Húrra fyrir löggunni! 11. mars 2005 00:01 Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni! Bílar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Á miðnætti fyrir sautjánda afmælisdaginn minn stóð ég á tröppunum hjá ökukennararnum mínum og þáði ökuskírteini úr hendi hans. Fá augnablik geta breytt lífi manns eins mikið. Nýfengið frelsi á fjórum hjólum sem maður getur nýtt til að létta sér lífið, ferðast og sjá nýja staði eða stofna sjálfum sér og öðrum í lífshættu. Með þetta merkilega spjald í höndunum var samt bara ein hugsun sem komst að: Fara á rúntinn. Bíll foreldranna fenginn að láni, fylltur af vinum og bensíni og svo var haldið út í nóttina. Eftir tæpan klukkutíma var ég svo stöðvaður af lögreglunni í fyrsta skipti, sautján ára og fjörutíu mínútna gamall. Ástæðan reyndist vera sprungin pera í framljósi og þegar lögregluþjónninn spurði um ökuskírteinið mitt hafði ég mestar áhyggjur af því að hann mundi brenna sig á höndunum, svo nýplastað var það. Félagarnir í aftursætinu hlógu eins og hálfvitar og gott ef löggan brosti ekki aðeins líka þegar hún sá útgáfudaginn. Lögreglan hefur það erfiða og vanþakkláta hlutverk að minna okkur á það þegar við gleymum okkur í umferðinni. Hvort sem við förum yfir á rauðu ljósi eða keyrum of hratt er það hlutverk hennar að pikka í öxlina á okkur og segja: "Mundu að fara varlega." Þetta fer ægilega í taugarnar á sumum og margir kvarta sáran yfir því að vera stoppaðir fyrir lítilvæg brot. En hvað um alla hina sem eru stoppaðir? Fer það jafn mikið í taugarnar á okkur? Eða finnst okkur kannski í lagi að allir í kringum okkur keyri á hundrað og tuttugu með ljósin slökkt og blaðri í símann á meðan? Liði okkur vel að vita af ástvinum okkar í umferðinni ef lögreglan léti þetta allt óátalið? Börnunum okkar, til dæmis? Næst þegar löggan stoppar þig veistu sennilega upp á þig sökina. Þakkaðu þá fyrir að það er til fólk sem passar mig og þig í umferðinni og brostu. Brostu því að kannski er verið að bjarga þér frá því að lenda í slysi. Verum þakklát fyrir það góða fólk sem passar okkur. Húrra fyrir löggunni!
Bílar Mest lesið Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Lífið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið Gamlir samherjar funduðu á fiskistað Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tónlist „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira