Allir geta ræktað matjurtir 2. mars 2005 00:01 Námskeið um ræktun matjurta verður haldið í Námsflokkum Hafnarfjarðar í mars. Þar getur fólk meðal annars lært að rækta eigin hvítlauk, salöt og krydd. "Ég ætla að stikla á því helsta sem viðkemur ræktun mat- og kryddjurta í heimilisgörðum," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu. "Við munum til dæmis ræða um grundvallaratriði ræktunarinnar eins og jarðveginn og skoða staðsetningu, sáningu og forræktun matjurta." Auður segir að gríðarleg aukning hafi orðið á undanförnum árum á alls kyns tegundum til ræktunar. "Þetta helst í hendur við breytta matarmenningu. Áður var matjurtagarðurinn oft lítið horn í garðinum á bak við runna og í mesta lagi verið að rækta kartöflur og rófur. Nú er í boði mikið úrval af nýjum og spennandi tegundum og alltaf bætist við. Fólk getur auðveldlega ræktað alls konar salöt eins og til dæmis klettasalat, og matjurtir eins og steinselju, timían, sítrónumelissu, salvíu og graslauk svo eitthvað sé nefnt. Svo er matlaukurinn mjög spennandi, ég hef verið að rækta bæði skalotlauk og hvítlauk og það hefur gengið mjög vel." Auður bendir á að ekki þurfi mikið pláss fyrir matjurtagarð og í viðbót við notagildið séu matjurtirnar oft mjög fallegar og litskrúðugar. "Þá eru berjarunnar hvers konar að verða vinsælir aftur eins og rifs- og sólber og einnig er hægt að rækta stilkilsber. Aðalatriðið er að byrja smátt og á auðveldum tegundum. Það er auðvitað miklu skemmtilegra að borða jurtir sem maður ræktar sjálfur, að ég tali nú ekki um ef þær eru lífrænt ræktaðar." Þeir sem vilja fræðast meira geta skellt sér á námskeiðið í Námsflokkum Hafnarfjarðar sem hefst miðvikudagsvöldið 9. mars. Námskeiðið stendur þrjú miðvikudagskvöld. Nám Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Námskeið um ræktun matjurta verður haldið í Námsflokkum Hafnarfjarðar í mars. Þar getur fólk meðal annars lært að rækta eigin hvítlauk, salöt og krydd. "Ég ætla að stikla á því helsta sem viðkemur ræktun mat- og kryddjurta í heimilisgörðum," segir Auður Jónsdóttir, garðyrkjufræðingur og leiðbeinandi á námskeiðinu. "Við munum til dæmis ræða um grundvallaratriði ræktunarinnar eins og jarðveginn og skoða staðsetningu, sáningu og forræktun matjurta." Auður segir að gríðarleg aukning hafi orðið á undanförnum árum á alls kyns tegundum til ræktunar. "Þetta helst í hendur við breytta matarmenningu. Áður var matjurtagarðurinn oft lítið horn í garðinum á bak við runna og í mesta lagi verið að rækta kartöflur og rófur. Nú er í boði mikið úrval af nýjum og spennandi tegundum og alltaf bætist við. Fólk getur auðveldlega ræktað alls konar salöt eins og til dæmis klettasalat, og matjurtir eins og steinselju, timían, sítrónumelissu, salvíu og graslauk svo eitthvað sé nefnt. Svo er matlaukurinn mjög spennandi, ég hef verið að rækta bæði skalotlauk og hvítlauk og það hefur gengið mjög vel." Auður bendir á að ekki þurfi mikið pláss fyrir matjurtagarð og í viðbót við notagildið séu matjurtirnar oft mjög fallegar og litskrúðugar. "Þá eru berjarunnar hvers konar að verða vinsælir aftur eins og rifs- og sólber og einnig er hægt að rækta stilkilsber. Aðalatriðið er að byrja smátt og á auðveldum tegundum. Það er auðvitað miklu skemmtilegra að borða jurtir sem maður ræktar sjálfur, að ég tali nú ekki um ef þær eru lífrænt ræktaðar." Þeir sem vilja fræðast meira geta skellt sér á námskeiðið í Námsflokkum Hafnarfjarðar sem hefst miðvikudagsvöldið 9. mars. Námskeiðið stendur þrjú miðvikudagskvöld.
Nám Mest lesið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Emilíana Torrini einhleyp Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur Leikjavísir Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag Lífið Fleiri fréttir Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira