Fljúgandi tölvunarfræðingur 16. mars 2005 00:01 "Ég sótti um í níu háskóla í Bandaríkjunum og er kominn með tilboð frá tveimur. Annar þeirra er Cornell sem býður mér í doktorsnám í tölvunarfræði á góðum launum. Í staðinn kenni ég dæmatíma og aðstoða prófessora," segir Ýmir sem hefur kennt í dæmatímum í háskólanum hér heima svo hann ætti að vera klár í þann slag. Hann segir námið felast í rannsóknum með tilheyrandi greinaskrifum þannig að þetta sé spennandi. "Sumir tala um fjögurra til sex ára þrælkun en ég held þetta verði nú bara gaman," segir hann bjartsýnn. Ýmir hefur tekið stærðfræði sem aðalgrein í Háskólanum hér og tölvunarfræðina sem aukagrein. En hvar á sinni skólagöngu spretti hann fram úr sínum jafnöldrum? "Ég hljóp yfir 4. bekk í grunnskóla og tók 9. og 10. bekk saman í Danmörku. Þetta var dálítið skrautlegt og þegar ég kom heim fór ég beint í MH, 14 ára gamall." Hann tekur því vel þegar minnst er á að tónlistar- og stærðfræðigenin fylgist oft að. "Já, stærðfræðikennararnir mínir eru hver öðrum músíkalskari. Þess má geta að á nýafstaðinni stærðfræðiráðstefnu sungu nokkrir nemendur stærðfræðisönnun við undirleik eins kennara," segir hann hlæjandi. Svo er hann líka að læra flug og langar að klára einkaflugmannsprófið fyrir haustið. Þegar hann er beðinn um lokaorð í þetta stutta viðtal segir hann ákveðinn. "Þetta er ekkert einsdæmi sem ég er að gera. Á hverju ári fljúga íslenskir nemendur inn í toppháskóla í Bandaríkjunum og víðar á fullum styrkjum. Það eina sem vantar hér heima er áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknaraðstöðu. Það er synd að missa fólk út til frambúðar því grunnnámið hér er satt að segja á heimsmælikvarða. Umræðan hér virðist þó frekar snúast um að taka upp skólagjöld, sérstaklega í framhaldsnámi. Mér þykir það röng áhersla." Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Ég sótti um í níu háskóla í Bandaríkjunum og er kominn með tilboð frá tveimur. Annar þeirra er Cornell sem býður mér í doktorsnám í tölvunarfræði á góðum launum. Í staðinn kenni ég dæmatíma og aðstoða prófessora," segir Ýmir sem hefur kennt í dæmatímum í háskólanum hér heima svo hann ætti að vera klár í þann slag. Hann segir námið felast í rannsóknum með tilheyrandi greinaskrifum þannig að þetta sé spennandi. "Sumir tala um fjögurra til sex ára þrælkun en ég held þetta verði nú bara gaman," segir hann bjartsýnn. Ýmir hefur tekið stærðfræði sem aðalgrein í Háskólanum hér og tölvunarfræðina sem aukagrein. En hvar á sinni skólagöngu spretti hann fram úr sínum jafnöldrum? "Ég hljóp yfir 4. bekk í grunnskóla og tók 9. og 10. bekk saman í Danmörku. Þetta var dálítið skrautlegt og þegar ég kom heim fór ég beint í MH, 14 ára gamall." Hann tekur því vel þegar minnst er á að tónlistar- og stærðfræðigenin fylgist oft að. "Já, stærðfræðikennararnir mínir eru hver öðrum músíkalskari. Þess má geta að á nýafstaðinni stærðfræðiráðstefnu sungu nokkrir nemendur stærðfræðisönnun við undirleik eins kennara," segir hann hlæjandi. Svo er hann líka að læra flug og langar að klára einkaflugmannsprófið fyrir haustið. Þegar hann er beðinn um lokaorð í þetta stutta viðtal segir hann ákveðinn. "Þetta er ekkert einsdæmi sem ég er að gera. Á hverju ári fljúga íslenskir nemendur inn í toppháskóla í Bandaríkjunum og víðar á fullum styrkjum. Það eina sem vantar hér heima er áhersla á uppbyggingu framhaldsnáms og rannsóknaraðstöðu. Það er synd að missa fólk út til frambúðar því grunnnámið hér er satt að segja á heimsmælikvarða. Umræðan hér virðist þó frekar snúast um að taka upp skólagjöld, sérstaklega í framhaldsnámi. Mér þykir það röng áhersla."
Nám Mest lesið Hjálmar Örn fékk hjartaáfall Lífið „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Lífið Angie Stone lést í bílslysi Tónlist Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Menning Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Lífið Danir senda annan Færeying í Eurovision Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Lífið Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Lífið Fleiri fréttir „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira