns Blaðamannafélagsins á Stöð 2, stuðninginn við Íraksstríðið, fréttastjórastöðu á útvarpinu, brottrekstur útlendinga úr landinu - og loks er líklegt að rætt verði um þingkosningarnar í Danmörku. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 klukkan 12 á sunnudag - í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að horfa á hann hér í veftívíinu.