Heitur áhugi gesta 19. febrúar 2005 00:01 Lokakeppni Food and Fun hátíðarinnar var haldin í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík og sótti mikill mannfjöldi keppnina. Áberandi var brennandi áhugi gestanna á matseld og spurði fólk kokkana mikið og fylgdist grannt með allri sýnikennslu. Talsmenn hátíðarinnar segja að hátíðin í ár hafi gengið fram úr björtustu vonum og hafi áhugi erlendra blaðamanna verið mikill og líklegt er að gerð verði sérstök heimildarmynd um hátíðina. Andrúmsloftið var afslappað og skemmtilegt og það virtist ganga vel upp að halda matarhátíð í húsi listasafnsins sem áður var gamall fiskmarkaður. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og í ár var hún haldin í samstarfi við vetrarhátíð í Reykjavík. Áður en keppni hófst í gær var undirritaður samstarfssamningur Reykjavíkur og Food and Fun hátíðarinnar til þriggja ára og nokkuð víst að hátíðin er komin til að vera. Food and Fun Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið
Lokakeppni Food and Fun hátíðarinnar var haldin í gær í Hafnarhúsinu í Reykjavík og sótti mikill mannfjöldi keppnina. Áberandi var brennandi áhugi gestanna á matseld og spurði fólk kokkana mikið og fylgdist grannt með allri sýnikennslu. Talsmenn hátíðarinnar segja að hátíðin í ár hafi gengið fram úr björtustu vonum og hafi áhugi erlendra blaðamanna verið mikill og líklegt er að gerð verði sérstök heimildarmynd um hátíðina. Andrúmsloftið var afslappað og skemmtilegt og það virtist ganga vel upp að halda matarhátíð í húsi listasafnsins sem áður var gamall fiskmarkaður. Þetta er fjórða árið í röð sem hátíðin er haldin og í ár var hún haldin í samstarfi við vetrarhátíð í Reykjavík. Áður en keppni hófst í gær var undirritaður samstarfssamningur Reykjavíkur og Food and Fun hátíðarinnar til þriggja ára og nokkuð víst að hátíðin er komin til að vera.
Food and Fun Mest lesið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Lífið „Þetta virkar ekki alveg saman“ Lífið