Hundar í leikskóla 24. febrúar 2005 00:01 Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann. Tilveran Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Leikskólinn Voffaborg starfar í húsi gamla dýraspítalans í Víðidal. Nú þurfa hundaeigendur ekki lengur að skilja bestu vinina eftir eina heima á daginn þegar aðrir fjölskyldumeðlimir halda til vinnu. Það var líf of fjör þegar fréttastofan leit inn á leikskólann Voffaborg enda eigendurnir fjarri góðu gamni. Sautján leikskólabörn voru á leikskólanum og undu þar glöð við sinn hag við leik og störf. Leikskólinn sem tók til starfa í nóvember er gríðarlega vinsæll enda sá eini sinnar tegundar í borginni. Gunnar Ísdal Pétursson, hundafóstra og stofnandi leikskólans, segir að leikskólinn sé ekkert ósvipaður venjulegum leikskóla fyrir utan það að þennan sæki hundar. Komið sé með hundana á morgnana og svo sé haft ofan af fyrir þeim á daginn. Aðspurður hvernig hugmyndin hafi vaknað segir Gunnar að hann hafi fengið hana og bendir á hundaleikskólar séu til erlendis. Hundahótel hafi verið starfrækt í húsnæði leikskólans en minna hafi verið að gera á veturna. Þá hafi hann vitað að fjölmargir hundar væru einir heima á meðan eigendur þeirra væru í vinnunni. Aðspurður hvernig hundunum líki á Voffaborg segir Gunnar að þeim líði frábærlega. Voffaborg er fjölmenningarlegur leikskóli. Kisur eru nefnilega líka velkomnar og jafnvel önnur gæludýr. Gunnar segir að páfagaukar komi í skólann rétt fyrir páska en hann efist um að þeir verði eingöngu í daggæslu heldur verði þeirra gætt á meðan eigendurnir séu í fríi. Gunnar hefur alið allan sinn aldur umkringdur hinu fjölbreytilegasta dýralífi, fyrst sem sveitadrengur og síðan sem dýrahirðir í Húsdýragarðinum. Hann segist hafa þurft að hætta þar vegna ofnæmis fyrir dýrum en hann láti sig engu að síður hafa það að reka leikskólann.
Tilveran Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Fleiri fréttir Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira