Viðskiptatækifæri almennings 10. febrúar 2005 00:01 Ræða Björgólfs Thors Björgólfssonar á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands var skelegg og kjarnyrt eins og við mátti búast. Árangur Björgólfs Thors í fjárfestingum víða um heim hefur ekki síst mótast af því að hann hefur markað sér skýra stefnu í fjárfestingum og hvikar ekki frá henni. Skoðanir hans eru af sama meiði, skýrar og greinilegar og ágætlega studdar rökum sem sprottin eru af reynslu hans af viðskiptaheiminum. Það var því fengur í því fyrir íslenska kaupsýslumenn og stjórnmálamenn að hlýða á boðskap hans. Leiðarstefið i ræðu Björgólfs Thors var að viðskipti hefðu og myndu um alla framtíð byggjast á trausti milli manna sem telja sér hag í að skiptast á verðmætum. Hann varaði við því að utan um grundvallarsannindi traustsins væri hlaðið of miklu regluverki. Útrás er tískuorðið í viðskiptum Íslendinga í dag. Frá sjónarhóli alþjóðlegs fjárfestis eins og Björgólfs Thors er hugtakið heimóttarlegt og sprottið af útnesjamennsku þeirra sem nýverið hafa uppgötvað heiminn. Það skiptir þó minnstu hvað við köllum sókn íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. Aðalatriðið er að íslensk fyrirtæki skilgreina sig sem alþjóðleg fyrirtæki og vinna eftir lögmálum markaðarins, vaxa og dafna, auka veltu og arðsemi. Björgólfur lýsti þeirri þróun sem orðið hefur meðal fjárfesta eftir atburðina 11. september 2001. Í kjölfar hryðjuverka og hneykslismála í viðskipalífinu hefur eftirlitsiðnaði hvers konar vaxið fiskur um hrygg. Meðal fylgifiskanna eru sífellt flóknari reglur og skilyrði kauphalla sem aftur hafa leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fyrirtæki af markaði. Björgólfur Thor sagði þetta óheillaþróun og lýsti þeim markmiðum sínum að félög hans væru opnir klúbbar þar sem almenningi gæfist kostur á að fjárfesta með sterkum kjölfestufjárfestum. Skráning félaga í kauphöll ætti að vera keppikefli þeirra sem aðhyllast frjálsan markaðsbúskap. Hugmyndin um að almenningur geti fjárfest í vel reknum fyrirtækjum og hagnast með þeim er góð, og mikilvægt að hvatt sé til sparnaðar og fjárfestingar venjulegs fólks í fyrirtækjum. Björgólfur Thor bendir réttilega á að flóknar reglur sem draga úr því að fyrirtæki séu skráð leiði að lokum til þess að margir af bestu fjárfestingakostunum verði ekki aðgengilegir venjulegu fólki. Flókið regluverk mótað af tortryggni má ekki verða til þess að menn missi sjónar á tækifærinu sem liggur í þátttöku almennings í atvinnulífinu gegnum hlutafjáreign. Sú þátttaka er bæði almenningi og fyrirtækjunum til hagsbóta. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lýsti á viðskiptaþinginu áhuga sínum á að Ísland gæti orðið fjármálamiðstöð í framtíðinni. Ánægjulegt var að heyra að skilaboð forsætisráðherra til viðskiptalífsins voru laus við þann umvöndunartón sem oft hafa einkennt samskipti stjórnmálamanna við viðskiptalífið að undanförnu. Orð Halldórs og Björgólfs Thors eru vonandi til vitnis um að vænta megi ríkari skilnings milli stjórnmálamanna og framsækinna íslenskra kaupsýslumanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Hafliði Helgason Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun
Ræða Björgólfs Thors Björgólfssonar á viðskiptaþingi Verslunarráðs Íslands var skelegg og kjarnyrt eins og við mátti búast. Árangur Björgólfs Thors í fjárfestingum víða um heim hefur ekki síst mótast af því að hann hefur markað sér skýra stefnu í fjárfestingum og hvikar ekki frá henni. Skoðanir hans eru af sama meiði, skýrar og greinilegar og ágætlega studdar rökum sem sprottin eru af reynslu hans af viðskiptaheiminum. Það var því fengur í því fyrir íslenska kaupsýslumenn og stjórnmálamenn að hlýða á boðskap hans. Leiðarstefið i ræðu Björgólfs Thors var að viðskipti hefðu og myndu um alla framtíð byggjast á trausti milli manna sem telja sér hag í að skiptast á verðmætum. Hann varaði við því að utan um grundvallarsannindi traustsins væri hlaðið of miklu regluverki. Útrás er tískuorðið í viðskiptum Íslendinga í dag. Frá sjónarhóli alþjóðlegs fjárfestis eins og Björgólfs Thors er hugtakið heimóttarlegt og sprottið af útnesjamennsku þeirra sem nýverið hafa uppgötvað heiminn. Það skiptir þó minnstu hvað við köllum sókn íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. Aðalatriðið er að íslensk fyrirtæki skilgreina sig sem alþjóðleg fyrirtæki og vinna eftir lögmálum markaðarins, vaxa og dafna, auka veltu og arðsemi. Björgólfur lýsti þeirri þróun sem orðið hefur meðal fjárfesta eftir atburðina 11. september 2001. Í kjölfar hryðjuverka og hneykslismála í viðskipalífinu hefur eftirlitsiðnaði hvers konar vaxið fiskur um hrygg. Meðal fylgifiskanna eru sífellt flóknari reglur og skilyrði kauphalla sem aftur hafa leitt til þess að fjárfestar hafa í auknum mæli tekið fyrirtæki af markaði. Björgólfur Thor sagði þetta óheillaþróun og lýsti þeim markmiðum sínum að félög hans væru opnir klúbbar þar sem almenningi gæfist kostur á að fjárfesta með sterkum kjölfestufjárfestum. Skráning félaga í kauphöll ætti að vera keppikefli þeirra sem aðhyllast frjálsan markaðsbúskap. Hugmyndin um að almenningur geti fjárfest í vel reknum fyrirtækjum og hagnast með þeim er góð, og mikilvægt að hvatt sé til sparnaðar og fjárfestingar venjulegs fólks í fyrirtækjum. Björgólfur Thor bendir réttilega á að flóknar reglur sem draga úr því að fyrirtæki séu skráð leiði að lokum til þess að margir af bestu fjárfestingakostunum verði ekki aðgengilegir venjulegu fólki. Flókið regluverk mótað af tortryggni má ekki verða til þess að menn missi sjónar á tækifærinu sem liggur í þátttöku almennings í atvinnulífinu gegnum hlutafjáreign. Sú þátttaka er bæði almenningi og fyrirtækjunum til hagsbóta. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra lýsti á viðskiptaþinginu áhuga sínum á að Ísland gæti orðið fjármálamiðstöð í framtíðinni. Ánægjulegt var að heyra að skilaboð forsætisráðherra til viðskiptalífsins voru laus við þann umvöndunartón sem oft hafa einkennt samskipti stjórnmálamanna við viðskiptalífið að undanförnu. Orð Halldórs og Björgólfs Thors eru vonandi til vitnis um að vænta megi ríkari skilnings milli stjórnmálamanna og framsækinna íslenskra kaupsýslumanna.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun