Myndvinnsla og veðurfræði 8. mars 2005 00:01 "Við einbeitum okkur að kennslu í þremur námsgreinum, klippingum á vídeóspólum, myndvinnslu og veðurfræði. Auk þess bjóðum við eldri borgurum upp á námskeið í grunnatriðum tölvunotkunar," segir Ólafur Kristjánsson, kennari við Fjarkennsluna. (Hann hefur viðurnefnið Óli tölva svo eitthvað hlýtur hann að kunna fyrir sér!) Fjarkennslan er til húsa að Lyngási 18 í Garðabæ og hefur hingað til eingöngu verið með sölu á kennsluefni í geisladiskaformi en stutt námskeið á staðnum eru nýtilkomin. Óli lýsir þeim nánar. "Klippinámskeiðið er fyrir fólk sem langar að taka til á spólunum sínum sem hafa hlaðist upp í skápunum. Klippa og stytta efnið þannig að það verði hnitmiðaðra og þægilegra og setja það síðan á DVD disk. Þetta er hægt að gera með litlum tilkostnaði. Síðan er það myndvinnsla. Þar erum við að kenna fólki á stafrænu myndavélarnar sínar, hvernig myndirnar eru teknar úr vélinni, lagaðar til og geymdar. Við kennum á forritið Photoshop Elements sem er þægileg heimilisútgáfa af myndvinnsluforriti. Þriðja námskeiðið er veðurnámskeið og slíkt hefur aldrei verið sett upp áður hér á landi. Það eru nokkrir öflugir veðurvefir til sem "Siggi stormur" ætlar að kenna fólki á. Maður þarf ekkert að vera snillingur á tölvu til að fara á þetta námskeið. Skilyrði er að hafa aðgang að netinu og hafa áhuga á veðrinu - og hver hefur það ekki? Síðan erum við með námskeið fyrir eldri borgara sem langar að komast inn á netið, senda barnabörnunum póst og gera svona þessa einföldustu hluti." Þar með slepptum við Óla úr símanum en þeir sem vilja vita meira geta hringt í síma 511 4510 eða farið inn á síðuna www.fjarkennsla.is. Nám Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
"Við einbeitum okkur að kennslu í þremur námsgreinum, klippingum á vídeóspólum, myndvinnslu og veðurfræði. Auk þess bjóðum við eldri borgurum upp á námskeið í grunnatriðum tölvunotkunar," segir Ólafur Kristjánsson, kennari við Fjarkennsluna. (Hann hefur viðurnefnið Óli tölva svo eitthvað hlýtur hann að kunna fyrir sér!) Fjarkennslan er til húsa að Lyngási 18 í Garðabæ og hefur hingað til eingöngu verið með sölu á kennsluefni í geisladiskaformi en stutt námskeið á staðnum eru nýtilkomin. Óli lýsir þeim nánar. "Klippinámskeiðið er fyrir fólk sem langar að taka til á spólunum sínum sem hafa hlaðist upp í skápunum. Klippa og stytta efnið þannig að það verði hnitmiðaðra og þægilegra og setja það síðan á DVD disk. Þetta er hægt að gera með litlum tilkostnaði. Síðan er það myndvinnsla. Þar erum við að kenna fólki á stafrænu myndavélarnar sínar, hvernig myndirnar eru teknar úr vélinni, lagaðar til og geymdar. Við kennum á forritið Photoshop Elements sem er þægileg heimilisútgáfa af myndvinnsluforriti. Þriðja námskeiðið er veðurnámskeið og slíkt hefur aldrei verið sett upp áður hér á landi. Það eru nokkrir öflugir veðurvefir til sem "Siggi stormur" ætlar að kenna fólki á. Maður þarf ekkert að vera snillingur á tölvu til að fara á þetta námskeið. Skilyrði er að hafa aðgang að netinu og hafa áhuga á veðrinu - og hver hefur það ekki? Síðan erum við með námskeið fyrir eldri borgara sem langar að komast inn á netið, senda barnabörnunum póst og gera svona þessa einföldustu hluti." Þar með slepptum við Óla úr símanum en þeir sem vilja vita meira geta hringt í síma 511 4510 eða farið inn á síðuna www.fjarkennsla.is.
Nám Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira