Bíllinn er algjör ljúflingur 19. febrúar 2005 00:01 Þóra Guðmundsdóttir er mjög hrifin af 250 hestafla Audi-bílnum sínum. Hún valdi skutbíl vegna hundsins sem er oft með í för Þóra Guðmundsdóttir hefur átt marga bíla um ævina en ekur nú um á Audi Quattro Allroad skutbíl, árgerð 2004. "Ég hef alltaf verið á Subaru, Hondu og Audi," segir Þóra. "Það voru trúarbrögð hjá mér að vera á Hondu þangað til ég datt niður á Audi-inn. Þetta er langskemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Það er gott að keyra hann, hann er stöðugur, öruggur, þéttur og gefur manni trausta tilfinningu." Þóra var áður á framhjóladrifsbílum en vill í dag ekki sjá neitt nema fjórhjóladrif. "Til dæmis til að komast í bústaðinn. Bíllinn verður að komast leiðar sinnar. Svo er ég með hund svo ég verð að vera á skutbíl. Hann er með ágætis stúdíóíbúð þarna aftur í," segir Þóra. Í bílnum er 2,7 lítra twin turbo V-6 mótor sem telur 250 hestöfl og skilar Þóru úr kyrrstöðu í 100 á rúmum 7 sekúndum. "Það er freistandi að kitla pinnann en maður verður að halda sig innan leyfilegra marka. Það er mjög skemmtilegt viðbragð í bílnum þó að hann sé sjálfskiptur," segir hún. Þá er hann búinn stillanlegri loftpúðafjöðrun, sem Þóra segir að hafi vegið þungt þegar hún ákvað að kaupa bílinn, enda skemmtilegur kostur þegar hún fer út á land. Aðspurð hverju hún sækist eftir þegar hún velur bíl segir Þóra að sjálfskipting sé algjört frumskilyrði. "Svo vil ég að hann sé fjórhjóladrifinn og þægilegur. Þessi er til dæmis með marga stillimöguleika á sætunum sem ég kann mjög vel við. Þegar ég var að leita að bíl setti ég það sem skilyrði númer eitt, tvö og þrjú að það væri kaffibollahaldari í honum - að öðrum kosti liti ég ekki við honum," segir hún og hlær. Það er í mörgu að snúast hjá Þóru þessa dagana því fyrir utan að sitja í stjórn Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er hún að flytja inn stórtenórinn Placido Domingo. "Ég hlusta oft á hann í bílnum, enda eru hljómflutningstækin í honum alveg frábær, einir átta hátalarar. Þessi bíll er algjör ljúflingur," segir Þóra að lokum. Bílar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þóra Guðmundsdóttir er mjög hrifin af 250 hestafla Audi-bílnum sínum. Hún valdi skutbíl vegna hundsins sem er oft með í för Þóra Guðmundsdóttir hefur átt marga bíla um ævina en ekur nú um á Audi Quattro Allroad skutbíl, árgerð 2004. "Ég hef alltaf verið á Subaru, Hondu og Audi," segir Þóra. "Það voru trúarbrögð hjá mér að vera á Hondu þangað til ég datt niður á Audi-inn. Þetta er langskemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Það er gott að keyra hann, hann er stöðugur, öruggur, þéttur og gefur manni trausta tilfinningu." Þóra var áður á framhjóladrifsbílum en vill í dag ekki sjá neitt nema fjórhjóladrif. "Til dæmis til að komast í bústaðinn. Bíllinn verður að komast leiðar sinnar. Svo er ég með hund svo ég verð að vera á skutbíl. Hann er með ágætis stúdíóíbúð þarna aftur í," segir Þóra. Í bílnum er 2,7 lítra twin turbo V-6 mótor sem telur 250 hestöfl og skilar Þóru úr kyrrstöðu í 100 á rúmum 7 sekúndum. "Það er freistandi að kitla pinnann en maður verður að halda sig innan leyfilegra marka. Það er mjög skemmtilegt viðbragð í bílnum þó að hann sé sjálfskiptur," segir hún. Þá er hann búinn stillanlegri loftpúðafjöðrun, sem Þóra segir að hafi vegið þungt þegar hún ákvað að kaupa bílinn, enda skemmtilegur kostur þegar hún fer út á land. Aðspurð hverju hún sækist eftir þegar hún velur bíl segir Þóra að sjálfskipting sé algjört frumskilyrði. "Svo vil ég að hann sé fjórhjóladrifinn og þægilegur. Þessi er til dæmis með marga stillimöguleika á sætunum sem ég kann mjög vel við. Þegar ég var að leita að bíl setti ég það sem skilyrði númer eitt, tvö og þrjú að það væri kaffibollahaldari í honum - að öðrum kosti liti ég ekki við honum," segir hún og hlær. Það er í mörgu að snúast hjá Þóru þessa dagana því fyrir utan að sitja í stjórn Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er hún að flytja inn stórtenórinn Placido Domingo. "Ég hlusta oft á hann í bílnum, enda eru hljómflutningstækin í honum alveg frábær, einir átta hátalarar. Þessi bíll er algjör ljúflingur," segir Þóra að lokum.
Bílar Mest lesið Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun Kristrún meðal hundrað rísandi stjarna Time Lífið Herra skepna sló Hafþór utan undir Lífið Ekki er allt gull sem glóir Gagnrýni Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Tíska og hönnun Leið yfir hana umkringd nöktum konum Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hnetukjúklingurinn hennar Höllu Lífið Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Tónlist Aðstoðarþjálfarinn reyndist ekki vera transkona Lífið Fleiri fréttir Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira