Skyrtan sem passar við allt 3. mars 2005 00:01 Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir." Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íris Gunnarsdóttir, annar ritstjóri femin.is, er ekki í neinum vanda með að telja upp uppáhaldsflíkurnar sínar í fataskápnum þótt henni finnist voða leiðinlegt að fara í búðir. "Það er eins og gefur að skilja mjög margt sem er ómissandi í fataskápnum og kannski ekki hægt að nefna það allt í einni andrá. En Diesel-gallabuxurnar eru ómissandi -- gamlar og slitnar með götum. Þær eru hrikalega þægilegar og gott að hendast í þær eftir vinnu," segir Íris en það er samt ein önnur flík sem hún getur hreint og beint ekki verið án. "Karen Millen-skyrtan mín er einnig í miklu uppáhaldi. Hún er svört og passar vel við gallabuxur og fleira. Skyrtan er einfaldlega í uppáhaldi hjá mér vegna þess að ef maður veit ekkert í hvað maður á að fara þá er hún lausnin -- passar við allt og er bara smart," segir Íris. "Einnig er það einn tiltekinn skartgripur sem ég gæti ekki verið án en hann er bæði hægt að nota sem hálsmen og armband. Algjör nauðsynjavara og fæst hjá femin.is," segir Íris sem klæðist fötum sem henni líður vel í. "Ég er ekki fatafrík en mér finnst að sjálfsögðu mjög gaman og líður líka vel þegar ég tolli í tískunni. Ég er samt ekkert sérstaklega að leitast eftir því. Ég fer yfirleitt í það sem mér líður vel í þó svo jafnvel að það sé ekki hátíska. Ég kaupi ekki mikið af fatnaði og mér finnst ekkert ofsalega gaman að fara í búðir."
Mest lesið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Menning Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Fleiri fréttir Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira