Flakkar um með vatnsliti og striga 25. febrúar 2005 00:01 Tolli Morthens hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og segist vera með bíladellu. Hann tók bílprófið seint og um síðir eða þegar hippatímabilinu lauk. Þorlákur "Tolli" Morthens myndlistarmaður keyrir um á fjórhjóladrifnum Dodge Durango-jeppa og finnst lítið til venjulegra framhjóladrifinna bíla koma. Hann á þó einn þannig bíl, sem hann notar til að spara Dodge-inn. "Það eru svo sem fjögur hjól undir báðum en að öll hjólin skuli vera læst í drifið gerir gæfumuninn," segir Tolli. "Annað er eins og að vera með tvær lappir og að önnur væri staurlöpp. Munurinn er algjör." Tolli keypti sér fyrst fjórhjóladrifinn bíl til að nota utanbæjar, en svo segist hann finna að þetta skipti líka máli í innanbæjarakstri. "Það er reyndar aðallega ef eitthvað er að færð, en þá er maður miklu öruggari." Tolli hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og er bíladellukarl. "Þetta lítur út fyrir að vera sjúkdómseinkenni. Ég tók þó ekki bílpróf fyrr en seint og um síðir. Ég er auðvitað gamall hippi og leit á bílprófið sem symból fyrir borgaraleg leiðindi. Maður fór bara hjólandi eða í strætó." Listamaðurinn var mest í farandmennsku á hippaárunum sínum og mikið á sjó og segist ekkert hafa haft við bíl að gera. "Þegar ég svo komst upp á bragðið varð ekki aftur snúið. Ég var heillaður af þessum möguleika að komast til fjalla og þess vegna valdi ég fjórhjóladrifinn bíl. Þessi jeppi dugir þó ekki í svokallaðar vetrarferðir, þar sem bílarnir eru á 38 tommu dekkjum, 40 tommu og þar yfir. Ef ég ætla upp á jökul fer ég með spesíalistunum." Tolli kann vel að meta að geta ekið utan vega því hann hefur gaman af að flakka um í náttúrunni með vatnsliti og striga. "Það er æðislegt frelsi. Við hjónin erum líka dálítið að róa á kajak, og svo er maður alltaf að leita fanga í myndirnar og uppgötva eitthvað nýtt." Bílar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Tolli Morthens hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og segist vera með bíladellu. Hann tók bílprófið seint og um síðir eða þegar hippatímabilinu lauk. Þorlákur "Tolli" Morthens myndlistarmaður keyrir um á fjórhjóladrifnum Dodge Durango-jeppa og finnst lítið til venjulegra framhjóladrifinna bíla koma. Hann á þó einn þannig bíl, sem hann notar til að spara Dodge-inn. "Það eru svo sem fjögur hjól undir báðum en að öll hjólin skuli vera læst í drifið gerir gæfumuninn," segir Tolli. "Annað er eins og að vera með tvær lappir og að önnur væri staurlöpp. Munurinn er algjör." Tolli keypti sér fyrst fjórhjóladrifinn bíl til að nota utanbæjar, en svo segist hann finna að þetta skipti líka máli í innanbæjarakstri. "Það er reyndar aðallega ef eitthvað er að færð, en þá er maður miklu öruggari." Tolli hefur átt fjölda fjórhjóladrifinna bíla og er bíladellukarl. "Þetta lítur út fyrir að vera sjúkdómseinkenni. Ég tók þó ekki bílpróf fyrr en seint og um síðir. Ég er auðvitað gamall hippi og leit á bílprófið sem symból fyrir borgaraleg leiðindi. Maður fór bara hjólandi eða í strætó." Listamaðurinn var mest í farandmennsku á hippaárunum sínum og mikið á sjó og segist ekkert hafa haft við bíl að gera. "Þegar ég svo komst upp á bragðið varð ekki aftur snúið. Ég var heillaður af þessum möguleika að komast til fjalla og þess vegna valdi ég fjórhjóladrifinn bíl. Þessi jeppi dugir þó ekki í svokallaðar vetrarferðir, þar sem bílarnir eru á 38 tommu dekkjum, 40 tommu og þar yfir. Ef ég ætla upp á jökul fer ég með spesíalistunum." Tolli kann vel að meta að geta ekið utan vega því hann hefur gaman af að flakka um í náttúrunni með vatnsliti og striga. "Það er æðislegt frelsi. Við hjónin erum líka dálítið að róa á kajak, og svo er maður alltaf að leita fanga í myndirnar og uppgötva eitthvað nýtt."
Bílar Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira