Íslenska lopapeysan sem tískuvara 24. febrúar 2005 00:01 Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar. Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Feðginin Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Guðmundsdóttir hafa látið endurhanna klassísku íslensku lopapeysuna og selja hana undir merkjum Cintamanis. Lopapeysan er algerlega að slá í gegn þessa dagana og maður hlýtur því að spyrja sig hvað það er sem veldur. Skúli J. Björnsson og Elva Rósa Skúladóttir hjá Sportís eiga ef til einhverja sök að máli en þau hafa látið endurhanna lopapeysuna og selja hana nú í fyrsta sinn sem tískuvöru undir vörumerki Cintamanis. "Við viljum gera íslensku lopapeysuna að tískuvöru ásamt því að auka notagildi hennar. Hún á ekki bara að vera einhver peysa sem útlendingar kaupa til sönnunar um að þeir hafi verið á Íslandi, heldur notuð dags daglega við hvaða aðstæður sem er," segja þau Skúli og Elva Rósa. Íslenska lopapeysan hefur fengið smá andlitslyftingu hjá Cintamani og má þar nefna að aðeins er munstubekkur á henni að ofan og kvenpeysurnar eru aðsniðnar til að gera þær klæðilegri. Bæði er hægt að fá þær heilar og með rennilás sem renndur er í báðar áttir. "Við erum eingöngu með peysurnar í svörtu og hvítu þó það sé hægt að leita til okkar ef fólk er með séróskir," segir Elva Rósa og leggur áherslu á að hver einasta peysa er handprjónuð og er valið á þeim konum sem prjóna peysurnar vandað vel. "Við töldum það algert skilyrði að hafa peysurnar handprjónaðar bæði til að viðhalda þeirri þekkingu sem til er og einnig vegna þess að það er hluti af karakter peysunnar. Við notum svo aðeins bestu prjónakonurnar og við leggjum áherslu á að borga þeim það sem þær eiga skilið fyrir vinnu sína," segir Skúli en lopapeysurnar eru seldar á 14.900 lokaðar og 16.900 renndar.
Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Lífið Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins Lífið Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Lífið Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira