Bíllinn er algjör ljúflingur 19. febrúar 2005 00:01 Þóra Guðmundsdóttir er mjög hrifin af 250 hestafla Audi-bílnum sínum. Hún valdi skutbíl vegna hundsins sem er oft með í för Þóra Guðmundsdóttir hefur átt marga bíla um ævina en ekur nú um á Audi Quattro Allroad skutbíl, árgerð 2004. "Ég hef alltaf verið á Subaru, Hondu og Audi," segir Þóra. "Það voru trúarbrögð hjá mér að vera á Hondu þangað til ég datt niður á Audi-inn. Þetta er langskemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Það er gott að keyra hann, hann er stöðugur, öruggur, þéttur og gefur manni trausta tilfinningu." Þóra var áður á framhjóladrifsbílum en vill í dag ekki sjá neitt nema fjórhjóladrif. "Til dæmis til að komast í bústaðinn. Bíllinn verður að komast leiðar sinnar. Svo er ég með hund svo ég verð að vera á skutbíl. Hann er með ágætis stúdíóíbúð þarna aftur í," segir Þóra. Í bílnum er 2,7 lítra twin turbo V-6 mótor sem telur 250 hestöfl og skilar Þóru úr kyrrstöðu í 100 á rúmum 7 sekúndum. "Það er freistandi að kitla pinnann en maður verður að halda sig innan leyfilegra marka. Það er mjög skemmtilegt viðbragð í bílnum þó að hann sé sjálfskiptur," segir hún. Þá er hann búinn stillanlegri loftpúðafjöðrun, sem Þóra segir að hafi vegið þungt þegar hún ákvað að kaupa bílinn, enda skemmtilegur kostur þegar hún fer út á land. Aðspurð hverju hún sækist eftir þegar hún velur bíl segir Þóra að sjálfskipting sé algjört frumskilyrði. "Svo vil ég að hann sé fjórhjóladrifinn og þægilegur. Þessi er til dæmis með marga stillimöguleika á sætunum sem ég kann mjög vel við. Þegar ég var að leita að bíl setti ég það sem skilyrði númer eitt, tvö og þrjú að það væri kaffibollahaldari í honum - að öðrum kosti liti ég ekki við honum," segir hún og hlær. Það er í mörgu að snúast hjá Þóru þessa dagana því fyrir utan að sitja í stjórn Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er hún að flytja inn stórtenórinn Placido Domingo. "Ég hlusta oft á hann í bílnum, enda eru hljómflutningstækin í honum alveg frábær, einir átta hátalarar. Þessi bíll er algjör ljúflingur," segir Þóra að lokum. Bílar Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira
Þóra Guðmundsdóttir er mjög hrifin af 250 hestafla Audi-bílnum sínum. Hún valdi skutbíl vegna hundsins sem er oft með í för Þóra Guðmundsdóttir hefur átt marga bíla um ævina en ekur nú um á Audi Quattro Allroad skutbíl, árgerð 2004. "Ég hef alltaf verið á Subaru, Hondu og Audi," segir Þóra. "Það voru trúarbrögð hjá mér að vera á Hondu þangað til ég datt niður á Audi-inn. Þetta er langskemmtilegasti bíll sem ég hef átt. Það er gott að keyra hann, hann er stöðugur, öruggur, þéttur og gefur manni trausta tilfinningu." Þóra var áður á framhjóladrifsbílum en vill í dag ekki sjá neitt nema fjórhjóladrif. "Til dæmis til að komast í bústaðinn. Bíllinn verður að komast leiðar sinnar. Svo er ég með hund svo ég verð að vera á skutbíl. Hann er með ágætis stúdíóíbúð þarna aftur í," segir Þóra. Í bílnum er 2,7 lítra twin turbo V-6 mótor sem telur 250 hestöfl og skilar Þóru úr kyrrstöðu í 100 á rúmum 7 sekúndum. "Það er freistandi að kitla pinnann en maður verður að halda sig innan leyfilegra marka. Það er mjög skemmtilegt viðbragð í bílnum þó að hann sé sjálfskiptur," segir hún. Þá er hann búinn stillanlegri loftpúðafjöðrun, sem Þóra segir að hafi vegið þungt þegar hún ákvað að kaupa bílinn, enda skemmtilegur kostur þegar hún fer út á land. Aðspurð hverju hún sækist eftir þegar hún velur bíl segir Þóra að sjálfskipting sé algjört frumskilyrði. "Svo vil ég að hann sé fjórhjóladrifinn og þægilegur. Þessi er til dæmis með marga stillimöguleika á sætunum sem ég kann mjög vel við. Þegar ég var að leita að bíl setti ég það sem skilyrði númer eitt, tvö og þrjú að það væri kaffibollahaldari í honum - að öðrum kosti liti ég ekki við honum," segir hún og hlær. Það er í mörgu að snúast hjá Þóru þessa dagana því fyrir utan að sitja í stjórn Unicef, barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, er hún að flytja inn stórtenórinn Placido Domingo. "Ég hlusta oft á hann í bílnum, enda eru hljómflutningstækin í honum alveg frábær, einir átta hátalarar. Þessi bíll er algjör ljúflingur," segir Þóra að lokum.
Bílar Mest lesið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Fleiri fréttir Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Sjá meira