Kenna fólki að virkja eigin hugsun 22. febrúar 2005 00:01 Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum." Nám Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Þorvaldur Þorsteinsson og Helena Jónsdóttir eru lífskúnstnerar sem hafa miklu að miðla. Parið hefur sett upp nýja námskeiðs- og fræðslumiðstöð, www.kennsla.is "Við viljum að fólk geti notið óformlegs listnáms og einnig opna augu þess fyrir því sem það hefur sjálft til brunns að bera," segir Þorvaldur, inntur frétta af þessari nýju starfsemi. Hann situr einn fyrir svörum því Helena er á fullu að undirbúa frumsýningu á eigin dansleikhúsverki, Open Source, sem verður í Borgarleikhúsinu nú á sunnudagskvöld. Ljóst er að þau skötuhjú búa yfir margháttaðri reynslu hvort á sínu sviði, hún úr dans- og stuttmyndaheiminum, hann úr heimi skrifta og myndlistar, og bæði hafa þau kennt í listaháskólum í Evrópu og Bandaríkjunum. Auk þess hafa þau laðað fleiri listamenn að kennslu á námskeiðunum, þá Kára Halldór leikstjóra, Lárus Ými kvikmyndagerðarmann og Guðna Gunnarsson, höfund Rope Yoga heimspekinnar. Þótt upplýsingar um námskeiðin séu öllum aðgengilegar á vefnum www.kennsla.is skautum við með Þorvaldi í gegnum þær. "Skapandi skrif" eru þar efst á blaði og það er rithöfundurinn Þorvaldur sem þar leiðbeinir. Fyrsta námskeiðið fylltist strax en annað verður í boði í lok mars. "Má ég líka" sem búið er að prufukeyra bæði í borginni og úti á landi með góðum árangri segir Þorvaldur vera eins kvölds námskeið. "Þetta eru ofsalega þéttir fjórir klukkutímar. Ég fer ofan í allt sem mér finnst skipta mestu máli af öllu því sem ég hef lært. Fólk hefur miklum skammti úr að moða því það er svo margt sem rótast upp," útskýrir hann. "Að skrifa texta sem skilar sér" er námskeið sem Þorvaldur segir ætlað fyrirtækjum og er byggt á reynslu hans sem hugmynda- og textasmiðs. Þá er komið að námskeiðum Helenu og hinna kennaranna sem Þorvaldur lýsir svo. ""Það geta allir dansað" gengur út á að dans er eitthvað sem við getum öll notið, svo framarlega sem við áttum okkur á því að hann er okkur eiginlegur, burtséð frá reglum og þjálfun. Helena hefur líka unnið mikið við stuttmyndir og það er form sem gaman er fyrir hvern og einn að leika sér með. Tjáningin, stuttmyndin og meðvitundin um líkamann er einnig inntak námskeiða sem eru fyrirhuguð með Kára Halldóri og Lárusi Ými og í apríl verður Guðni Gunnarsson með kynningu á Rope Yoga fræðum. En aðaltilgangur námskeiðanna er að kenna fólki að bera virðingu fyrir sínu innra lífi, eigin hugsunum og hæfileikum."
Nám Mest lesið „Þú veist þú varst að fara að reykja krakk, er það ekki?“ Lífið Halla fær að koma inn í eldhúsið tvisvar á ári Lífið Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Menning Ástin blómstrar hjá Arndísi Önnu og Lindu Lífið Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Menning Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Segir Sinatra hafa verið „risavaxinn“ neðan beltis Lífið Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Tíska og hönnun Taka í gegn fjölskylduhús í Eyjum með einstöku útsýni Lífið Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Tónlist Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira