Söngur og sveifla alla helgina 8. mars 2005 00:01 Fólk sem hefur lengi dreymt um að sleppa sér í gospelsöng getur nú látið drauminn rætast því Óskar Einarsson píanóleikari efnir til opins námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju um helgina þar sem sveiflan verður í algleymingi. Þetta er fyrsta opna námskeiðið í gospelsöng sem haldið er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en Óskar hefur tvisvar haldið slík námskeið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíðinni og verið með minni námskeið um land allt fyrir fólk tengt kirkjukórum og tónlistarlífi í sinni sveit. Námskeiðið hefst á föstudagskvöld og endar með tónleikum við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan tvö á sunnudag. "Það eru engin inntökuskilyrði," segir Óskar. "Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri, nema hvað börn undir 11 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Við leggjum áherslu á að hafa líf og fjör á námskeiðinu, klöppum, stöppum og hreyfum okkur í takt við tónlistina og gerum þetta að alvöru sveiflu." Óskar segir að allir geti sungið gospel, galdurinn sé að nálgast tónlistina rétt og hafa rétta viðhorfið. "Þetta er popptónlist í víðasta skilningi þess orðs og aðalatriðið er að nálgast tónlistina í gleði. Gleðin og góða skapið er í rauninni það eina sem fólk þarf að taka með sér á námskeiðið, við gerum engar kröfur um sérstaka sönghæfileika eða nótnalestur. Óskar kennir þátttakendum milli 12 og 15 lög sem verða æfð um helgina og síðan flutt við messu á sunnudag. Námskeiðið er sem fyrr segir á vegum Miðstöð símenntunar Hafnarfjarðar og í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju sem leggur til húsnæðið. Þátttökugjald er 5.500 krónur, en nánari upplýsingar fást hjá Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði. Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Fólk sem hefur lengi dreymt um að sleppa sér í gospelsöng getur nú látið drauminn rætast því Óskar Einarsson píanóleikari efnir til opins námskeiðs í Hafnarfjarðarkirkju um helgina þar sem sveiflan verður í algleymingi. Þetta er fyrsta opna námskeiðið í gospelsöng sem haldið er á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en Óskar hefur tvisvar haldið slík námskeið í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíðinni og verið með minni námskeið um land allt fyrir fólk tengt kirkjukórum og tónlistarlífi í sinni sveit. Námskeiðið hefst á föstudagskvöld og endar með tónleikum við guðsþjónustu í Hafnarfjarðarkirkju klukkan tvö á sunnudag. "Það eru engin inntökuskilyrði," segir Óskar. "Námskeiðið er fyrir fólk á öllum aldri, nema hvað börn undir 11 ára aldri þurfa að vera í fylgd með forráðamönnum. Við leggjum áherslu á að hafa líf og fjör á námskeiðinu, klöppum, stöppum og hreyfum okkur í takt við tónlistina og gerum þetta að alvöru sveiflu." Óskar segir að allir geti sungið gospel, galdurinn sé að nálgast tónlistina rétt og hafa rétta viðhorfið. "Þetta er popptónlist í víðasta skilningi þess orðs og aðalatriðið er að nálgast tónlistina í gleði. Gleðin og góða skapið er í rauninni það eina sem fólk þarf að taka með sér á námskeiðið, við gerum engar kröfur um sérstaka sönghæfileika eða nótnalestur. Óskar kennir þátttakendum milli 12 og 15 lög sem verða æfð um helgina og síðan flutt við messu á sunnudag. Námskeiðið er sem fyrr segir á vegum Miðstöð símenntunar Hafnarfjarðar og í samstarfi við Hafnarfjarðarkirkju sem leggur til húsnæðið. Þátttökugjald er 5.500 krónur, en nánari upplýsingar fást hjá Miðstöð símenntunar í Hafnarfirði.
Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira