25. febrúar 2005 00:01 Ford kynnir til sögunnar splunkunýjan bíl sem ætti að henta vel á íslenskum markaði. Ford Freestyle er fjórhjóladrifinn sjö manna fólksbílajeppi. Ford Freestyle er bíll sem að mörgu leyti hefur eiginleika jepplings en er þó stærri. Bíllinn hefur mikinn staðalbúnað, svo sem spólvörn og hemlajöfnun. Miðstöðin er með loftkælingu, bílstjórasætið er rafstillt og í bílnum er hraðastillir, svo eitthvað sé nefnt. Í SEL- og Limited-útgáfunni bætist svo við búnaður sem gerir bílinn að meiri lúxusbíl, svo sem aksturstölva með áttavita og leðurklætt stýri (SEL) og leðuráklæði og skiptanleg þriðja sætröð sem er niðurfellanleg í gólf. Sjálfskiptingin í bílnum er stiglaus þannig að hröðunin er afar góð enda er bíllinn búinn þriggja lítra vél þannig að krafturinn er góður. Fjórhjóladrifið er rafeindastýrt með spólvörn. Skynjarar meta veggripið og tapi hjól afli taka hin hjólin við. Í Ford Freestyle er nóg pláss fyrir alla, jafnvel þótt fjölskyldan sé vel rúmlega af vísitölustærð. Útsýni úr aftari röðum er óvenjugott vegna þess að sætin fara lítillega hækkandi. Auk þess er lofthæðin góð í bílnum þannig að farþegar reka sig ekki upp undir þótt fullvaxnir séu í öftustu sætaröð. Þetta er því bíll sem hentar til dæmis vel hinni íslensku, oft á tíðum margbreytilegu, fjölskyldu. Ford Freestyle er mjúkur og lipur. Það sem hann hefur fyrst og fremst fram yfir venjulega sjö manna bíla er að vera hærri, auk þess sem fjórhjóladrifið býður upp á meiri möguleika bæði í vetrarakstri og sem ferðabíll. Auk þess er bíllinn mjúkur og liggur eins og klettur á vegi. Brimborg frumsýnir Ford Freestyle í Brimborgarsalnum við Bíldshöfða 6 í dag, laugardag frá kl. 12 til 17. steinunn@frettabladid.is Ford Freestyle AWD SE - 3.960.000 SEL - 4.140.000 Limited - 4.420.000 Bílarnir eru allir með 3 lítra Duratec bensínvél, 303 hestafla og sjálfskiptir. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 11,2 l (upplýsingar frá Brimborg) Bílar Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Bílar Mest lesið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Lay Low á Grand Rokk Tónlist Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Fleiri fréttir Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning