Myndvinnsla og veðurfræði 8. mars 2005 00:01 "Við einbeitum okkur að kennslu í þremur námsgreinum, klippingum á vídeóspólum, myndvinnslu og veðurfræði. Auk þess bjóðum við eldri borgurum upp á námskeið í grunnatriðum tölvunotkunar," segir Ólafur Kristjánsson, kennari við Fjarkennsluna. (Hann hefur viðurnefnið Óli tölva svo eitthvað hlýtur hann að kunna fyrir sér!) Fjarkennslan er til húsa að Lyngási 18 í Garðabæ og hefur hingað til eingöngu verið með sölu á kennsluefni í geisladiskaformi en stutt námskeið á staðnum eru nýtilkomin. Óli lýsir þeim nánar. "Klippinámskeiðið er fyrir fólk sem langar að taka til á spólunum sínum sem hafa hlaðist upp í skápunum. Klippa og stytta efnið þannig að það verði hnitmiðaðra og þægilegra og setja það síðan á DVD disk. Þetta er hægt að gera með litlum tilkostnaði. Síðan er það myndvinnsla. Þar erum við að kenna fólki á stafrænu myndavélarnar sínar, hvernig myndirnar eru teknar úr vélinni, lagaðar til og geymdar. Við kennum á forritið Photoshop Elements sem er þægileg heimilisútgáfa af myndvinnsluforriti. Þriðja námskeiðið er veðurnámskeið og slíkt hefur aldrei verið sett upp áður hér á landi. Það eru nokkrir öflugir veðurvefir til sem "Siggi stormur" ætlar að kenna fólki á. Maður þarf ekkert að vera snillingur á tölvu til að fara á þetta námskeið. Skilyrði er að hafa aðgang að netinu og hafa áhuga á veðrinu - og hver hefur það ekki? Síðan erum við með námskeið fyrir eldri borgara sem langar að komast inn á netið, senda barnabörnunum póst og gera svona þessa einföldustu hluti." Þar með slepptum við Óla úr símanum en þeir sem vilja vita meira geta hringt í síma 511 4510 eða farið inn á síðuna www.fjarkennsla.is. Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Við einbeitum okkur að kennslu í þremur námsgreinum, klippingum á vídeóspólum, myndvinnslu og veðurfræði. Auk þess bjóðum við eldri borgurum upp á námskeið í grunnatriðum tölvunotkunar," segir Ólafur Kristjánsson, kennari við Fjarkennsluna. (Hann hefur viðurnefnið Óli tölva svo eitthvað hlýtur hann að kunna fyrir sér!) Fjarkennslan er til húsa að Lyngási 18 í Garðabæ og hefur hingað til eingöngu verið með sölu á kennsluefni í geisladiskaformi en stutt námskeið á staðnum eru nýtilkomin. Óli lýsir þeim nánar. "Klippinámskeiðið er fyrir fólk sem langar að taka til á spólunum sínum sem hafa hlaðist upp í skápunum. Klippa og stytta efnið þannig að það verði hnitmiðaðra og þægilegra og setja það síðan á DVD disk. Þetta er hægt að gera með litlum tilkostnaði. Síðan er það myndvinnsla. Þar erum við að kenna fólki á stafrænu myndavélarnar sínar, hvernig myndirnar eru teknar úr vélinni, lagaðar til og geymdar. Við kennum á forritið Photoshop Elements sem er þægileg heimilisútgáfa af myndvinnsluforriti. Þriðja námskeiðið er veðurnámskeið og slíkt hefur aldrei verið sett upp áður hér á landi. Það eru nokkrir öflugir veðurvefir til sem "Siggi stormur" ætlar að kenna fólki á. Maður þarf ekkert að vera snillingur á tölvu til að fara á þetta námskeið. Skilyrði er að hafa aðgang að netinu og hafa áhuga á veðrinu - og hver hefur það ekki? Síðan erum við með námskeið fyrir eldri borgara sem langar að komast inn á netið, senda barnabörnunum póst og gera svona þessa einföldustu hluti." Þar með slepptum við Óla úr símanum en þeir sem vilja vita meira geta hringt í síma 511 4510 eða farið inn á síðuna www.fjarkennsla.is.
Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira