Frægt armband 10. mars 2005 00:01 "Ég á svo rosalega marga uppáhaldshluti en númer 1, 2 og 3 er 140 gramma armbandsklumpur úr Sterlingsilfri. Það var búningahönnuður sem keypti armbandið fyrir mig í London en mig var búið að langa í það lengi. Það er rosalega þykkt og massívt og það eru mjög fáir á Íslandi sem eiga eins armband. Þetta er mjög sérstakt og frægt armband. Þetta er sama armbandið og var í myndinni Vildspor en Simon Staho var með það þar. Ég sá um hárið í myndinni og lánaði armbandið þannig að það hefur svo sannarlega komið víða við," segir Ásgeir. "Annað sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er skyrta sem fatahönnuðurinn og búningahönnuðurinn Filippía Elísdóttir gaf mér. Skyrtan er öll út í sæðisfrumum frá John Richman. Við köllum hana sæðisfrumuskyrtuna. Síðan er ein silfurtala efst og þar stendur "sex"," segir Ásgeir sem finnst ekki leiðinlegt að spá í tískuna. "Ég er náttúrlega að garfa mikið í tísku. Ég get samt ekki sagt að ég eigi einhverja uppáhaldsbúð hér á Íslandi og ef ég mætti ráða þá myndi ég opna mína eigin búð. Ég finn svo sjaldan eitthvað sem mig langar í hérlendis og flest fötin mín hef ég keypt erlendis. Það er líka svo gaman bæði með skyrtuna og armbandið að þetta eru hvort tveggja sérstakir hlutir sem ekki margir eiga. Ég held að ég sé eini sem á svona skyrtu á Íslandi." Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
"Ég á svo rosalega marga uppáhaldshluti en númer 1, 2 og 3 er 140 gramma armbandsklumpur úr Sterlingsilfri. Það var búningahönnuður sem keypti armbandið fyrir mig í London en mig var búið að langa í það lengi. Það er rosalega þykkt og massívt og það eru mjög fáir á Íslandi sem eiga eins armband. Þetta er mjög sérstakt og frægt armband. Þetta er sama armbandið og var í myndinni Vildspor en Simon Staho var með það þar. Ég sá um hárið í myndinni og lánaði armbandið þannig að það hefur svo sannarlega komið víða við," segir Ásgeir. "Annað sem er í miklu uppáhaldi hjá mér er skyrta sem fatahönnuðurinn og búningahönnuðurinn Filippía Elísdóttir gaf mér. Skyrtan er öll út í sæðisfrumum frá John Richman. Við köllum hana sæðisfrumuskyrtuna. Síðan er ein silfurtala efst og þar stendur "sex"," segir Ásgeir sem finnst ekki leiðinlegt að spá í tískuna. "Ég er náttúrlega að garfa mikið í tísku. Ég get samt ekki sagt að ég eigi einhverja uppáhaldsbúð hér á Íslandi og ef ég mætti ráða þá myndi ég opna mína eigin búð. Ég finn svo sjaldan eitthvað sem mig langar í hérlendis og flest fötin mín hef ég keypt erlendis. Það er líka svo gaman bæði með skyrtuna og armbandið að þetta eru hvort tveggja sérstakir hlutir sem ekki margir eiga. Ég held að ég sé eini sem á svona skyrtu á Íslandi."
Mest lesið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fleiri fréttir „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira