Hvar á veislan að vera? 16. mars 2005 00:01 Sumir salir eru ekki upphaflega hannaðir til veisluhalda en geta engu að síður nýst ljómandi vel til slíks. Það borgar sig að kynna sér salarkynnin vel svo hægt sé að útvega það í tæka tíð sem á vantar og lenda ekki í streitukasti daginn fyrir veislu. Eftirfarandi þarf að hafa í huga þegar salur er valinn: Hversu margir koma í veisluna og hvað á að veita gestunum? Ef veislan er móttaka milli fimm og sjö er hægt að notast við minni sal en ef gert er ráð fyrir sitjandi borðhaldi í heila kvöldstund. Ekki er ráðlegt að taka of stóran sal fyrir minni veislur því þá vill skapast tómarúm og fólk getur orðið feimið. Í standandi móttökum er ráðlegt að hafa nokkra stóla á stangli því einhverjir gestanna kunna örugglega að meta að geta sest niður öðru hvoru. Það á að vera frekar þröngt í veislunni en samt þannig að fólk geti hreyft sig og gengilbeinur komist ferða sinna. Athugið hvernig er með bílastæði og aðgengi að salnum. Eru næg ókeypis bílastæði í kringum staðinn þar sem veislan er haldin eða þurfa gestirnir að ganga einhvern spöl í spariskónum sínum? Hvernig er aðgengi fyrir fatlaða? Athugið hvernig er með fatahengi. Það skiptir kannski minna máli að sumri til en um vetur er nánast gefið að flestir gestanna koma í þykkum og bosmamiklum yfirhöfnum. Gott er að vita hvar salerni eru og ef þau eru ekki auðfundin að hengja upp leiðbeiningar áður en gestirnir koma. Í stærri veislum er oft illmögulegt að hleypa gestum strax til borðs, til dæmis er til siðs að bíða eftir brúðhjónum áður en gengið er til sætis og oft byrjar árshátíð á fordrykk. Það er því gott að kynna sér hvernig móttökurými er háttað og hvort það er nægilega stórt fyrir alla gestina, til dæmis ef brúðhjón tefjast í myndatöku. Þar er líka kjörið að hengja upp borðaskipulag svo upplausnarástand skapist ekki þegar gestirnir leita að sætum sínum. Skemmtiatriði og ræðuhöld eru stór hluti af hverri veislu. Til þess að þau fari vel fram þarf að gera ráð fyrir "sviði" þar sem flestir gestanna geta séð hvað fer fram og tæknibúnaði eins og hljóðnema, hljóðkerfi, sýningartjaldi, geislaspilara og hugsanlega DVD- spilara. Einnig getur lýsing skipt miklu máli. Ef á að spila á píanó þarf að hugsa fyrir hljóðfæri. Í brúðkaupum er oft gert ráð fyrir að stiginn sé brúðarvals og þá þarf að gera ráð fyrir dansgólfi. Margir salir eru vel tækjum búnir og aðalatriðið er að vita hvað salurinn býður upp á og upphugsa aðrar leiðir í tíma. Ef maturinn er ekki á vegum salarins þarf að skoða eldhúsaðstöðu með tilliti til þess hvað þarf að gerast þar. Það þarf að vera borðpláss í eldhúsinu og auðvelt að athafna sig. Einnig er betra að kynna sér í tíma hvort í eldhúsaðstöðunni er ísskápur, eldavél og vaskur. Það borgar sig almennt að athuga hvernig salurinn er búinn og hvað er innifalið í leigunni. Leggur salurinn til borðbúnað, bolla og glös? Starfsfólk í eldhús? Tæknibúnað? Borð og stóla? Þumalfingursreglan er sú að ekkert er sjálfsagt annað en fjórir veggir og þak og sá sem leigir þér salinn ætti alltaf að vera boðinn og búinn að gefa þér allar upplýsingar. Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Sumir salir eru ekki upphaflega hannaðir til veisluhalda en geta engu að síður nýst ljómandi vel til slíks. Það borgar sig að kynna sér salarkynnin vel svo hægt sé að útvega það í tæka tíð sem á vantar og lenda ekki í streitukasti daginn fyrir veislu. Eftirfarandi þarf að hafa í huga þegar salur er valinn: Hversu margir koma í veisluna og hvað á að veita gestunum? Ef veislan er móttaka milli fimm og sjö er hægt að notast við minni sal en ef gert er ráð fyrir sitjandi borðhaldi í heila kvöldstund. Ekki er ráðlegt að taka of stóran sal fyrir minni veislur því þá vill skapast tómarúm og fólk getur orðið feimið. Í standandi móttökum er ráðlegt að hafa nokkra stóla á stangli því einhverjir gestanna kunna örugglega að meta að geta sest niður öðru hvoru. Það á að vera frekar þröngt í veislunni en samt þannig að fólk geti hreyft sig og gengilbeinur komist ferða sinna. Athugið hvernig er með bílastæði og aðgengi að salnum. Eru næg ókeypis bílastæði í kringum staðinn þar sem veislan er haldin eða þurfa gestirnir að ganga einhvern spöl í spariskónum sínum? Hvernig er aðgengi fyrir fatlaða? Athugið hvernig er með fatahengi. Það skiptir kannski minna máli að sumri til en um vetur er nánast gefið að flestir gestanna koma í þykkum og bosmamiklum yfirhöfnum. Gott er að vita hvar salerni eru og ef þau eru ekki auðfundin að hengja upp leiðbeiningar áður en gestirnir koma. Í stærri veislum er oft illmögulegt að hleypa gestum strax til borðs, til dæmis er til siðs að bíða eftir brúðhjónum áður en gengið er til sætis og oft byrjar árshátíð á fordrykk. Það er því gott að kynna sér hvernig móttökurými er háttað og hvort það er nægilega stórt fyrir alla gestina, til dæmis ef brúðhjón tefjast í myndatöku. Þar er líka kjörið að hengja upp borðaskipulag svo upplausnarástand skapist ekki þegar gestirnir leita að sætum sínum. Skemmtiatriði og ræðuhöld eru stór hluti af hverri veislu. Til þess að þau fari vel fram þarf að gera ráð fyrir "sviði" þar sem flestir gestanna geta séð hvað fer fram og tæknibúnaði eins og hljóðnema, hljóðkerfi, sýningartjaldi, geislaspilara og hugsanlega DVD- spilara. Einnig getur lýsing skipt miklu máli. Ef á að spila á píanó þarf að hugsa fyrir hljóðfæri. Í brúðkaupum er oft gert ráð fyrir að stiginn sé brúðarvals og þá þarf að gera ráð fyrir dansgólfi. Margir salir eru vel tækjum búnir og aðalatriðið er að vita hvað salurinn býður upp á og upphugsa aðrar leiðir í tíma. Ef maturinn er ekki á vegum salarins þarf að skoða eldhúsaðstöðu með tilliti til þess hvað þarf að gerast þar. Það þarf að vera borðpláss í eldhúsinu og auðvelt að athafna sig. Einnig er betra að kynna sér í tíma hvort í eldhúsaðstöðunni er ísskápur, eldavél og vaskur. Það borgar sig almennt að athuga hvernig salurinn er búinn og hvað er innifalið í leigunni. Leggur salurinn til borðbúnað, bolla og glös? Starfsfólk í eldhús? Tæknibúnað? Borð og stóla? Þumalfingursreglan er sú að ekkert er sjálfsagt annað en fjórir veggir og þak og sá sem leigir þér salinn ætti alltaf að vera boðinn og búinn að gefa þér allar upplýsingar.
Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira