Góð tilfinning þegar vel gengur 18. mars 2005 00:01 Þegar Rúnar Jónsson var 15 ára byrjaði hann að keppa í ralli sem aðstoðarökumaður. Nú, tuttugu árum síðar, á hann að baki einn glæsilegasta rallökuferil landsins. "Íslandsmeistaratitlarnir eru orðnir 13 eða 14," segir Rúnar hógvær en hann keppir nú með bróður sínum Baldri sem tók við af föður þeirra, Jóni Rúnari Ragnarssyni. "Síðasta keppnistímabil var líklega það besta til þessa. Við vorum að keppa við 10 árum yngri bíl og það átti að vera okkur óyfirstíganlegt. Við náðum samt að sigra tímabilið með yfirburðum og freistumst til að halda að það sé mikið í okkur spunnið," segir Rúnar. Bíllinn sem þeir keppa á er fjórhjóladrifinn Subaru Legacy, sem er langt frá því að vera venjulegur götubíll. "Hann er sérsmíðaður úti í Bretlandi af fyrirtækinu Pro Drive sem sér um smíði keppnisbíla, meðal annars fyrir Subaru-verksmiðjurnar. Bíllinn er 300 hestöfl eftir alþjóðlegum rallreglum. Þetta eru samt engin venjuleg götuhestöfl," segir Rúnar og bætir við að sérstakur gírkassi, drifhlutföll og annar drifbúnaður spili líka stórt hlutverk í að koma bílnum áfram. Rúnar hefur keppt á fjórhjóladrifsbílum frá 1991. Hann segir ekki hægt að líkja þeim saman við bíla á einu drifi þegar kemur að aksturseiginleikum. "Maður er með miklu betra veggrip, bíllinn verður stöðugri og kemst líka betur áfram. Bremsugripið er líka miklu betra svo að bíllinn lætur miklu betur að stjórn. Þetta á ekki bara við um rallbíla, ég keyri stundum fjórhjóladrifsbíl dags daglega og það sama á við í umferðinni," segir Rúnar. Það er varla vanþörf á öllu því veggripi sem fæst þegar maður svífur yfir sérleiðir á fleygiferð. Hvernig tilfinning ætli það sé að keyra rallbíl? "Maður keyrir eingöngu eftir því sem maður heyrir. Allur aksturinn snýst um það sem aðstoðarökumaðurinn segir og því reynum við að vinna leiðarlýsinguna mjög nákvæmlega. Ég horfi bara rétt fyrir framan bílinn og reyni að koma honum eins hratt og ég get, hægi ekkert á mér fyrr en ég fæ skilaboð frá aðstoðarökumanninum. Þegar allt er í réttum takti gengur þetta mjög vel og þá er mjög góð tilfinning að keyra rallbíl," segir Rúnar að lokum.Bræðurnir Baldur og Rúnar Jónssynir við keppnisbíl sinn.Mynd/JAK Bílar Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Þegar Rúnar Jónsson var 15 ára byrjaði hann að keppa í ralli sem aðstoðarökumaður. Nú, tuttugu árum síðar, á hann að baki einn glæsilegasta rallökuferil landsins. "Íslandsmeistaratitlarnir eru orðnir 13 eða 14," segir Rúnar hógvær en hann keppir nú með bróður sínum Baldri sem tók við af föður þeirra, Jóni Rúnari Ragnarssyni. "Síðasta keppnistímabil var líklega það besta til þessa. Við vorum að keppa við 10 árum yngri bíl og það átti að vera okkur óyfirstíganlegt. Við náðum samt að sigra tímabilið með yfirburðum og freistumst til að halda að það sé mikið í okkur spunnið," segir Rúnar. Bíllinn sem þeir keppa á er fjórhjóladrifinn Subaru Legacy, sem er langt frá því að vera venjulegur götubíll. "Hann er sérsmíðaður úti í Bretlandi af fyrirtækinu Pro Drive sem sér um smíði keppnisbíla, meðal annars fyrir Subaru-verksmiðjurnar. Bíllinn er 300 hestöfl eftir alþjóðlegum rallreglum. Þetta eru samt engin venjuleg götuhestöfl," segir Rúnar og bætir við að sérstakur gírkassi, drifhlutföll og annar drifbúnaður spili líka stórt hlutverk í að koma bílnum áfram. Rúnar hefur keppt á fjórhjóladrifsbílum frá 1991. Hann segir ekki hægt að líkja þeim saman við bíla á einu drifi þegar kemur að aksturseiginleikum. "Maður er með miklu betra veggrip, bíllinn verður stöðugri og kemst líka betur áfram. Bremsugripið er líka miklu betra svo að bíllinn lætur miklu betur að stjórn. Þetta á ekki bara við um rallbíla, ég keyri stundum fjórhjóladrifsbíl dags daglega og það sama á við í umferðinni," segir Rúnar. Það er varla vanþörf á öllu því veggripi sem fæst þegar maður svífur yfir sérleiðir á fleygiferð. Hvernig tilfinning ætli það sé að keyra rallbíl? "Maður keyrir eingöngu eftir því sem maður heyrir. Allur aksturinn snýst um það sem aðstoðarökumaðurinn segir og því reynum við að vinna leiðarlýsinguna mjög nákvæmlega. Ég horfi bara rétt fyrir framan bílinn og reyni að koma honum eins hratt og ég get, hægi ekkert á mér fyrr en ég fæ skilaboð frá aðstoðarökumanninum. Þegar allt er í réttum takti gengur þetta mjög vel og þá er mjög góð tilfinning að keyra rallbíl," segir Rúnar að lokum.Bræðurnir Baldur og Rúnar Jónssynir við keppnisbíl sinn.Mynd/JAK
Bílar Mest lesið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira