Internetið og örgeðja menn 3. mars 2005 00:01 Það sannast enn og aftur hvað netið getur verið háskalegt fyrir fljótfæra menn og örgeðja. Nú hefur Össur Skarphéðinsson neyðst til þess tvívegis á stuttum tíma að breyta pistlum á bloggsíðu sinni. Í annað skiptið var hann að fjalla um ráðningu Bryndísar Hlöðversdóttur á Bifröst - en breytti pistlinum fljótlega þegar hann sá að ýmislegt í honum virkaði stuðandi. Í hitt skiptið fjallaði hann um hugmyndir framtíðarhóps Ingibjargar Sólrúnar í skólamálum. Á þetta er bent á bloggvefnum Málbeininu og það svo tekið upp í Staksteinum Moggans í morgun. Þarna notaði Össur tækifærið til að hnýta í Ingibjörgu Sólrúnu og væna hana um dómgreindarleysi og skort á forystuhæfileikum. Pistillinn var skrifaður klukkan eitt um nótt, en um morguninn var hann horfinn. --- --- --- Vandinn er bara sá að það eru margir vakandi yfir því sem er skrifað á netið og því neyðarlegt að breyta eftir á. Við erum ekki öll eins og Björn Bjarnason sem hefur sagt að hann hafi aldrei á ævinni þurft að breyta neinu. Annar sem ætti stundum að fá sér glas af köldu vatni áður en hann setur djarfar fullyrðingar á netið er Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús er mikill skapmaður - sem er allt í lagi, það er leiðinlegt að hafa bara ofurpassasama menn - en líklega þarf hann að gæta sín sig sérstaklega vel nú þegar hann er búinn að fá mótframboð á landsfundi flokks síns. Sjálfur hef ég ekkert alltof góðan feril á þessu sviði. Ég hef verið að skrifa á netið í á sjötta ár - og stundum hef ég sett fram hluti sem ég hef séð eftir. Í fyrravor breytti ég pistli þar sem ég hafði bendlað þekktan lögmann við hórerí. Hann fór eitthvað í taugarnar á mér um þær mundir - en fullyrðingin var náttúrlega alveg fráleit svo ég þurrkaði hana út þegar ég var búinn að anda að mér fersku lofti. --- --- --- Annars er stefna Samfylkingarinnar í skólamálum í meira lagi ruglingsleg. Fjandskapur hennar út í Áslandsskólatilraunina er með ólíkindum - flokkurinn ætti frekar að leita nýrra leiða til að auka fjölbreytni í skólastarfi en að standa vörð um miðstýrt ofstjórnunarkerfi eins og það sem er við lýði í kringum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Reyndar eru merki um að Stefán Jón Hafstein sé aðeins að bakka. Mogginn benti á þa í leiðara að hann væri hættur að kalla einkarekstur í grunnskólum "hægri öfgastefnu". Framganga kennaraforystunnar er svo í meira lagi furðuleg. Það liggur við að maður taki undir með þeim sem bendla hana við sandala, lopapeysur og afdankaðan hippisma. Nú hótar hún að hnekkja fyrir dómstólum kjarasamningi í Ísaksskóla - sem kennararnir þar eru hæstánægðir með. --- --- --- Á þriðjudaginn var ég í viðtali um skipulagsmál í þætti hjá Óskari Bergssyni á Útvarpi Sögu. Ég er nokkuð ánægður með þetta viðtal. Þið ættuð að geta hlustað á það með því að smella hérna. Meðal þess sem ég ræði þarna er mjög áhugaverð pæling - ef við myndum líta á Vatnsmýrina frá viðskiptalegu sjónarmiði og engu öðru. Hvað er svæðið mikils virði ef lóðaverðið er reiknað saman? Og á móti - hvað kostar að byggja snotran flugvöll undir innanlandsflug? Ég væri altént til í að gera þennan bisness: Að fá Vatnsmýrina undir byggingar og taka í staðinn að mér að leggja flugvöll. Geri ráð fyrir að ég yrði milljarðamæringur á fyrirtækinu. Að mörgu fleiru er vikið í viðtalinu, til dæmis byggingastílnum sem gæti hentað Laugaveginum ef kofadótið verður látið fara. --- --- --- Við Kári höfum orðið ásáttir um að ef Guttormur komi í afmælið fái hann ekki kökur, bara gras. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Það sannast enn og aftur hvað netið getur verið háskalegt fyrir fljótfæra menn og örgeðja. Nú hefur Össur Skarphéðinsson neyðst til þess tvívegis á stuttum tíma að breyta pistlum á bloggsíðu sinni. Í annað skiptið var hann að fjalla um ráðningu Bryndísar Hlöðversdóttur á Bifröst - en breytti pistlinum fljótlega þegar hann sá að ýmislegt í honum virkaði stuðandi. Í hitt skiptið fjallaði hann um hugmyndir framtíðarhóps Ingibjargar Sólrúnar í skólamálum. Á þetta er bent á bloggvefnum Málbeininu og það svo tekið upp í Staksteinum Moggans í morgun. Þarna notaði Össur tækifærið til að hnýta í Ingibjörgu Sólrúnu og væna hana um dómgreindarleysi og skort á forystuhæfileikum. Pistillinn var skrifaður klukkan eitt um nótt, en um morguninn var hann horfinn. --- --- --- Vandinn er bara sá að það eru margir vakandi yfir því sem er skrifað á netið og því neyðarlegt að breyta eftir á. Við erum ekki öll eins og Björn Bjarnason sem hefur sagt að hann hafi aldrei á ævinni þurft að breyta neinu. Annar sem ætti stundum að fá sér glas af köldu vatni áður en hann setur djarfar fullyrðingar á netið er Magnús Þór Hafsteinsson. Magnús er mikill skapmaður - sem er allt í lagi, það er leiðinlegt að hafa bara ofurpassasama menn - en líklega þarf hann að gæta sín sig sérstaklega vel nú þegar hann er búinn að fá mótframboð á landsfundi flokks síns. Sjálfur hef ég ekkert alltof góðan feril á þessu sviði. Ég hef verið að skrifa á netið í á sjötta ár - og stundum hef ég sett fram hluti sem ég hef séð eftir. Í fyrravor breytti ég pistli þar sem ég hafði bendlað þekktan lögmann við hórerí. Hann fór eitthvað í taugarnar á mér um þær mundir - en fullyrðingin var náttúrlega alveg fráleit svo ég þurrkaði hana út þegar ég var búinn að anda að mér fersku lofti. --- --- --- Annars er stefna Samfylkingarinnar í skólamálum í meira lagi ruglingsleg. Fjandskapur hennar út í Áslandsskólatilraunina er með ólíkindum - flokkurinn ætti frekar að leita nýrra leiða til að auka fjölbreytni í skólastarfi en að standa vörð um miðstýrt ofstjórnunarkerfi eins og það sem er við lýði í kringum Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur. Reyndar eru merki um að Stefán Jón Hafstein sé aðeins að bakka. Mogginn benti á þa í leiðara að hann væri hættur að kalla einkarekstur í grunnskólum "hægri öfgastefnu". Framganga kennaraforystunnar er svo í meira lagi furðuleg. Það liggur við að maður taki undir með þeim sem bendla hana við sandala, lopapeysur og afdankaðan hippisma. Nú hótar hún að hnekkja fyrir dómstólum kjarasamningi í Ísaksskóla - sem kennararnir þar eru hæstánægðir með. --- --- --- Á þriðjudaginn var ég í viðtali um skipulagsmál í þætti hjá Óskari Bergssyni á Útvarpi Sögu. Ég er nokkuð ánægður með þetta viðtal. Þið ættuð að geta hlustað á það með því að smella hérna. Meðal þess sem ég ræði þarna er mjög áhugaverð pæling - ef við myndum líta á Vatnsmýrina frá viðskiptalegu sjónarmiði og engu öðru. Hvað er svæðið mikils virði ef lóðaverðið er reiknað saman? Og á móti - hvað kostar að byggja snotran flugvöll undir innanlandsflug? Ég væri altént til í að gera þennan bisness: Að fá Vatnsmýrina undir byggingar og taka í staðinn að mér að leggja flugvöll. Geri ráð fyrir að ég yrði milljarðamæringur á fyrirtækinu. Að mörgu fleiru er vikið í viðtalinu, til dæmis byggingastílnum sem gæti hentað Laugaveginum ef kofadótið verður látið fara. --- --- --- Við Kári höfum orðið ásáttir um að ef Guttormur komi í afmælið fái hann ekki kökur, bara gras.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun